SunnudagsMogginn - 13.12.2009, Blaðsíða 33

SunnudagsMogginn - 13.12.2009, Blaðsíða 33
13. desember 2009 33 Gæska Höf.: Eiríkur Örn Norðdahl „Trúlegt er að með Gæsku greini höfundur ástandið best af þeim sem hafa skrifað bækur um það sem er að gerast hjá okkar ringl- uðu þjóð; að minnsta kosti er hann fyndinn og beittur í gegn. Vert er að geta útlits bókarinnar en kápan er hugvitsamlega hönnuð af Jóni Ásgeiri.“ Hrund Ólafsdóttir 272 bls. Mál og menning Himinninn yfir Þingvöllum Höf.: Steinar Bragi „Sögur Steinars Braga eru að sönnu vel smíðaðar. Það þyngir þær hins vegar og dregur þær niður hversu bölmóðurinn í orðræðunni og efninu er mikill þegar hið inn- hverfa verður úthverft. Aðeins meiri kímni og kaldhæðni hefði ekki skaðað þessa bók. Það vantar gleðina í þann sem drekkur úr rósinni.“ Skafti Þ. Halldórsson 299 bls. Mál og menning Prinsessan á Bessastöðum Höf.: Gerður Kristný. „Eins og í fyrri barna- bókum sínum fléttar Gerður Kristný saman skemmtilegri sögu og þjóðlegum fróðleik án þess þó að setja sig í kennarastellingar. Eftir lesturinn á Prinsessunni á Bessastöðum verða krakkarnir eflaust orðnir margs vísari um land- námshænur, fálkaorður og hvernig á að tjalda í útilegu.“ Una Sighvatsdóttir 88 bls. Forlagið Svörtuloft Höf.: Arnaldur Indriðason „Arnaldur stendur fremstur íslenskra spennusagnahöfunda og verður að segja eins og er að enginn kemst með tærnar þar sem hann hefur hælana. [...] [Þ]ó Erlendur sé enn fyrir austan í Svörtu- loftum, þá sýnir bókin að Arnaldur er enn að bæta sig sem höfundur.“ Árni Matthíasson 326 bls. Vaka-Helgafell Alltaf sama sagan Höf.: Þórarinn Eldjárn „Um snilldar- tök Þórarins á smá- sagnaforminu þarf ekki að fjölyrða. Samfélags- gagnrýni hans hefur hins vegar aldrei verið eins beitt og í þessum sögum enda er hlutverk skáldskaparins nú sem aldrei fyrr að skilgreina veruleikann, fletta ofan af svikunum og segja satt.“ Steinunn Inga Óttarsdóttir 159 bls. Vaka-Helgafell Sólstjakar Höf.: Viktor Arnar „Góður glæpur skiptir miklu í spennusögu og að því leyti er morðið sem framið er í upphafi þessarar bókar mjög vel heppnað, þ.e. framkvæmd þess og umhverfi. Bókin fer því vel af stað en svo sígur á ógæfuhliðina því klisjukenndar persónur, ótrúverðug framvinda og tilviljanakenndar uppákomur draga smám saman þrótt úr lesandanum.“ Árni Matthíasson Mál og menning Fölsk nóta Höf.: Ragnar Jónasson „[Spennusaga] sem er eiginlega án spennu. Persónur í bókinni eru líka án persónuleika, samtöl í skýrslu- formi og atburðarásin ótrúverðug.“ Árni Matthíasson Veröld Svo skal dansa Höf.: Bjarni Harðarson „Sagan er römmuð inn með eftirmála þar sem Bjarni kemur aftur til sögunnar og minnist á „ginnungagap sögunnar“ (280), fjarlægðina milli þess tíma er sagan gerist og nútímans; eitthvað sem virkar aftur úr grárri forneskju en er samt ekki svo fjarri þegar til kastanna kemur og ætti sannlega að eiga erindi við lífsgæðabrennda Íslendinga. Þetta er bók sem hreinlega lyktar af sögu...“ Ólafur Guðsteinn Kristjánsson 283 bls. Veröld Blómin frá Maó Höf.: Hlín Agnarsdóttir „Þegar sá er gállinn á Hlín minnir kaldhæðnis- legur stíllinn helst á íroníu Steinunnar Sig. og Auðar Haralds. Lýsingarnar á kommúnulífinu, félagsstarfinu og hug- sjónunum eru t.d. grát- broslegar og íronískar fyrir allan peninginn.“ Steinunn Inga Óttarsdóttir 203 bls. Ormstunga Hið fullkomna landslag Höf.: Ragna Sigurðardóttir „Í heildina er hér á ferð- inni áferðarfallegt verk þó að ég sakni kannski örlítið meiri tilþrifa.“ Skafti Þ. Halldórsson 224 bls. Mál og menning Komin til að vera, nóttin Höf.: Ingunn Snædal „Tónninn í ljóðunum er hressandi og bein- skeyttur, þau eru slípuð og vel unnin, og sérlega tilgerðarlaus.“ Einar Falur Ingólfsson56 bls. Bjartur Vegur minn til þín Höf.: Matthías Johannessen „Vegur minn til þín er merkilegt og hrífandi verk, án efa einn af hátindunum á ferli skáldsins.“ Einar Falur Ingólfsson 273 bls. Háskólaútgáfan Handbók um hugarfar kúa Höf.: Bergsveinn Birgisson „[Þ]að er of lítið skipulag í æðinu hjá Bergsveini og smám saman drukknar sagan í aukaatriðum og útúrdúrum. Það er ekki fyrr en undir lokin [...] að bókin tekst á flug.