SunnudagsMogginn - 13.12.2009, Síða 47

SunnudagsMogginn - 13.12.2009, Síða 47
13. desember 2009 47 LÁRÉTT 1. Hálfgert greinarmerki. (9) 5. Heilagur rokkar og býr til smjör. (8) 8. Tæki lem úr sjáanlegum. (7) 11. Mistökin í húsinu. (6) 12. Það er huggun fyrir íþróttafélag. (6) 13. Uppkast að altarissakramenti. (5) 14. Ágóði okkar færir okkur plöntur. (8) 16. Ekki alveg lokaður heldur á þeim sem er næst- um vitaður. (11) 19. Haddur gyðju er burkni. (10) 21. Kastaðist til fjármagns vegna stefnu sem er ekki áreiðanleg. (11) 24. Fótabúnaður málara? (8) 28. Vatnsfall bætir fyrir okkur. (9) 30. Bundið af draugagangi? (5) 31. Tilhneiging í nálægt níu ár (6) 32. Tungumál vatnavaxta lýsir hluta strandar. (9) 33. Flækist eftir endilöngum slagnum. (7) 34. Nirfilshátturinn birtist þegar Anní skand- alíserar. (6) 35. Næ meiðslum hjá viðkvæmari. (6) LÓÐRÉTT 2. Mammon hálfæpir yfir Asíubúum. (8) 3. Trúarlegar stofnanir þar sem er aldrei kalt kalla fram loforð. (12) 4. Umsögnin frá karli um heiðurinn. (9) 5. Tveir á hlið í hirslum. (6) 6. Staður þar sem rúmmynd eignast afkvæmi í íþrótt. (8) 7. Sérfræðingur í sjúkdómum sálna? (10) 9. Stök hreyfir við sjálfstæðum. (8) 10. Kona hjó sef í Namibíu. (8) 15. Fæði öskur með hljóðfæri. (5) 17. Mathákur borðaði ský. (6) 18. Framkvæmdamenn mata hnefann í rugli. (11) 20. Hluti af bæjarfélagi verður á braut. (6) 22. Mér heyrist ílátið undir skítinn vera í anddyr- inu. (10) 23. Hjá Gerði stórjókst. (8) 25. Ljós skiptinemasamtaka nær að stoppa. (7) 26. Leynir íþróttafélagi í djúpum snjó. (7) 27. Sjá belju hlaupa á eftir þurrkuðum ávexti. (7) 28. Líf og Lína næla sér í band. (7) 29. Fjöllistamaður að tafsa. (5) Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátt- tökuseðilinn með nafni og heim- ilisfangi ásamt úrlausninni í um- slagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila úrlausn krossgátu 13. des- ember rennur út næsta föstudag. Nafn vinnings- hafans birtist sunnudaginn 20. desember. Hepp- inn þátttakandi hlýtur bók í vinning. Vinningshafi krossgátunnar 6. desember sl. er Guðmundur Kr. Eydal. Hann hlýtur í verðlaun bókina Von- arstræti eftir Ármann Jakobsson. JPV gefur út. Krossgátuverðlaun Fyrirbyggjandi taflmennska átti ekki upp á pallorðið hjá skák- unnendum fyrr á árum. Eins og að horfa á grasið gróa, sagði einn. Algerlega áunnið bragð, sagði annar. Helsti spámaður þeirrar deildar var Anatolí Kar- pov. Leysti af hólmi Tigran Pet- rosjan sem var heimsmeistari óslitið í sex ár á sjöunda ára- tugnum. Petrosjan virtist skynja hættur betur en aðrir. Kannski var óttaskynið of þró- að; Tigran virtist stundum alveg lafhræddur löngu áður en taflið hófst og jafnteflistilboðunum rigndi yfir mótstöðumanninn. Ekki alltaf með berum orðum heldur einnig með ýmsu lát- bragði; þegar