Nýr Stormur - 14.11.1969, Blaðsíða 6

Nýr Stormur - 14.11.1969, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 14. nóv. 1969. Breiðliolt Framhald af bls. 8. unni og sá þar út (í vetur sem leið var þar stundum haft teppi fyrir). Skilrúmið milli stofu og svefnherbergja er þannig, að þilplöturnar ná þar sumsstaðar ekki upp að lofti. Þar er eitthvert klast- ur — þó ekki einlitt. Múr- húðuð horn í herbergjunum eru hvöss og þola svo sem enga viðkomu — þá hvarn- ast úr þeim (efni í múr- húðuninni innanhúss virð- ist því Iélegt). Trúlega hefði mátt hafa styrkari blöndu eða annan umbúnað á horn unum. Gljáhúð á skápum virð- ist óvandvirk, þannig að sumstaðar er góð áferð en annarsstaðar virðist ein um ferð hafa verið látin duga og skáparnir því skjóttir. — Og svo að endingu hurðirn- ar. Við þær hefur verið endalaus orrusta. Þær voru í upphafi og eru enn marg- ar skakkar í körmum. Sfga á lömum. Eitthvað er bogið við efniviðinn í körmunum, því lamirnar hafa hrein- lega rifið sig af (virðast ekki halda skrúfum). í þessu húsi eru margar íbúðir og vel má vera að þær séu vel gerðar. Ég þekki það ekki. Hvort þarna hef- ur verið um viljandi eða óviljandi vinnusvik og ó- vandvirkni að ræða skiptir ekki máli fyrir þá sem fyrir svikunum verða. Heldur hitt að þetta verði bætt. Einhver hlýtur að vera ábyrgur. Þórarinn frá Steintúni. séð ullina af glerdýrinu ? Hlý eins og ull, sterk eins og gler. Tveir aðalkostir, sá þriðji, en ekki lakasti kostur gler- ullarinnar er: hún er frá FIBERGLASS og kostar 77 krónur fermetrinn. Og svo er það LITAVER, sem gefur þér kost á að sjá og sannfærast. Lítið við í LI7AVERI — ÞAÐ BORGAR SIG — GEFJUN Hann er öruggur um gott efni frá Gefjun. Hann er öruggur um gott snið frá Gefjun. Hann er öruggur um hag- kvæmt verð frá Gefjun. ÖRUGG TRYGGING VERÐS OG GÆÐA. Efnahagsaðstoð Framhald af bls. 1. um Bandaríkjamenn hljóta að taka í íaumana áður en þessi ljóti andarungi í hópi þeirra færist alveg í kaf. Halda forráðamenn þjóðar- innar í raun og veru að þeim takist að halda fleyt- unni ofansjávar endalaust með bráðabirgðalánum og yfirdrætti hjá erlendum lánastofnunum til skamms tíma? Það fer ekki á milli mála að þetta er álit meginþorra manna. Það sjá allir heil- vita menn að ástandið fer hríðversnandi og það sjá líka allir heilvita menn að ríkisstjórnin ræður ekki við ástandið þrátt fyrir vafa- laust ágætan vilja. Menn sjá líka að þótt stjórnar- skipti verði og stjórnarand staðan tæki við ein eða í samvinnu við þá, sem nú eru í stjórn, myndi ekki takast að gera nein krafta- verk. Það er staðreynd að afla- brögð eru góð, verðlag hátt og auðvelt að selja hvern ugga — en þrátt fyrir þetta eru engar líkur til að unnt verði að rétta efnahag þjóð arinnar við, nema þá ef til vill á afarlöngum tíma og með þungum fórnum hvers einasta þjóðfélagsþegns — svo að segja. RAUÐARÁRSTÍG 31

x

Nýr Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýr Stormur
https://timarit.is/publication/793

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.