Nýr Stormur - 14.11.1969, Blaðsíða 5

Nýr Stormur - 14.11.1969, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 14. nóv. 1969. 5 niiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiimiii!iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiMiiiiiimiiiiiimiiiiiiiiiimiiiiiiiitii|i NÝR I iTomim Útgefandi: Samtök óháðra borgara. E I Ritstjórar: Gunnar Hall, sími 15104 og Páll Finnbogason ábm., \ Símar 15510 og 24510. I Afgreiðsla og auglýsingar: Víðimel 64, sími 15104 og 15146 | Hálfsmánaðarblað -r- Útgáfudagur: föstudagur É Lausasöluverð kr. 20,00 — Áskriftarverð kr. 240,00 Prentsmiðjan Edda hf. É aiMiiiiiuiiiiimimiiiiiiiiimiiiiiiiimimiiimiiiiiiiimiimmiimiiimiiimmmimiimiiiiiiimmiiimiiiimmimiiiT ATVINNULEYSIÐ EYKST Þrátt fyrir að hundruð' manna eru komnir á vinnu- markað erlendis, eykst atvinnuleysið hröðum skrefum. Þrátt fyrir óvenjugóð aflabrögð á þessu ári og hátt verð á sjávar- afurðum og nægar sölur er allt útlit fyrir alvarlegt ástand á verstöðvum í vetur og þá einkum fyrir þá sök, að sjómenn telja sig bera skarðan hlut frá borði; en vitað er um mikinn hagnað útgerðarmanna að undanförnu. Verði meiriháttar verkfall á bátaflotanum um áramótin mun það hafa mjög mikil áhrif á allt atvinnulífið, þar sem gjaldeyrisöflunin og þar með verðmætasköpunin í landinu er að mestu undir þessum aðilum komin. Iðnrekendur munu fara sér hægt vegna þátttökunnar fyr- irhuguðu í EFTA. Búast má við uppsögnum í iðnaðinum eftir áramótin, þar sem sala á framleiðsluvörum hans mun verða treg, þar til séð verður um verðlag á erlendum iðnað- arvörum og ef til vill enn tregari á eftir. Þeir eru því ekki öfundsverðir, mennirnir, sem sitja dag- lega á fundum í litla hvíta húsinu við Lækjartorg. Þeir standa andspænis úrræðum og ef til vill vandræðum, sem eru illleysanleg. Eini ljósi punkturinn í þessu streði þeirra er, að andstæð- ingarnir eru litlu betur á vegi staddir. Af þeim er einnig krafist vissra hluta. Þeir hafa hvað eftir annað boðist til að taka við stjórnartaumunum, án þess að hafa kunngert traustvekjandi úrræði, sem eru á annan veg, en úrræði stjórnarinnar. Með þessu háttalagi eru stjórnarandstæðingar orðnir dyggustu stuðningsmenn stjórnarinnar. Það er ekki nægi- legt að segja að stefnan sé röng; það segja stjórnarandstæð- ingar alltaf, allstaðar. Tillögur þeirra til úrbóta væru vissulega athyglisverðar, ef þeir bentu á raunhæfar leiðir til að afla þess fjár, er til þess þarf að útrýma atvinnuleysinu og koma öllu á réttan kjöl. Þetta er ekki svo pínulítið atriði og stjórnin væri heldur ekki í neinum vandræðum með að létta af atvinnuleysinu, ef bara þetta eina atriði stæði ekki svona hrapalega í öllum þessum ágætu mönnum. BANDARÍKJAMARKAÐURINN í öllum umræðunum um hinn langþráða 100 milljóna markað Evrópu ber lítið á tilhneigingum til að renna augum til Vesturheims, sem flestar þjóðir hafa efst í huga, er þær leita vörum sínum markaða. Það er ljóst, að þessi markaður greiðir hærra verð fyrir innfluttar vörur en nokkur annar markaður í heiminum. Gjaldmiðill hans er líka einn hinn traustasti í heimi. Þessi markaður er líka sá vandlátasti í víðri veröld, en nái einhver vörutegund vinsældum, þá er sala hennar tryggð í stórum stíl. Fyrir nærri aldarfjórðungi vakti einn fremst stjórnmála- maður íslendinga á þessari öld athygli á þessari staðreynd. Það var Jónas Jónsson frá Hriflu. Hann benti á nauðsyn þess fyrir íslendinga að tryggja sér þennan markað og hann mun hafa haft þetta, er áður er sagt í huga, er hann reyndi að koma viti fyrir landa sína. Hann var þá rödd hrópandans í eyðimörkinni. Á hann var ekki hlustað. Nú vildu allir Lilju kveðið hafa. Þá var hægt að setja Bandaríkjamönnum skilyrði og skil- yrðin, sem þeir settu voru ekki önnur en það, er fyrirsjáan- legt var að þeir myndu fá, allt að einu. Menn eeta duddað við að gera sér í hugarlund mismun- inn á ástandinu í dag og það myndi vera ef landið væri Það, sem helzt er til um- ræðu í dagblöðum bæjarins, er höfuðmál dagsins í dag; væntanleg innganga ís- land sí EFTA. Stjórnarflokkarnir virð- ast hafa tekið afstöðu til málsins og mun því mega telja öruggt að þingmenn þeirra samþykki aðild ís- lands, allir með tölu, ef að vanda lætur. Handjárnin munu ekki bila nú fremur en fyrri daginn. Við þessar umræöur í dag blöðunum hafa málin skýrst nokkuð og menn vita nú meir um skilyrðin fyrir inngöngu í þetta „fyrir- heitna land“. Enginn vafi er á að land- inu er nokkurt hagræði að aðild að þessum samtökum og þá einkum í sambandi við útflutning á sjávaraf- urðum og landbúnaðarvör- um. Það