SunnudagsMogginn - 13.12.2009, Blaðsíða 8

SunnudagsMogginn - 13.12.2009, Blaðsíða 8
8 13. desember 2009 „Þetta er efni sem að hefur ver- ið mikið til um- ræðu. Þetta er eitt af þeim efn- um sem eru talin geta haft nei- kvæð áhrif á heilsufar manna,“ segir Kristín Ólafsdóttir, dós- ent í lyfja- og eiturefnafræði við Háskóla Íslands. „Bisphenol A er efni sem notað hefur verið til að búa til ýmis plast- efni, aðallega polykarbonöt, en finnst í minna magni í ýmsum öðrum efnum. Það er eitt fjölmargra efna sem talin eru trufla hormónakerfi manna og dýra og hafa þau verið kölluð hormónaspillar eða „endocrine disruptors“. Bisphenol A truflar estrógenáhrif í fólki. Það tengist við- taka sem stjórnar umritun erfðaefnis, DNA. Þessi truflun getur haft víð- tæk áhrif en viðkvæmasta æviskeiðið er talið vera fósturstigið og fyrsta æviárið. Alvarlegustu áhrifin eru talin vera á miðtaugakerfið og geta leitt til ýmis vanþroska. Næmast er þó mótefnakerfið þannig að börn sem fá í sig efnin verða viðkvæmari fyrir sýkingum.“ Hún segir efnið talið geta valdið öðrum kvillum. „Önnur áhrif eru talin vera á þroska æxlunarfæra, frjósemi og krabba- meinsmyndun. Það sem flækir málið er að um er að ræða samspil fjölda efna sem hafa áhrif á mismunandi hátt, stundum samverkandi en stundum ekki. Það hefur því reynst erfitt að sanna áhrifin í mönnum, en dýratilraunir þykja gefa sannfærandi vísbendingar, þó að þær hafi yf- irleitt ekki prófað blöndu efna, heldur einungis eitt efni í einu,“ segir Kristín. Annað dæmi úr náttúrunni er fiskategundin smallmouth bass, sem kalla má smámyntan vartara, en rannsóknir á stofninum í vatnasvæði Potomac-árinnar í Washington benda til að 80% karlkyns fiskanna hrygni. Fram sé komið mikið af hálfgildings tvíkynja fiskum þar sem karldýrin séu farin að tileinka sér hegðun kvendýranna. Hættulegir hormónaspillar N iðurstöðurnar voru sláandi. Karlar sem að unnu í verksmiðju þar sem þeir komust dag- lega í snertingu við efnið alræmda, BPA, voru fjórum sinnum líklegri til að eiga í riserfið- leikum en aðrir. Og ekki nóg með það: Líkur á vanda- málum með sáðlát voru sjöfalt meiri en hjá samanburðar- hópnum. Fjallað var um niðurstöðurnar í tímaritinu Human Reproduction en rannsóknin náði til 634 karla á fimm ára tímabili. Þótt munurinn sé skýr skal tekið fram að kín- versku verkamennirnir komust í snertingu við 50 sinnum meira magn af efninu en meðalmaður í Bandaríkjunum og því ekki dæmigerðir hvað það snertir. Það eykur á trúverðugleika rannsóknarinnar að hún var kostuð af bandarísku stofnuninni National Institute of Occupational Safety and Health (NIOSH) sem rannsakar aðbúnað launafólks á vinnustöðum í Bandaríkjunum. Setur hormónabúskapinn úr jafnvægi BPA er stytting fyrir lífræna efnasambandið Bisphenol A sem er mikið notað í plastiðnaðinum, þar með talið í drykkjarflöskum fyrir börn og vatnsflöskum. Efnið er talið hafa margvísleg neikvæð áhrif á starfsemi líkamans en hvað snertir ófrjósemina er fyrst og fremst horft til þess að það getur haft sömu áhrif og náttúrulegt estrógen í innkirtlakerfinu og þar með sett hormóna- búskapinn úr jafnvægi. Grunur hefur leikið á því í áratugi að efnið hafi skaðleg áhrif á heilsu manna og fullyrða höfundar rannsóknar- innar að hún sendi bandarískum yfirvöldum skýr skila- boð