Nýr Stormur - 14.11.1969, Blaðsíða 7

Nýr Stormur - 14.11.1969, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 14. nóv. 1969. ^WNUR 7 hér þarf svo lítils við á mælikvarða stórþjóðar, eins og Bandaríkjamanna til dæmis, að þeir myndu ekki vita af því, þótt þeir veittu íslendingum efnahagsað- stoð til að rétta úr kútnum. Það er einnig staðreynd, að litlar líkur eru til þess, að íslendingar geti á næstu árum eða áratugum greitt skuldir sínar við útlönd, nema að stofna jafnóðum til nýrra skulda. Það er því bezt og heiðar- legast að stokka spilin strax og segja sannleikann. Það er ekki víst að það verði auðveldara, þegar ekki verður lengur hjá því komist. Þá getur auðveld- lega farið svo, að það kosti landsmenn sjálfstæði sitt, Launahækkanir Framhald af bls. 1. ið lengi. Dýrtíðin fer dag- vaxandi og kaupmáttur launa að sama skapi þverr- andi. Það er útilokað til lengdar að hægt verði að svelta fólk, sem á þó að heita að hafi stöðuga at- vinnu. Það er staðreynd að verka- og láglaunamenn lifa alls ekki af launum sínum. Venjulegur einhleypur verkamaður með 8 stunda vinnudag fer með meira en helming launa sinna í fæði. Það sem eftir er á að greiða skatt með, húsnæði, föt og aðrar þarfir og er það að sjálfsögðu miklu minna en lágmark er talið meðal ann arra þjóða. Séu slíkir menn fjöl- skyldumenn verður konan að vinna úti og þrátt fyrir átvinnuleysi, þá er mikill fjöldi slíkra manna, sem verður sér úti um handar- vik við og við til að drýgja tekjur sínar. Ekkert er gert af hálfu hins opinbera til að kenna fólki sparnað og nýtingu matvæla og annarra nauð- synja, sem er þó lögð rík áherzla á af hendi hins op- inbera í öðrum löndum. Engum dettur í hug að spara til að leggja peninga á vöxtu, nema þá til að geyma til næsta máls, ef svo mætti segja. Að vísu fara margir betur það er aðeins af því að það er neytt til þess. Það hníga því að því allar I;kur, að almennt kaupgjald verði hækkað verulega og að engir mai samningar verði gerðir í vor. % Sennilega brjóta sjómenn ísinn um áramót og öll skriðan kemur á eftir. ef á að bíða eftir því að þeir fari inn í efnahagsbanda- lagið með EFTA þjóðunum, sem gjaldþrota þjóð. Á 7. degi Framhald af bls. 5. tíðar og því verður ekki þaðan haggað, nema alveg sérstök afglöp komi til. Svo langt gengur löggjaf- inn í þessu efni, að í meið- yrðalöggjöfinni er því veitt alveg sérstök vernd umfram aðra borgara. Nú virðist vera í uppsigl- ingu alveg ný stétt embætt- ismanna, ef þau áform tak- ast en það eru rithöfundarn ir. Það er athyglisvert, að dagblöðin í Reykjavík, «ð Vísi undanskyldum, hafa öll fagnað þessum nýju áformum um þessa embætt ismannastétt og er Morgun blaðið þar fremst í flokki. Til að styrkja málstaðinn hefir blaðið leitað til nokk urra kunnra manna eftir umsögnum, vitandi fyrlr- fram að þessir menn, af ýmsum ástæðum, væru þess ari nýju tilhögun meðmælt ir. Er ósköp eðlilegt að for- ráðamenn hinna ýmsu bóka safna í landinu hafi ekki á móti því að fá alveg sjálf- krafa ókeypis bækur hjá ríkinu og ekki er trúlegt að bókaútgefendur hafi á móti því að geta selt 500 eintök af hverri bók á einu bretti. Almenningur er hinsveg- ar rasandi. Það er hann, sem á að greiða súpuna í hærri sköttum, því að hér yrði um milljónatjónatugi á ári að ræða, sem ríkiö þyrfti aö ná inn á ann&n hátt Virðist blása allt annað en byrlega í því efni; og meðal annarra orða: Þessi nýja embættismannastétt á að skipa sjálfa sig í embætt in og þaðan verður þeim ekki haggað, svo framar- lega að þeir koma saman einni bókarnefnu á þriggja ára fresti! £3 ' nú beraTVÆR bragðljúfar sigarettur "afniðCAMEL ÞVÍ CAMEL — FILTER ER KOMIN Á MARKAÐINN ....... k >r l í m !1 ppt i i ' - / . jrx'v -vV' r 1 i FRESH IJi&Aj I sjó og landi, sumar og vetur llmandi Camel - og allt gengur betur

x

Nýr Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýr Stormur
https://timarit.is/publication/793

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.