liggur ljóst fyrir að erlendar iðnaðarvörur munu lækka í tolli um 30% sem þýðir að þessar vörur munu lækka í verzlunum og þá væntanlega nokkuð nið- ur fyrir það, sem samsvar- andi vörur íslenzkar eru seldar á. íslenzkar verksmiðjur verða því að lækka verð á sínum framleiðsluvörum, ef þær eiga að seljast á inn- lendum markaði. Á móti á svo að koma lækkun, eða afnám á hrá- efnistollum og vélum til iðn aðarins. Forsvarsmenn EFTA inngöngunnar vilja halda því fram að þetta muni jafna metin. Auðvitað er það útilokað fyrir þær iðngreinar, sem þegar eru vélvæddar nýtízku og full- komnum vélum og nota auk þess lítið eða ekkert erlent hráefni. Þarna mun sjóður- inn mikli eiga að koma til aðstoðar og verður nú pláss fyrir nýja bankastjóra og 11111111111111111111111111111111111111 u 1111111111111M111111...... Þótt þessu sé hér haldið fram í fullri alvöru, vonar blaðið þó af heilum hug að þessi orð séu ekki meira virði en pappírinn, sem þau eru skrifuð á. Þetta væru vissulega yndislegar blekk- ingar, ef svo væri. AURA f KASSANN. Þar sem nú liggur ljóst fyrir að tolltekjur ríkisins munu minnka um 30% af tilbúnum vörum og falla að líkindum að mestu í burt af hráefni og vélum, þá er víst enginn í vafa um að ríkiskassann vantar tekju- stofna í þess stað. Ráðherrar hafa rætt þetta í sjónvarpi, en af ráð- herralegri varfærni ekkert viljað segja um hvernig að þessu yrði farið. Allar líkur eru þó á því að söluskattur verði hækkaður á Öllum vör um og það mikið, að engan þarf að dreyma um, að verð lag lækki almennt á erlend um eða innlendum vörum. Ríkið tekur tapaðar toll- tekjur með nýjum tollum á neyzluvörur almennings, með þeirri náttúru þeirrar aumu skepnu að láta þá greiða jafnt, sem minnsta getuna hafa, á við hina, er breiðari hafa bökin. Engum dettur í hug, að skera niður ríkisútgjöld og fækka í ríkisbákninu, held- ur verður haldið áfram að hlaða á þann bálköst, sem nú er að brenna sjálfstæði og velfarnað undan fótum íslenzku þjóðarinnar. NÝJU EMBÆTTISMENN- IRNIR. Orðið embættismaður á við þá, er gegna opinberum störfum, eða nánar tiltekið eru fastráðnir starfsmenn hjá ríkinu. Það hefir þótt skorta nokkuð á aðhald hjá þessu fólki og er fullyrt að mikið af því sé eins og heimaríkir hundar sem fari ...................................... að eigin geðþótta við skyldu I störf sín, enda er ekki hægt | við því að hagga, á sama I hátt og tíðkast hjá sveitar- I félögum og einkafyrirtækj- f um. Þetta fólk er ráðið til lífs Framhald á bls. 7. ■IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIH úthlutunarnefndir flokk- anna. NÝJAR UPPBÆTUR Iðnaðurinn hefir verið síð asti móhíkaninn af fram- leiðsluatvinnugreinum landsmanna á þeim vett- vangi, að hann hefir ekki fengið eða þurft á uppbót- um að halda úr ríkissjóði og orðið að búa að sínu. Sumar iðngreinar eru búnar fullkomnustu vélum og vinna úr innlendu efni, og vinna vörur, sem eru sambærilegar, en ekki betri en erlendar og hafa engar þeirra möguleika á að gera slíkt. Aðrar verksmiðjur, sem myndu njóta góðs af tollalækkun á hráefni og vélum, hafa heldur enga möguleika á að skara fram úr erlendum keppinautum sínum á nokkurn hátt, jafn vel þótt þær fengju nægi- legt rekstrarfé og hverskon ar fyrirgreiðslu. Eina leiðin fyrir þær til þess að koma vörum sínum inn á Evrópumarkaði EFTA væri sú, að þær gætu selt vörur sínar ódýrari, en er- lendir aðilar. Eina leiðin til sliks væru útflutningsuppbætur; jafn vel þótt takist að halda kaupgjaldi hér lægra í fram tíðinni, en í nágrannalönd- unum, sem tæplega verður þó að teljast æskilegt. Ríkið yrði því að styðja við bakið á þessum fyrir- tækjum og er þá komið í nákvæmlega sama horf og hjá landbúnaði og sjávar- útvegi. Það yrði að tryggja þessum fyrirtækjum lág- marksverð, sem síðan yrði greitt að verulegu leyti í endurkaupsvíxlum — af- urðasölulánum. Það yrði því að greiða þessar vörur niður, Dæði til útflutnings og innanlands- neyzlu. vegvætt og iðnvætt. Ef landsmönnum hefði verið gert kleyft að hagnýta auölyndir sínar fyrir sjálfa sig og getað fram- leitt vörur fyrir þennan markað og þar með verið hlutgeng- ir á hvaða markaði, sem var í heiminum. í þess stað kusu þeir betlistafinn, eða forystumennnirnir öllu heldur fyrir þeirra hönd og á honum halda þeir nú og munu halda um ófyrirsjáanlega framtíð. naiQ&ftftiiiiiHiiii^iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii

x

Nýr Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýr Stormur
https://timarit.is/publication/793

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.