SunnudagsMogginn - 13.12.2009, Blaðsíða 28

SunnudagsMogginn - 13.12.2009, Blaðsíða 28
28 13. desember 2009 A lkunna er að stór deilumál í þjóðfélag- inu falla iðulega í farveg sem ætti að vera utan við umræðuna. Þá er ekki átt við þá séríslensku aðferð að persónu- gera allt sem menn fjalla um. Það er kallað að vera alltaf í manninum en áhugalaus um boltann og fengið úr íþróttunum. Einn helsti opinberi um- ræðustjórnandi landsins er merkisberi þeirrar að- ferðar. Miklu fremur er átt við að atriðum sem í raun er samkomulag um er lyft á stall og kynnt sem helsta ágreiningsefnið. Sátt um mesta ágreiningsefnið Tökum til dæmis fyrirferðarmesta umræðuefni dagsins. Þá er rætt um hvort veita eigi ríkisábyrgð vegna innistæðureikninga sem íslenskur banki opnaði í Bretlandi og Hollandi og bauð mönnum að fá hærri vexti en gekk og gerðist á þeim slóðum. Meginreglan er auðvitað sú að vextir sem eru mun hærri en jafnaðarvextir á tilteknu svæði eru áhættusamari en lægri vextirnir eða að þeir sæta langtímabindingum og miklum takmörkunum um hve hratt og í hve stórum skömmtum menn geti nálgast innistæður sínar. Hinir íslensku reikningar voru að meginstofni til óbundnir og því máttu menn ætla að vextir úr takti við annað þýddi meiri áhættu. Til eru hjá íslenskum stjórn- völdum beinar yfirlýsingar bankastjóra Englands- banka, Seðlabanka Stóra-Bretlands, um þann skilning á íslensku innistæðureikningunum. Því ætti meginumræðuefnið hér á landi að vera þetta, áður en ríkisábyrgð er veitt: Hefur þjóðin sem slík og þá ríkið í hennar nafni eitthvað með málið að gera? Enn sem komið er hefur harla fátt bent til að svo sé, enda hafa hvorki Bretar né Hollendingar þorað að leita með það álitaefni fyrir dómstóla. Allir vilja greiða það sem ber En á Íslandi berja sumir menn sér á brjóst út frá allt öðrum forsendum. Þeir segjast vilja standa í skilum. Þeir vilji að Íslendingar standi við sínar skuldbindingar. Og hinir, þeir sem ekki hafa séð nein rök fyrir skuldbindingu Íslands, enga dóms- úrlausn fengið um slíkt eða nokkuð í þá veru, þeir eru sagðir menn sem ekki vilji að Ísland standi við sínar skuldbindingar. Og því er svo bætt við að orðspor landsins hljóti að bíða hnekki ef í ljós komi að í landinu búi vanskilaþjóð. Þessi fram- setning verður svo enn undarlegri þegar aftur og aftur er haft eftir forsætisráðherranum að Íslend- ingar viðurkenni ekki greiðsluskuldbindingu sína og það sé tekið fram í samningum við hinar rukk- andi þjóðir. Rökstuðningur forsætisráðherrans fyrir því að almenningur á Íslandi skuli án við- urkenningar á skyldu samt ábyrgjast himinháar hugsanlegar greiðslur eru svo kapítuli út af fyrir sig og utan umfjöllunar þessa bréfs. Ef hægt er að skipta þessu flókna deilumáli einvörðungu til hag- ræðis í tvo hluta er víst að deilan er alls ekki á milli þeirra sem vilja standa í skilum og hinna sem alls ekki vilja það. Miklu fremur stendur deilan annars vegar um hvort menn vilji veita stórkostlega íþyngjandi ríkisábyrgð á skuldbindingum ann- arra, án þess að fyrir liggi að um þjóðarskuld sé að ræða, og hins vegar hvort það sé ekki einmitt óhjákvæmilegt að veita slíka ábyrgð án þess að sannfærandi rök um skuldbindingu, hvað þá úr- skurður, liggi fyrir. Margvíslegir aðrir þættir koma þá auðvitað til skoðunar, svo sem um heim- ildir stjórnarskrár og um þær lítt skilgreindu ógnir sem standi á þjóðinni ef hún láti ekki undan