SunnudagsMogginn - 13.12.2009, Síða 27

SunnudagsMogginn - 13.12.2009, Síða 27
13. desember 2009 27 vitleysisgangi foreldranna? „Þau hafa alltaf verið til í þennan fíflaskap með okkur og elsta dóttirin, Bergþóra, hefur verið öflugust í þessu seinni árin. Hún gefur út sín eigin kort til sinna vina,“ segir Guðmunda stolt. Umræðan um útlit jóla- korts ársins byrjar hjá fjöl- skyldunni á haustmán- uðum. Þá eru lagðar fram margvíslegar tillögur og þemu og hafa fræg plaköt og plötuumslög verið notuð sem viðmið. „Um aldamótin ákváðum við að kveðja gömlu öldina með hellisbúunum, þar sem nýir tímar voru í uppsigl- ingu. Þá kom nýaldarárið og fannst okkur tilhlýðilegt að klæða okkur í álpappír með til- heyrandi tengslum við geim- inn. Nýaldarárið var síðasta ár- ið sem við klæddum okkur upp. Photoshop-vinnsla kom árið á eftir. Ekki var gæðunum fyrir að fara en þetta hefur far- ið skánandi með árunum. Það er mest um vert að allir hafa gaman af þessu,“ segir Guð- munda. Jólakortin er mjög stór liður í jólaundirbúningi Jakaselsfjöl- skyldunnar og ekki þykir henni síður gaman að fá jóla- kort. „Á miðnætti á aðfangadags- kvöld er heilög stund þegar jólakortin eru opnuð. Og mikið finnst okkur gaman að fá myndir frá fólki. Þótt það sé bara nýi bíllinn sem viðkom- andi hefur keypt á árinu, sér- staklega ef hann er hrifinn af honum. Okkur finnst skrýtið að sumum finnist þetta vera kvöð að senda jólakort. Við skemmtum okkur best sjálf við að útbúa kortið og senda út og við tökum okkur mátulega há- tíðlega í þessum efnum,“ segir Guðmunda. Jólakortin senda þau eins seint og þau geta og hvílir mikil leynd yfir korti hvers árs. „Það er til þess að þeir sem opna jólakortin um leið og þau berast upplýsi ekki hvernig kortið lítur út það árið. Okkur finnst það hálfgerð helgispjöll að opna jólakortin um leið þau berast,“ segir Guðmunda. Jakaselsfjölskyldunni berast reglulega óskir frá fólki um að komast á jólakortalistann og nú senda þau á milli 120 og 150 kort. „Við höfum heyrt að þeg- ar fólk kemur í heimsókn til þeirra sem við þekkjum á jól- unum þá spyr það oft um kortið frá klikkuðu fjölskyld- unni.“ Áður fyrr klæddu þau sig upp í hina ýmsu búninga fyrir hina fullkomnu jólakorta- mynd en í dag treysta þau á tæknina. Signý Gunnarsdóttir signyg@mbl.is Þ au kalla sig Jakasels- fjölskylduna og þeir sem til hennar þekkja bíða með eftirvænt- ingu eftir jólakorti þeirra ár hvert. Það hefur skapast hefð hjá þeim í kringum jólakortin sem einkennist af örlitlum fíflagangi. „Þetta byrjaði árið 1996 þegar við hættum að senda myndir bara af börn- unum og ákváðum að skreyta okkur öll með jólaskrauti. Þá var þetta meira mál því við notuðum myndavél og filmu sem við þurftum svo að láta framkalla þannig að þetta var margra daga ferli. Þegar stafrænu myndavélarnar komu varð lífið auðveldara. Hægt að sjá um leið hvort myndin heppnaðist eða ekki,“ segir Guðmunda Óskarsdóttir frum- kvöðullinn að þessu skemmti- lega fjölskylduverkefni. Föndur hefur verið áhugamál Guð- mundu í áratugi og ákvað hún fljótt að gera áhugamálið að at- vinnu sinni þegar hún stofnaði fyrirtækið Merkt. Þar gefst fólki tækifæri að láta sérmerkja vörur fyrir fjölskyldu og vini og gefa þannig persónulegar gjafir. Það kom því engum á óvart að Guðmunda var fljót að tileinka sér Photshop við kortagerðina en í fyrstu studd- ist hún við Word sem uppsetn- ingarforrit. „Þegar Photoshop kom til sögunnar var farið að skeyta myndum saman og minna var um uppstillingar og uppáklæðnað. Á síðustu árum settum við líka myndir með texta sem segir frá því sem á daga okkar hefur drifið á árinu,“ segir Guðmunda. En hvernig ætli hafi gengið að fá krakkana til að taka þátt í Eins og sjá má var plakat kvikmyndar- innar Englar alheims- ins fyrirmynd að einu jólakortinu og er það eitt eftirlætiskort fjölskyldunnar. Guð- munda er fyrir miðju á þeirri mynd. Kátína í kortagerð www.lapulsa.is

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.