Nýr Stormur - 14.11.1969, Blaðsíða 2

Nýr Stormur - 14.11.1969, Blaðsíða 2
t FÖSTUDAGUR 14. nóv. 1969. tt&OftMUR Sparifé landsmanna notað til að eyðileggja sjálft sig Mörgum mun finnast þessi fullyrðing fáránleg og mótsagnakennd og skal því reynt að finna henni stað. Eins og menn vita byggj- ast flestallar framkvæmdir í landinu á sparifé því, er borgararnir leggja inn í bankana, ef frá eru skyldar opinberar framkvæmdir og framkvæmdir fyrir erlent fé. Til að skýra málið er nauðsynlegt að bregða sér f smá ferðalag — þa ðmá gjarnan vera í huganum. Menn geta rölt um sum íbúðarhverfin hér í Reykja vík og séð lúxusvillurnar og stórhýsin, sem notuð eru til íbúðar fyrir örfáar mann- eskjur — stundum ekki nema tvær þrjár. Menn gætu virt fyrir sér íburðinn úti og inni og gert sér í hugarlund hvað hann muni hafa kostað. Menn geta velt því fyrir sér hvað slíkt hús myndi hafa kostað f byggingu, byggt eftir uppmælingar- taxta, þegar hann var mest í tízku. Menn geta einnig íhugað að vera kunni að húsið hafi gengið kaupum og sölum nokkrum sinnum og hækkað um tugi eða hundruð þúsunda í hvert sinn. Og menn gætu síðan lit- ið á veðbókarvottorð á einu slíku húsi og séð að á því hvíla stórar fjárhæðir í bönkum. Fjárhæðir, sem kannske voru teknar að láni til að byggja annað hús til að selja með hagn- aði. í slíku húsi og öðru sem því fylgdi, gætu gjarnan staðið hundruð þúsunda eða milljónir í veðskuldum, sem bankar ættu að meira eða minna leyti. Og veðskuldirnar væru ekki að heldur eign bank- anna, heldur eign hins al- menna sparif járeiganda. Og húsið heldur áfram að hækka í verði, en sparifé borgarans sem í því liggur hækkar ekki heldur stend- ur í stað að krónutölu. Hundrað þúsund krónurn ar sem sparif járeigandinn á í húsinu eru seldar nýjum eiganda fyrir hundrað og tuttugu eða þrjátíu þúsund og svona hefir þetta gengið nokkrum sinnum. Hundrað þúsundirnar eru kannske orðnar tvö eða þrjú hundruð þúsund í braskinu, en spariféð er alltaf það sama að krónu- tölu. Þegar spariféð var lagt Milljónafjárveiting Síldarútvegsnefndar í skrifstofuhúsnæði i Reykjavík Menn hafa veitt því at- hygli að mikið er um að vera í húsinu nr. 37 við Garðastræti í Reykjavík. Þarna er hin fornfræga síldarútvegsnefnd að verki undir forystu Sveins Bene- diktssonar formanns stjórn ar síldarverksmiðja ríkis- ins. Það vakti athygli almenn ings og deilur á Alþingi í fyrravetur, að stjórn síldar verksmiðjanna og síldarút- vegsnefnd krafðist þess að flytja skrifstofur sínar frá Siglufirði til Reykjavíkur. Nú er það að vísu frá- leitt að ekki þurfi að hafa skrifstofur fyrir starfsem- ina á Siglufirði og á Aust- f jörðum, þó að ekki sé hún upp á marga fiska, þótt þessar skrifstofur verði settar upp hér. Hitt mun vera sönnu nær, að lítið sparast í skrifstofuhaldi á þessum stöðum þótt nýjar skrifstofur verði settar upp. Vel má á það fallast, að menn þeir, er í þessar nefndir eru skipaðir og bú- setu eiga í Reykjavík, eigi óhægt um vik að sinna störfum á þessum stöðum. Menn eiga þó erfitt með að skilja að hér þurfi að kaupa stórhýsi og verja milljónum í breytingar og viðbyggingar undir þá fáu menn, sem hér eru að störf um fyrir þessa stofnun. Er hér enn eitt dæmið um f jársóun opinberra em- bættismanna á f jármunum ríkisins. Síldarútvegurinn er í rúst og mun á öllu öðru fremur þurfa að halda en nýjum skrifstofum. Tæp- lega mun þetta fara fram hjá sparnaðarráðherran- um, Magnúsi Jónssyni, en hann mun, sem fyrr, hafa sína gömlu og góðu afsök- un, að hann fái engu um ráðið. Og sannleikurinn er sá, að embættismannakerfi rík isins er orðið ríki í ríkinu og engin ríkisstjórn fær við það ráðið, nema með rót- tækum aðgerðum. Það er löngu útséð um það, að þessi ríkisstjórn ætlar engu að breyta, heldur hleður stöðugt við kerfið og kostn aðinn. Síldarævintýrið er búið og verður væntanlega ekki á næstu grösum, enda hef- ur það orðið til lítils góðs. Það gerði þjóðina, háa sem lága, embættismenn og stjórnarherra, skipstjóra og sjómenn, verkafólk og aðra, sem að þessu unnu, að ídíótum og nú verður þjóðin að súpa seyðið af allri þeirri vitfyrringu. En það er greinilegt að sjúkdómurinn er ekki út- dauður. Sveinn Ben. er óspar á fé, þegar hann þarf ekki að láta það af hendi sjálfur; það fæst stað'fest f Garðastræti nú. Lóðakaup síldarverksmiðj anna úti á landi segja líka sína sögu. Þessir menn hafa engu gleymt