kröf- um og hótunum. Hin loftkennda umræða Hitt dæmið sem verður nefnt hér snýr að lofts- lagsmálum. Þar er umræðan einnig í skötulíki og reynt að láta hana snúast um meginstef sem ekki er í raun deilt um. Fyrir fáeinum vikum sagði breski forsætisráðherrann, Gordon Brown, að þeir menn, vísindamenn sem leikmenn, sem stæðu ut- an við samkórinn sem syngur um loftslagsbreyt- ingar af manna völdum minntu mest á mennina sem trúðu því og héldu á lofti sem sannindum að jörðin væri flöt. Brown þessi hinn breski er fremur seinheppinn í framgöngu eins og dæmin sanna. Og seinheppnin elti hann einnig í þetta sinn. Það var nefnilega rétttrúnaðurinn sem sagði að jörðin væri flöt, ríkisvald þess tíma, kirkjuleiðtogar og þeir vísindamenn sem voru í náðinni hjá þeim sem héldu um valdatauma og lyklana að fjárhirsl- unum. Hinir, sem efuðust, máttu þola háð og spott, gapastokka og jafnvel voru gerðir að elds- mat í verstu tilfellum. En nú er það svo að ekki er mjög um það deilt að loftslag hefur hlýnað nokkuð síðustu áratugi. Og ekki er heldur um það deilt að ekki sé útilokað að mannanna verk og þá oftast óþurftarverk geti haft þar óheillavænleg áhrif. Hins vegar er ekki sátt um hvort þessar hitabreyt- ingar séu varanlegar, deilt er um hversu þýðing- armikill hinn manngerði þáttur sé og ennfremur eru uppi margvísleg sjónarmið um gagnsemi þeirra aðgerða sem ráðandi öfl vísinda og stjórn- mála virðast helst hafa komið sér saman um. Það er því ekki mikill fræðilegur bragur á því hjá for- sætisráðherra Breta að stimpla alla þá sem utan kórsins syngja með þeim hætti sem hann gerir. Allir viðurkenna að löngu áður en mannskepnan varð fær um að spúa koltvísýringi út í andrúms- loftið breyttist hitasig upp og niður, stundum á þúsundum eða milljónum ára og stundum miklu hraðar eins og saga jarðarinnar og náttúru hennar sannar. Sjálfir eigum við Íslendingar óljúgfróðar heimildir um að hitastig var mun hærra hér á landi og hagfelldara mannlífi eins og það var þá en nú er. Vatnajökull var tvískipt smáíshella þá miðað við það sem síðar varð. Mannanna verk höfðu ekkert með það að gera. Hitt er jafnrétt að það þýðir ekki endilega að mannanna ærandi eyðsla og rányrkja gegn jörðinni sé þar með sýknuð sem saklaus engill. En þessi litli sannleikur og svo margur annar úr sögu jarðar löngu áður en nokkur maður lét þar til sín taka bendir þó til að ekki sé allt sem sýnist. Hagsmunir Íslendinga Og svo er sá þáttur sem snýr að okkur Íslend- ingum. Ráðandi öfl í heiminum hafa ákveðið að ganga út frá tvennu sem vísu. Útblásturinn, sem áður var nefndur, sé örugglega meginorsök hlýn- unar jarðar og áhættan sem bent hefur verið á að fylgi henni sé raunveruleg og afleiðingar þess geti orðið skelfilegar. Þeir sem eru ekki fyllilega sann- færðir um þessa niðurstöðu hoppa þó einnig um borð í þennan bát með þeim rökum að þessi þáttur sé hinn eini sem menn geti haft áhrif á. Komi síðar í ljós að hlýnunin sé eingöngu náttúrufyrirbæri, þar sem sólin ráði mestu, þá sé svo sannarlega enginn skaði skeður þótt reynt hafi verið að hefta Hin íslenska umræðuhefð Reykjavíkurbréf 11.12.09 Millilandaflug telst meng- unarvaldur samkvæmt Kyoto, en ekki innanlandsflug. Með öðrum orðum, tveggja tíma flug frá Íslandi til Grænlands meng- ar, en ekki fjögurra tíma flug frá London til Rómar, því það er innan Evrópusambandsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.