SunnudagsMogginn - 13.12.2009, Blaðsíða 22

SunnudagsMogginn - 13.12.2009, Blaðsíða 22
22 13. desember 2009 eins og Gandhi sagði.“ Karl Ágúst: „Miðað við viðtökurnar sem bókin fær þá kemur hún á hárréttum tíma. Fólk virðist tilbúið til að axla ábyrgð á eigin hamingju og huga að gildum sínum og samböndum.“ Bæld sköpunargáfa Eruð þið hamingjusöm? Karl Ágúst: „Við erum að vinna í því. Bókin lofar því að ef við vinnum ákveðin verkefni og gerum einfaldar breytingar á lífi okkar eigi hamingja okkar eftir að aukast jafnt og þétt þegar fram líða stundir. Og ég er sannfærður um að þetta virk- ar.“ Ásdís: „Ég verð að viðurkenna að ég er misham- ingjusöm. Mér finnst oft rosalega gaman að lifa en ég á það ennþá til að sveiflast mikið. Það er mér ekki endilega eiginlegt að gera það sem er best fyrir sjálfa mig og ég hef þurft að hafa heil- mikið fyrir því að ná sæmilegum þroska. Ég á það til að gera marga hluti í einu og hlaupa um eins og hauslaus hæna. Og það kemur enn fyrir að ég vinn mig í kaf og verð úrvinda og þá finnst mér ekkert sérlega gaman að vera til. En ég á góðri leið og hef verið að koma mér upp góðum venjum og að forgangsraða betur.“ Karl Ágúst: „Já, það er þetta vinnulag að vera að gera allt í einu og fresta alltaf öllu fram á síðustu stundu. Það stendur oft hamingju okkar fyrir þrifum. Og hvort ég kannast ekki við þetta rugl, það fylgdi mér í mörg ár. Þeir sem temja sér svona vinnubrögð ímynda sér að þeir vinni best undir pressu, en það er bara misskilningur. Þeir sem treysta á adrenalínið til að halda sér gang- andi sýna vissulega mikinn dugnað en sköp- Ásdís: „Við höldum gjarnan að hamingjan komi utan frá, að það sé einhver annar sem geti gert okkur hamingjusöm, eða einhver árangur, sigur eða áfangi. Rannsóknir sýna hins vegar að stöðu- hækkanir, happdrættisvinningur eða stórir sigr- ar í lífinu auka hamingju fólks í mjög skamman tíma, svo lendum við aftur á sama ham- ingjustuðlinum. Hvert og eitt okkar virðist hafa ákveðinn hamingjustuðul, bara misháan. En samkvæmt jákvæðu sálfræðinni er hægt að hækka þennan hamingjustuðul og auka velsæld og gleði í daglegu lífi.“ Karl Ágúst: „Já, það virðist vera að umhverfið skipti sáralitlu máli í sambandi við líðan okkar. Hitt vegur miklu þyngra hvernig við hugsum sjálf, hvaða afstöðu við tökum og hvernig við högum lífi okkar. Það er því engin ástæða til að kenna kreppunni og fjárhagnum um bölsýni og gremju.“ Hvernig getur við aukið hamingju okkar? Karl Ágúst: „Góðar venjur koma að miklu gagni og það er víst engin leið að stóla á sjálfsaga í því sambandi því hann gagnast okkur lítt eins og dæmin sanna. Við eigum heldur að koma okkur upp venjum sem hafa merkingu fyrir okkur og við treystum okkur til að setja á dagskrá. Það tekur víst ekki nema 21 dag að festa nýjar venjur í sessi.“ Ásdís: „Hugarfarið skiptir líka miklu máli og það er ótrúlega auðvelt að laga það til. Það er líka mikilvægt að gangast við sárum tilfinningum eins og sorg, ótta og öfund. Það er auðveldara að eiga við þær uppi á borðinu. Við ættum líka að vera dugleg að taka eftir jákvæðum upplifunum og staldra sem oftast við skemmtilega, jákvæða og góða reynslu. Þannig getum við styrkt hamingjusvæðin í heilanum. Er það ekki dásam- legt? Heilarannsóknir sýna að við getum gert heilann okkar jákvæðari með því að staldra við góðar minningar, hlæja og knúsa fólkið okkar og gera það sem við erum góð í og við gleymum okkur yfir.