Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Blaðsíða 58

Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Blaðsíða 58
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 19(1–2)/201058 faglegt SJálfStæði grUnnSKÓla m.a. verið að efla starfsemi grunnskóla með því að færa ábyrgð og framkvæmd sem næst vettvangi, þ.e. heim í hérað, með vísan í hugmyndir um valddreifingu, sjálfstæði skóla og ábyrgð sveitarfélaga á rekstri þeirra. Þótt þessar ástæður séu algengar eru dæmi um aðrar ástæður, svo sem trúnaðarbrest milli fræðsluskrifstofa og skóla. Í nýrri grein lýsir Candal (2009) því hvernig skólaskrifstofa í bæjarfélagi í Massachusetts í Bandaríkjunum hafði stefnt fjármálum skólanna í voða þannig að íbúar misstu allt traust á henni. Skrifstofan var því lögð niður og tekið upp samstarf milli borgarskrif- stofu og skólanna með milligöngu sérstaks fræðslustjóra. Jafnhliða framangreindri breytingu á stjórnskipulagi fengu skólastjórarnir yfirráð yfir 80% fjárveitinga til skól- anna. Í greininni kemur fram að við þetta aukna sjálfstæði hafi árangur nemenda batnað enda hafi skólastjórum tekist að nýta ráðstöfunarféð á markvissari hátt í þágu nemenda en áður var. Candal (2009) telur að með þessu aukna sjálfstæði hafi ábyrgð skólans gagnvart eigendum sínum vaxið. Óánægja með þjónustu fræðslu- eða skólaskrifstofa þarf þó ekki að fela í sér slit á samskiptum heldur breytingar, svo sem þegar skólar gera kröfur til fræðsluyfirvalda í héraði um tiltekna þjónustu. Dæmi eru um að breytingar að frumkvæði fámennra skóla í dreifbýlum héruðum í Bandaríkjunum hafi beinst að því að hafa áhrif á hlut- verk sveitarstjórna, svo sem við að breyta fjölmennum skólum í fámenna, sjálfstæða skóla og styðja þá í að skapa sér sérstöðu (Honig, 2009). Í tilvikum sem þessum eru það skólarnir sem þrýsta á sveitarstjórnir um að mæta þörfum skólanna á þeirra forsendum. Er það mikil breyting frá því að skólayfirvöld starfi einkum sem eftirlits- aðilar sem líta svo á að skólar séu einsleitar stofnanir með sömu sérkenni og þarfir. Í viðamikilli ástralskri rannsókn á heimastjórnun skóla sem fram fór meðal skóla- stjóra, skólanefndarfólks og starfsfólks fræðsluskrifstofa á árunum 1999–2002 kom fram að þátttaka og afskipti skólanefnda voru mjög misjöfn (Hugh Watson Consult- ing, 2004). Þrátt fyrir mismikla þátttöku var meirihluti skólanefnda mjög sáttur við aðkomu sína að skólastarfinu. Þar réð mestu reynsla og sérfræðiþekking skólanefndar- manna, fáir fundir og stuttur skipunartími (tvö ár). Í rannsóknarskýrslunni segir að skólanefndarmenn hafi jafnan sýnt lítið frumkvæði og að það sem þeir þó hafi sýnt hafi fremur byggst á erindum sem til þeirra bárust en eigin frumkvæði eða stefnumörkun. Niðurstaða höfunda er sú að gera þurfi skólanefndarfólki kleift að afla sér menntunar til að efla það í faglegu hlutverki sínu. Ætla má að á þessa þætti reyni einnig í hinum dreifðu byggðum Íslands þar sem fámenni kann að hamla því að nægilega hæft fólk og áhugasamt finnist til að skipa stöður skólanefnda. Þótt lagaumgjörð kveði á um sjálfstæði skóla er reyndin stundum önnur á vett- vangi. Dæmi eru um að fræðsluumdæmi og sveitarfélög seilist helst til langt inn á athafnasvið skóla og starfsmanna þeirra. Í rannsókn sem fram fór í rúmlega tuttugu grunnskólum í þremur fylkjum Bandaríkjanna (Portin, 2004) kom t.d. fram að sumir skólastjórar töldu sig hafa afar takmarkað svigrúm til að veita þá kennslufræðilegu forystu sem þeir óskuðu vegna afskipta fræðsluumdæma af námskrá skólanna. Sama máli gegndi um starfsmannastjórnun en í sumum tilvikum sáu fræðsluumdæmin um að ráða fólk og reka. Það er mat Portins að íhlutun fræðsluyfirvalda verði til þess að forysta um fagleg efni, svo sem námskrá, námsefni, kennsluhætti og ráðningar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.