um að hann hafi reynst réttur, að því er fram kemur á vef bandaríska vísindaritsins Nature. Á Bandaríkjaþingi hefur verið lagt fram frumvarp um að notkun BPA verði bönnuð í drykkjarumbúðum en norðan megin landamæranna hafa kanadískir þingmenn þegar bannað notkun þess í drykkjarumbúðir fyrir börn, auk þess sem almennt bann við notkun þess hefur verið lagt fram á franska þinginu, að því er Nature greinir frá. Dálkahöfundurinn Nicholas D. Kristof, fastapenni hjá New York Times, fjallaði nýverið um áhyggjur af áhrifum efnisins á heilsufar manna en í pistli hans kom fram að hver Bandaríkjamaður innbyrðir um sex pund, um 2,73 kíló, af efninu á ári hverju. „Það er mikið af estrógeni,“ skrifar Kristof og bætir við að rannsóknir bendi til að 92% Bandaríkjamanna hafi efnið í þvagi. Hlutfallslega mikið magn í Campbell’s súpu Kristof vitnar einnig til athugunar tímaritsins Consumer Reports sem hafi fundið leifar af BPA í dósamat þekktra vörumerkja, þar með talið hlutfallslega mikið magn í Progresso-grænmetissúpu, núðlusúpu frá Campbell’s og grænum baunum frá Del Monte Blue Lake. „En ættum við að hafa áhyggjur?“ spyr Kristof og hefur eftir Steven Hentges hjá samtökum bandarískra efnafyr- irtækja, American Chemistry Council, ACC, að engin ástæða sé til óttast. Bandarískir neytendur innbyrði magn af BPA sem talið sé óhætt. Þá bendi ný rannsókn á rottum til að efnið hafi ekki neikvæð áhrif á æxlunarhæfni þeirra. Á móti bendir Kristof á að yfir 200 aðrar rannsóknir hafi sýnt fram á tengsl lítils magns af BPA og neikvæðra heilsuáhrifa, að því er hann hefur eftir sjóðnum Breast Cancer Fund, sem beiti sér fyrir því að efnið verði bannað í matvælum og drykkjarumbúðum. Ennfremur hafi rannsókn tímaritsins European Journ- al sýnt fram á að karlkyns mýs sem innbyrt höfðu efnið væru ólíklegri til að frjóvga kvenkyns mýs en aðrar mýs. Með líku lagi hafi rannsókn tímaritsins Journal of Oc- cupational Health sýnt fram á að karlkyns rottur sem komist hefðu í tæri við efnið framleiddu minna af sæði og hefðu léttari eistu en aðrar rottur. Að lokum er það niðurstaða rannsóknar sem birt var í tímariti bandaríska læknafélagsins, The Journal of the American Medical Association, í september 2008 að tengsl kunni að vera á milli fyrirbyggjanlegra dauðsfalla á meðal fullorðinna og snertingar við efnið. Skuldinni skellt á plastefni Á efni í umbúðum þátt í vaxandi ófrjósemi karla? Sú kenning að efni í plasti hafi skaðleg áhrif á heilsufar manna hefur verið stutt vísindalegum rökum. Vikuspegill Baldur Arnarson baldura@mbl.is Rannsóknir þykja benda til að efnið BPA geti haft nei- kvæð áhrif á vöxt æxlunarfæra dýra. Nicholas D. Kristof, dálkahöfundur hjá New York Times, hef- ur bent á að sífellt fleiri drengir í Banda- ríkjunum fæðist nú með fæðingargalla í kynfærum. Líkt og í dýrum beinist grun- urinn í sívaxandi mæli að hormóna- spillum. Enn eigi þó eftir að færa enda- lega sönnur á það. Áhrifin á vöxt © IL V A Ís la n d 20 0 9 ILVA Korputorgi, Blikastaðavegi 2-8 112 Reykjavík mánudaga - föstudaga 11-19 12. des. laugardagur 10-22 13. des. sunnudaga 12-22 einfaldlega betri kostur AÐEINS ÞESSA HELGI - 12. OG 13. DESEMBER 20% AF ÖLLUM SÓFUM OG SÓFASETTUM OG VIÐ MEINUM ÖLLUM SÓFUM OG SÓFASETTUM!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.