Morgunblaðið - 06.09.2009, Page 1

Morgunblaðið - 06.09.2009, Page 1
Opið til 13–18 STEINGRÍMUR J. Sigfússon fjármálaráðherra segir að hafni Bretar og Hollendingar nýsamþykktum lögum um Icesave vegna þeirra fyrirvara sem Alþingi setti inn í lögin um ríkis- ábyrgð sé komin upp ný og grafalvarleg staða og „málið í al- gjörri upplausn“. „Ég held að þá væri komin upp staða sem við myndum ekki ráða við án einhvers konar utanaðkomandi stuðnings,“ segir Steingrímur í samtali við Morgunblaðið í dag. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins kom ekkert það fram á fundi embættismanna landanna þriggja í Haag í Hollandi á miðvikudag sem skýrði hver afstaða Breta og Hollendinga væri til málsins eins og það hefði verið afgreitt frá Alþingi. Fundurinn hefði fyrst og fremst verið til þess að upplýsa og svara spurningum sem upp komu. Samkvæmt sömu heimildum hafa breskir og hollenskir embættismenn gert kröfu til þess að ekkert verði upplýst um málið að svo stöddu. Stjórnvöld í hvoru landi fyrir sig þurfi ein- hverja daga til þess að mynda sér skoðanir og samræma. Morgunblaðið hefur upplýsingar um að misjafnar áherslur séu í mismunandi ráðuneytum í hvoru landi um sig. Þannig mun vera meiri harka í garð Íslendinga í breska fjármálaráðuneytinu en forsætisráðuneytinu og hjá Hollendingum mun fjármálaráðu- neytið vera Íslendingum hliðhollara en forsætisráðuneytið. Fullvíst er talið að hafni Bretar og Hollendingar einhverjum tilteknum atriðum í fyrirvörunum verði reynt að leysa slík mál á fundum ráðherra landanna, hvort sem það verða fundir fjár- málaráðherra eða forsætisráðherra. agnes@mbl.is »12 UPPLAUSN HÉR VERÐI ICESAVE- LÖGUM HAFNAÐ Einn maður Steingrímur J. Sigfússon segir að ráðherrann Steingrímur og stjórnarandstöðuþingmaðurinn Steingrímur séu einn og sami maðurinn. „Sami sveitastrákurinn, sem bara lenti í pólitík.“ Morgunblaðið/Kristinn 6. S E P T E M B E R 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 241. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is STUTT Í HÚMORINN TENGSL: HILDUR EIR OG JÓNA HRÖNN MANSTU EFTIR búkslætt- inum? ÓDÝRT Leik- stjórar lækka seglin KATRÍN Í BÍÓ Með því að halda Jaycee Dugard í ein- angrun í 18 ár eftir að hann rændi henni og hafði gert hana háða sér um allt er talið að bandaríski barnsræn- inginn Phillip Garrido hafi haft hana algerlega á valdi sínu og ráðskast með hana eins og ambátt. Þetta er talin helsta skýringin á því að Jaycee Dugard, sem er nú orðin 29 ára, reyndi ekki að sleppa eða biðja um hjálp fyrr þótt oft hafi gefist tæki- færi til þess, að mati sálfræðinga sem hafa rannsakað barnsrán í Bandaríkj- unum. Stúlkan gerð að ambátt SUNNUDAGUR EPLI OG APPELSÍNUR?»4 BREYTTI BARNINU Í ÞRÆL»6 „LEIÐRÉTTINGAR - NAUÐGANIR“»8 Hópnauðgunin og morðið á lesbísku knattspyrnukonunni Eudy Simelane hefur vakið athygli langt út fyrir heima- land hennar, Suður-Afríku. Nauðganir eru óvíða algengari. Lesbíur eru í sérstakri hættu, þar sem sumir trúa að hægt sé að „lækna“ þær af kynhneigð sinni með of- beldi. Verður réttlæt- inu fullnægt? Barátta Eudy Simelane er minnst. Sala Orkuveitu Reykjavíkur á hlut félagsins í HS Orku greiðir fyrir fjár- mögnun félagsins á frekari uppbygg- ingu á Hengils- svæðinu, að sögn Hjörleifs B. Kvaran, forstjóra OR. Það léttir óvissu af rekstrinum. Tilraunaboranir á Hengilssvæðinu hafa gengið vel og nú er beðið eftir láni frá Evrópubankanum upp á 27 millj- arða, sem lofað var í september í fyrra. Greiðir fyrir fjármögnun Umdeild HS Orka.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.