Bobby Fischer háði einvígi sitt við Petrosjan í Buenos Aires haustið 1971 bað hann um vistaskipti því að hann kvaðst alltaf vera að rek- ast á Petrosjan í hótellyftunni með yfirþyrmandi vesæld- arsvip. Karpov bætti þann ermska upp að flestu leyti þótt þeir væru líkir um margt. Skákstíll hann einkenndist af alls kyns smáspili, „raðtækni“, endur- tekningum og beinum en þó oftar óbeinum hótunum . Margir reyndu að líkja eftir Karpov en það var erfitt því stíll hans var persónulegri og út- smognari en menn hugðu, það var eins og einhver óljós ógn héngi yfir höfði mótstöðu- manna hans; hann gat fyrir- varalaust breytt um tempó í leik sínum og var að mati enda- taflssérfræðingsins Averbakh „endurskoðunarsinni“ – fyrir honum staðan á borðinu alltaf „ný“. Karpov má í dag muna sinn fífil fegurri en áhrif hans eru engu að síður gífurleg og auðsæ. Meistari dagsins, Magnús Carl- sen, virðist t.d. hafa lært heil- mikið af honum. Hann hefur nú unnið tvær fyrstu skákir sínar á London chess classic, sterkasta móti sem haldið hefur verið í London í 25 ár. Töfluröðin er þessi: 1. Carlsen 2. McShane 3. Howell 4. Na- kamura 5. Ni Hua 6. Short 7. Adams 8. Kramnik. Ef viðureign Magnúsar Carl- sen við Vladimir Kramnik úr 1. umferð er skoðuð má greina ýmsa þætti sem áður var getið um t.d. raðtækni og óbeinar hótanir. Hann lét aldrei beinlín- is til skarar skriða og þegar Kramnik lagði niður vopnin gátu hinir ávallt sögufróðu Eng- lendingar altént vitnað í nokkr- ar orrustur sem lauk án þess að skoti hefði verið hleypt af. Kasparov mun hafa mælt með að Carlsen beitti enska leikn- um, 1. c4 sem er athyglisvert því sjálfur brá hann aldrei á það ráð í einvígi sínu við Kramnik í London árið 2000. Fyrir- byggjandi leikir í þessari skák teljast t.d. 37. Hb4 og 39 Bf4 og 43. Re2. Raðtæknileikir eru nokkrir þ. á m. 40.Kf2. London 2009; 1. umferð: Magnús Carlsen – Vladimir Kramnik Enskur leikur 1. c4 Rf6 2. Rc3 e5 3. Rf3 Rc6 4. g3 d5 5. cxd5 Rxd5 6. Bg2 Rb6 7. 0-0 Be7 8. a3 0-0 9. b4 Be6 10. Hb1 f6 11. d3 a5 12. b5 Rd4 13. Rd2 Dc8. 14. e3 Rf5 15. Dc2 Hd8 16. Bb2 a4 17. Hfc1 Rd6 18. Rde4 Re8 19. De2Bf8 20. f4 exf4 21. gxf4 Dd7 22. d4 c6 23. Rc5 Bxc5 24. dxc5 Rc4 25. Hd1 Dc7 26. Bc1Ra5 27. bxc6 bxc6 28. Rxa4 Hxd1+ 29. Dxd1 Hd8 30. Dc2 Df7 31. Rc3 Dh5 32. Re2 Bf5 33. e4 Bg4 34. Rg3 Df7 35. Bf1 Be6 36. Dc3 Ha8 37. Hb4 Dd7 38. f5 Bf7 39. Bf4 Dd1 40. Kf2 Rb3 41. Be2 Db1 42. Bc4 Hxa3 43. Re2 – og Kramnik gafst upp. Frá heimsbikarmóti FIDE í Khanty Maniysk í Síberíu berast þau tíðindi að úrslitaeinvígi muni heyja Ísraelsmaðurinn Boris Gelfand og Ruslan Po- nomariov frá Úkraínu. Yfir 130 skákmenn hófu keppni. Helgi Ólafsson helol@simnet.is Magnús Carlsen er óstöðvandi Skák Nafn Heimilisfang Póstfang

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.