“ Er of mikil neikvæðni í þjóðfélaginu? Ásdís: „Við höfum verið of upptekin af því sem aflaga fer og það fer mikið púður í að greina vandamál, hanka sökudólga og gagnrýna allt og alla. Það er svo auðvelt að gagnrýna. Erum við ekki orðin leið á því að vera gröm og reið? Það gefur ekki góða raun. Ætli við séum ekki bara tilbúin til að rækta eigin garð – að vera sjálf sú breyting sem við viljum sjá verða á heiminum, K arl Ágúst Úlfsson hefur um árabil glatt landsmenn vikulega ásamt fé- lögum sínum í Spaugstofunni. Nú vill hann auka á bjartsýni þjóðarinnar og hefur þýtt bókina Meiri hamingja eftir Tal Ben- Shahar. Bókin er byggð á jákvæðri sálfræði en höfundurinn kennir hana á fjölmennasta nám- skeiði í sögu Harvard. Það var eiginkona Karls Ágústs, Ásdís Olsen, sem kennir lífsleikni í Kennaraháskóla Íslands, sem hvatti mann sinn til að þýða bókina. Ásdís: „Ég var að lesa mér til um jákvæða sálfræði þegar ég datt niður á sjóræningjaútgáfu af Har- vard-fyrirlestrum Tals Ben-Shahars. Ég heill- aðist á augabragði og festist fyrir framan skjáinn sólarhringum saman og skemmti mér konung- lega. Ég skil vel hvers vegna nemendur í Harvard velja þetta námskeið fram yfir önnur. Í sumar gafst mér síðan tækifæri til að taka Harvard- námskeiðið fræga og þá gaf ég mér tíma til heil- mikillar sjálfsskoðunar eins og bókin gerir ráð fyrir. Bókin endurspeglar námskeiðið algjörlega og mér fannst hún strax eiga erindi við Íslend- inga. Kalli hreifst sömuleiðis af bókinni og þýddi hana af sinni alkunnu snilld. Þarna er samantekt á öllu því helsta sem getur aukið hamingju okkar samkvæmt rannsóknum, sett fram á aðgengileg- an og hagnýtan hátt.“ Karl Ágúst: „Já, þetta er einstaklega hrífandi og skemmtileg bók sem ætlast til þess af lesand- anum að hann skoði tilgang sinn, gildi, viðhorf og lífsstíl. Ég þurfti margoft að horfast í augu við sjálfan mig meðan ég vann að þýðingunni. Ég áttaði mig á að ég hef stundum forgangsraðað vitlaust og vanrækt ýmsa hluti. Það hef ég vitað innst inni en bókin sýndi mér þetta í afar skýru ljósi. Ég sé núna að ég hefði átt að breyta ýmsu fyrir mörgum árum. Ég er til dæmis einn af þeim sem hættir til að fresta hamingjunni þangað til einhverjum tilteknum áfanga sé lokið. Svo kem- ur auðvitað aldrei að tíma hamingjunnar, vegna þess að þegar einum áfanga lýkur tekur annar við, og þá ímyndar maður sér að þegar honum sé náð hljóti hamingjan að taka við hrein og ómenguð. Jú jú, ég hef á löngum tímabilum fallið ágætlega undir það sem höfundurinn kallar táknmynd lífsgæðakapphlaupsins.“ Auðvelt að gagnrýna Í hverju misreiknar fólk sig helst þegar kemur að hamingjunni? Viðtal Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Tími fyrir hamingjuna Það er engin ástæða til að fresta hamingjunni. Hjónin Karl Ágúst Úlfsson og Ásdís Olsen hafa komist að því. Þau ræða um hamingjuna og hvernig á að auka hana og tala um skilnaðinn sem leiddi til endurnýjaðs og betra sambands. Ásdís „Ég held að við höfum bara haft gott af því af því að skilja. Hvað mig varðar þá þurfti ég að aðgreina mig og komast að því hvar ég byrjaði og hvar ég endaði.“ Karl Ágúst „Mér hefur fundist dýrmætt að fá sambandið okkar aftur upp í hendurnar og að fá tækifæri til að tengjast á nýjan hátt og jafn- vel upplifa nýja hluti sem við höfðum ekki áð- ur leyft okkur.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.