og ekkert lært. Þeir eru sömu fíflin og áður fyrr, en þeir vita að ríkið borgar — eins og áður. Þeir eru að þjóna sjálfum sér á kostnað al- mennings — og er við ein- hverju öðru að búast? zsssssssssssgssssssssssssssssssssssssssssssgssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssss inn og það síðan endurlán- að af banka, var hægt að kaupa fyrir það nýjan bíl eða nýlegan. Nú er það ekki lengur nægjanlegt fyrir hálfum bíl, en það hefir hækkað stöðugt í verði fyr ir þann, sem hafði það að láni, En bankinn er ánægður því að hann hefir „gull- tryggt“ veð í húsinu fína, sem alltaf er að hækka í verði, þótt lánið hækki ekki að sama skapi. Og nú ætlar eigandi spari fjárins að nota peningana og bankinn fær honum þá — en nú getur eigandinn ekki keypt nema hluta af því, sem hann gat áður keypt. □ Þetta er önnur hlið máls- ins. Hin er sú, að bankinn hefir látið fé í óarðbæran hlut fyrir annan en húseig- andann eða braskarann. Á sama tíma voru óleyst verk- efni í atvinnulífinu og í uppbyggingarstarfinu í þjóðfélaginu, se mskorti fé. En féð var ekki laust, vegna þess að þa ðvar í vörzlu og fast í fína húsinu, braskarablokkinni eða öðru álíka verðugu fyrirtæki. Ein ástæðan fyrir hve byggingarbraskið blómgað- ist var sú hve bankarnir voru og eru sólgnir í fast- eignaveð. Sparifé þjóðarinn ar er lánað út á gjörsam- lega óarðbærar fasteignir, sem síðan r júka upp úr öllu valdi, vegna þess að þær eru „gulltrygg“ veð. Ein höfuðorsök dýrtíðar- innar og verðbólgunnar hef ir verið byggingabraskið og hið gegndarlausa okur á öll um sviðum í sambandi við það. í þetta byggingarbrask hefir sparifé landsmanna verið notað og þannig hefir það verið látið éta sig sjálft upp og eigendur sína út á gaddinn. Hyllingar Framhald af bls. 1. virkjun í allri Evrópu. Fjöll skyldu grafin í sundur, dalir stíflaðir og ám veitt í nýja farvegi. Tugkílómetra langir garðar skyldu byggðir og stórkostleg- ustu úppistöður sem sögur færu af í nálægum löndum skyldu myndaðar. Og nú var hætt að tala um kílóvött, heldur megavött og sauðsvartan almúgamanninn sundlaði af allri dýrðinni, sem þarna lá falin. Útvarp, sjónvarp og dagblöð voru full af frásögnum af af- rekinu og lýsingar vorn send- ar út um öll lönd. Bravá, bravó. Stórkostlegasta stóriðja allra tíma myndi bráðlega rísa á Austfjörðum. Búrfellsvirkjun aðeins smá- ræði í samanburði við þessi herlegheit. Álverksmiðjan í Straumsvík aðeins lítill tíkar- speni á móts við allar verk- smiðjurnar fyrir austan. Ný gullöld á Austurlandi. Ný gull- öld um land allt. FYRST AUSTURLAND OG SVO NORÐURLAND OG . . . OG . . . Austfirðingar hlæja. Þeir, sem ekki eða sjaldan hafa komið til Austfjarða og lítið vita um Austfirði annað en þar var mikil síld og miklir peningar um tíma og þar voru byggðar verksmiðjur og þaðan voru fluttar verksmiðjur og þaðan eru Eysteinn og Lúðvík og ein stóráin þar heitir ýmist Jökulsá á Brú, eða Jökulsá á Dal — sumir halda að þetta séu tvö fljót — fylltust hrifn- ingu og hugmóði. Blessaðir Austfirðir! Áttu þeir nú eftir að bjarga landinu enn einu sinni? Og menn komu saman á barnum á Hótel Borg og Hótel Sögu og fóru að reikna út gróðann og möguleikana á bar borðinu við hliðina á Viskí- lögginni sinni. Hvað myndu Rússar segja? Dnéphr há, Austfirðir ha? Rjukan og allt þetta pjatt hjá Norðmönnum ha? Og þeir hlógu og glöddust fyrir sína hönd, þjóðarinnar og stjóm- arinnar. En það voru fleiri, sem hlógu. En sá hlátur var allt öðruvísi. Þetta voru menn, sem í daglegu tali eru nefndir Aust firðingar. Þeir þekkja bæði fjöllin og fljótin og vita að þarna voru fáráðlingar á ferð. Þeir vita mætavel, að geysi- miklir möguleikar eru á Aust- fjörðum fyrir miklar virkjan- ir, en þeir hlæja að loftköstul- um, sem smíðaðir eru á skrif- borðum í Reykjavík, eftir smá sumarreisu, sem þeir héldu að væri sumarfrí. Það er hægt að virkja mikið og stórt á Austfjörðum, en bara ekki svona. Til þess liggja margar ástæður og um þær vita verkfræðingarnir vel, eða ættu að vita. Það yrði alltof langt mál, að telja upp allar fjarstæðurnar, sem þarna er að finna, en Austfirðingum er sannarlega skemmt. alvörumál En þettá er í rauninni ekki hlægilegt, í engri þess orðs merkingu. Það er búið að

x

Nýr Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýr Stormur
https://timarit.is/publication/793

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.