Morgunblaðið - 08.01.2009, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 08.01.2009, Qupperneq 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2009 Vinstri menn halda því fram að efútsvar sveitarfélaga er ekki í há- marki séu „tekjustofnar vannýttir“.     Þeir sem aðhyllast frekar hóflegtríkisvald kalla það að lágmarka álögur sem lagðar eru á herðar fjöl- skyldna í landinu.     Þessi munurkristallaðist meðal annars í viðtali við Svan- dísi Svavars- dóttur, borg- arfulltrúa Vinstri grænna, í tíu- fréttum Sjón- varpsins í fyrrakvöld.     Þá var fjárhagsáætlun Reykjavík-urborgar til umræðu. Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri hefur barist fyrir því að A-hluti borgarsjóðs verði hallalaus, útsvar óbreytt og fasteignaskattar hækk- aðir.     Svandís vill hins vegar að borginhirði eins mikið og hægt er af launum borgarbúa. Hún vill fullnýta útsvarið.     Þar gætum við átt 680 milljónirkróna í tekjur sem Sjálfstæð- isflokkurinn hefur bara svona rétt eins og hægri flokkar yfirleitt gera ekki viljað nýta, það er svona rétt eins og gert er í Garðabæ og eins og gert er á Seltjarnarnesi,“ sagði Svandís í sjónvarpsfréttum.     Vondu sjálfstæðismennirnir í Reykjavík eru að berjast við að halda álögum á borgarbúa í lág- marki eins og tekist hefur í Garðabæ og Seltjarnarnesi.     Á Svandísi má skilja að fólkið sjálfteigi ekki þessa peninga heldur stjórnmálamenn. Á máli skatt- heimtumanna er þetta kallað „van- nýttir tekjustofnar“. Svandís Svavarsdóttir Vinstri menn og vannýttar tekjur                      ! " #$    %&'  (  )                                 *(!  + ,- .  & / 0    + -           #   $      #     #  12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  ( !  %                  :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).?   "    % !       % " " "                            *$BC                       !  " #   $     *! $$ B *! & ' ( '#     ) <2 <! <2 <! <2 & (* + ,- . 2 D                   *    B  %   " % &'   (      )     *  /    + % ,   "   &'     "   - " .   . // %  !  %      %     <7   " 0 $   1 (            2'   /0   11   2#   * + Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR FARÞEGUM sem fóru um Flugstöð Leifs Eiríks- sonar á Keflavíkur- flugvelli fækkaði um 8,8% árið 2008 miðað við 2007, eða úr 2.182.232 farþeg- um í 1.990.476 farþega. Farþegum til og frá Ís- landi fækkaði um rúm- lega 7% milli ára, en far- þegum sem millilentu hér á landi á leið yfir Norður- Atlantshafið fækkaði um rúmlega 18% milli áranna 2008 og 2007. Farþegum um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fækkaði um rúmlega 26% í desem- ber síðastliðinn miðað við sama tíma í fyrra, úr 121 þúsund farþegum árið 2007 í 91 þúsund farþega nú. Farþegum til og frá Íslandi fækkaði um tæp- lega 26% milli ára, en farþegum sem millilenda hér á landi á leið yfir Norð- ur-Atlantshafið fækkaði um rúm 21%. Farþegum um Keflavíkurflugvöll hefur fjölgað jafnt og þétt undanfarin ár með einni undantekningu. Í kjölfar hryðjuverkaárásanna í New York í september 2001 var umtalsverð fækkun það ár og árið 2002. Farþegum fór síðan aftur fjölgandi og náði fjöldinn hámarki árið 2007 eða tæplega 2,2 milljónir. Til samanburðar má nefna að 567.236 farþegar fóru um Kefla- víkurflugvöll árið 1985. Framan af síðasta ári benti ekkert til annars en farþegum myndi halda áfram að fjölga. Fyrstu þrjá mánuði ársins var fjölgun farþega meira en 10% miðað við árið áður. En í apríl fór fyrstu áhrifa heimskreppunnar að gæta og farþegum fækkaði um 14,9%. Fækkun hefur orðið í öllum mán- uðum síðan, mest í nóvember eða 36%. Um áramótin varð sú breyting að Keflavíkurflugvöllur ohf. tók yfir rekstur Keflavíkurflugvallar og Flug- stöðvar Leifs Eiríkssonar. Innan fyrirtækisins hefur verið unnið að sparn- aði í rekstri í ljósi stöðunnar. sisi@mbl.is Fækkun Þeim fækkar farþegunum sem innrita sig í flug í Flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli. Morgunblaðið/Jim Smart Farþegum Leifs- stöðvar fækkar UMFERÐ í Hvalfjarðargöngum var 2,7% minni í desember 2008 en í sama mánuði árið þar á undan. Samdrátturinn var umtalsvert meiri í október og nóvember en í jólamánuðinum miðað við sama tímabil 2007. Einkabílum á ferð undir Hvalfjörð fækkaði lítið sem ekkert í desember en samdráttur í umferð- inni stafar hins vegar af fækkun flutningabíla og annarra atvinnuökutækja. Það er reyndar mark- verð breyting og hennar varð greinilega vart líka í nóvember, segir á vef Spalar, sem rekur göngin. Alls fóru 130.650 ökutæki um göngin í desember 2007 en 127.200 í desember 2008, sem er sam- dráttur upp á tæplega 2,7% eins og fyrr segir. Til samanburðar má geta þess að umferðin í nóvem- ber 2008 dróst saman um 6% og um 10,5% í októ- ber. Einkenni kreppunnar voru því að þessu leyti minna áberandi á jólaföstunni en mánuðina þar á undan. Samdráttur umferðar um Hvalfjarðargöng hófst að marki um mitt ár í fyrra, í kjölfar stór- hækkunar á eldsneyti. Í árslok 2008 voru 14.750 áskriftarsamningar um ferðir í gildi við Spöl og alls 36.600 veglyklar í notkun hjá áskrifendum. Alls hafa um 15 milljónir bíla farið um Hval- fjarðargöng síðan þau voru tekin í notkun sumarið 1998. Að jafnaði fara um 5.500 bílar um göngin á sólarhring. Árið 2007 var metár í umferð um göng- in en árið 2008 kemur næst á eftir. sisi@mbl.is Lítill samdráttur í jólamánuðinum Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.