“ Árni Matthíasson 288 bls. Bjartur Ljóðabækur Rúnagaldur Höf.: Elías Snæland Jónsson, „Lesandi verður vis- sulega margs vísari um fornan menningararf og bábiljur nasismans, en það hlýtur að vera hægt að koma því til skila á skemmtilegri hátt.“ Árni Matthíasson 313 bls. Skrudda hlær, „og hjáróma draugar!“ – Hvernig lestur skyldi „Sögur handa morð- ingjum“ vera; bók sem kemur fyrir í bókinni? „Ætli þetta sé ekki síðasti markhópurinn sem er ónýttur í þjóðfélaginu. Ég vona að hann verði aldrei uppgötvaður; hann má ekki vera stór.“ – Sækirðu í persónulega reynslu með „svarta hlutnum“? „Nei, ég held ekki,“ segir hann. „Að minnsta kosti er sú tenging ekki meðvituð, en svo dettur manni ýmislegt í hug í skrifunum sjálfum. Þarna eru vísanir í persónulegt tímabil, þar sem ég var á spítala. Olíuborpallur er kannski ekkert svo ólíkur spítalanum, algjörlega manngert umhverfi, hver fermetri er nákvæmlega skilgreindur, í raun eins mannfjandsamlegur staður og hægt er að hugsa sér. En formerkin eru andstæð, spítali höndlar í lífi en olíuborpallur í dauða, líklega er það mest stríðs- og útrýmingarhvetjandi efni mannkyns- sögunnar, meira en gull og demantar. En ég myndi segja að fyrri sögurnar væru ná- tengdari mér, sérstaklega sú í miðið. Þegar ég lauk við hana datt mér í hug að það væri ævisaga mín fram að þrítugu. Það er ekki byggt á persónum og atburðum, ég hef ekki einu sinni komið til Alp- anna nema að sumri. En skipbrotið sem sagan fel- ur í sér og þjáningin, sorgin sem í henni býr; mér finnst ég hafa drukkið þann bikar alveg í botn.“ – Þjáningin og sorgin? „Já,“ segir hann og grettir sig. „Mér finnst erfitt að tala um uppruna verka og reyni oftar en ekki að breiða yfir hann, þó að ég hafi svolítið reynt að slaka á í þeim efnum. Ég hef verið feiminn við að tala um persónulegu reynsluna á bak við það, sem er krabbamein þegar ég var ungur. Og mér finnst vandræðalegt að tala um aðra atburði í lífinu sem eru enn persónulegri og fara með þá í fjölmiðla. Það er eins og það vilji drepa eitthvað í manni. Einhver sagði að listamenn hefðu flestir sögur að segja sem væru að fela þessa einu stóru, söguna sem þeir gætu ekki sagt og mættu ekki segja, þá væru þeir dauðir – þá væri það búið. Þannig að ég pakka í vörn … í bili.“ Hann þagnar, en stenst ekki mátið: „Já, svo er það Narcissus, sem starir í tjörnina á sína eigin spegilmynd, og svo lengi sem hann þekkir hana ekki, þá getur hann dáðst að henni – sjálfsskilningur er bara góður upp að vissu marki.“ Steinar Bragi segist fyrsta skipti á ævinni hafa komist að „einhverskonar jákvæðri lífsniðurstöðu“. „En skipbrotið sem sagan felur í sér og þjáningin, sorgin sem í henni býr; mér finnst ég hafa drukkið þann bikar alveg í botn.“ Morgunblaðið/Ómar Þú skrifaðir Flóttann 2004 og svo Dóttir mæðra minna á þessu ári – Er sagan fullsögð? „Saga sprettur af sögu, það er óhjákvæmilegt. Ég var á bólakafi í ritun Flóttans þegar á fjörur mínar rak sögu sem varð síðan kveikjan að Dóttur mæðra minna, saga sem var svo dramatísk og mergjuð að hún heillaði mig upp úr skónum. Ég ákvað samstundis að nýta efniviðinn í skáldskap. Það er hins vegar annar handleggur, að alveg eins- og aðalpersónu Dóttur mæðra minna brá fyrir í Flótt- anum í mýflugumynd, leynist í Dóttur mæðra minna aukapersóna sem gæti einhvern tímann fengið eigin skáldsögu til umráða.“ Saga af sögu Í „Hyldýpi“ fléttar þú saman dul- rænum þáttum og hreinræktaðri glæpasögu. Af hverju ekki að skrifa hreina glæpasögu? „Ég mun trúlega aldrei skrifa hreinræktaða glæpasögu, hef hreinlega ekki áhuga á því. Hrein- ræktuð glæpasaga hverfist yfirleitt um morðgátu. Þetta hefur verið gert oft og vel, ég hef engu við hið þetta klassíska form að bæta. En mér finnst bæði gaman og spennandi að stíga út fyrir formið, leika mér með það og gera eitt- hvað nýtt, eitthvað öðruvísi. Ég, sem höfundur, er allt- af skuggamegin í tilverunni, þar liggja mín skáldalönd, mín andlegu fiskimið, þar býr hið illa og þar finnst mér gaman að þvælast um, spinna upp sögur, spyrja spurninga og búa til drungaleg ævintýri.“ Stefán Máni Skuggamegin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.