Morgunblaðið - 20.05.2010, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.05.2010, Blaðsíða 6
FRÉTTASKÝRING Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Þingmenn í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði hvika ekki frá áskor- un þingflokksins á ríkisstjórnina að leita allra leiða til að vinda ofan af einkavæðingu HS Orku. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar í fyrradag um að reyna að fá nýtingarrétt Magma styttan í 40-45 ár dugar hvergi nærri til að sætta þingmenn við að HS Orka fari undir yfirráð Magma Energy. Þetta er óviðunandi og ekki for- svaranlegt, að mati Atla Gíslasonar. „Málið á eftir að koma fyrir fund lána- nefndar og hvort hún heimili skúffu- fyrirtæki í Svíþjóð að taka þessi við- bótarlán og viðbótarfjárfestingu,“ segir hann. „Mín skoðun er sú að það verði að finna leiðir til að halda auð- lindum okkar í eigu þjóðarinnar. Nið- urstaða um styttri leigutíma er ekki fullnægjandi fyrir mig,“ segir Atli. Ekki útrætt mál Þuríður Backman tekur í sama streng. Nauðsynlegt sé að komast út úr þessu lagaumhverfi þar sem leigu- og afnotaréttur á auðlindum getur komist í hendur erlendra fyrirtækja á frjálsum markaði. Þessi afstaða stafi þó ekki af því að fyrirtækið sé erlent, heldur skipti öllu máli að virðisaukinn af nýtingu orkuauðlindanna eigi að skila sér til Íslendinga. Málið sé ekki útrætt og nauðsynlegt sé að rannsaka alla forsögu þess. „Ég treysti því að haldið verði áfram að skoða málið og hvað þarna að býr að baki,“ segir hún. „Það er ekkert annað ásættan- legt en að vinda þessu máli til baka. Það þarf að leita allra leiða til þess að tryggja samfélagslegt eignarhald á þessum auðlindum,“ segir Ögmundur Jónasson. „Ég verð ekki sáttur fyrr en ég hef sannfærst um að allt hafi verið gert til þess að kanna með hvaða hætti sé hægt að ná þessu til baka til samfélagsins,“ segir hann. Minnir hann á að núna séu forsvarsmenn Magma „byrjaðir að banka upp á í Hrunamannahreppi og komnir með vatn í munninn við fjallasýn Kerling- arfjallanna“. „Þetta er bara for- smekkurinn af því sem koma skal. Ef Íslendingar standa ekki í fæturna og sporna gegn þessari óheillaþróun, þá missum við allar auðlindir okkar. Þá höfum við tapað fullveldi þjóðarinn- ar,“ segir hann. „Þetta er skúffa í sænsku skrif- borði, ættuð frá Kanada. Þótt fyrirtæki af þessu tagi tali mjúklega, þá eru þau jafnan fylgifisk- ar Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins, sem reyna að grípa eignir sam- félaga sem lenda í hrakningum. Það er brýnasta verk- efni okkar að tryggja samfélagslegt eignarhald á auðlindum þjóðarinnar.“ Lilja Mósesdóttir óskaði í gær eftir að fjármálaráðherra skýrði ákvörðun ríkisstjórnarinnar á þing- flokksfundi síðdegis. Lilja sagði fyrir fundinn í gær ekki væri nóg að stytta nýtingartímann. Hún segist hafa lýst því á Alþingi að hún vilji setja orku- fyrirtækin undir undanþáguákvæðið sem bannar erlenda fjárfestingu í sjávarúvegi þannig að það nái bæði yfir sjávarútvegs- og orkufyrirtæki. „Ég er að láta skoða það fyrir mig.“ Lilja bendir á að nefnd um erlenda fjárfestingu á eftir að samþykkja kaup Magma á hlut Geysis Green. „Þetta er því ekki alveg gengið í gegn,“ segir hún. Björn Valur Gíslason segir yfir- lýsingu þingflokksins tala sínu máli. Stytting samningstímans við Magma jafngildi ekki því að vinda ofan af mál- inu. Óvíst sé þó hvaða leiðir séu færar. „Við þurfum að ná einhverjum heild- artökum á auðlindunum.“ Spyrna fast við fótum  Stytting nýtingartíma Magma í 40-45 ár dugar ekki þingmönnum í VG  Hvika ekki frá því að undið verði ofan af málinu  „Óviðunandi og ekki forsvaranlegt“ Morgunblaðið/G.Rúnar Nei „Þessa fordæmalausu samninga þarf að taka upp tafarlaust“ sagði í yfirlýsingu þingmanna Vg á dögunum vegna kaupa Magma á 98,5% hlut í HS Orku. 6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 2010 Sigurður Ingi Jóhannsson, alþing- ismaður Framsóknarflokksins og nefndarmaður í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd, hefur óskar eft- ir fundi hið fyrsta í nefndinni þar sem fjallað verði um mjólkur- kvótamarkaðsreglugerð sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðuneytis. Sigurður Ingi telur nauðsynlegt að ræða hvort nægjanlegt sé að setja reglugerð en ekki breyta al- mennum lögum. Einnig hvort bann við sölu á mjólkurkvóta til 1. des- ember, m.a. stöðvun á árstíð- arbundnum viðskiptum við lok kvótaárs, séu ekki óþarflega hart inngrip. Mjólkurkvótabannið of hart inngrip? Á fundi skipu- lagsráðs Reykja- víkurborgar í gær var sam- þykkt tillaga Sig- mundar Davíðs Gunnlaugssonar um að miðborg Reykjavíkur verði skilgreind sem sérstakt verndarsvæði til samræmis við það sem þekkist í mörgum sögulegum bæjum og borgum í Evrópu og N-Ameríku. „Markmiðið er að vernda sögu- lega byggð á svæðinu og stuðla að því að þegar framkvæmdir fara fram innan svæðisins verði þær til þess fallnar að styrkja heildarmynd þess til samræmis við það sem var þegar svæðið byggðist.“ Miðborgin verði verndarsvæði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Stúlkan sem lifði af bílslys í Reykja- nesbæ 24. apríl sl., sem kostaði tvær stúlkur lífið, er á batavegi. Hún hefur verið flutt af gjörgæslu yfir á almenna deild. Stofnaður hefur verið söfnunar- reikningur í Sparisjóði Keflavíkur í Garði til styrktar fjölskyldu stúlk- unnar, Ásu Þorsteinsdóttur. Að því er segir í tilkynningu frá forsvars- mönnum stuðningshóps er mark- mið söfnunarinnar að styrkja fjöl- skylduna vegna fyrirsjáanlegs tekjutaps. Ása er elst fjögurra systkina og mjög erfiðir tímar framundan hjá sex manna fjöl- skyldunni, að sögn stuðningshóps- ins, og ferðirnar margar milli Garðs og Reykjavíkur. Reikningsnúmer er 1192-05- 410100 og kt. 130264-2989. Styrktarsöfnun fyrir aðstandendur stúlku Hlynur Orri Stefánsson hlynurorri@mbl.is „Það sem við höfum mestar áhyggjur af er að bókanir fyrir sumarið hafa nánast stöðvast,“ segir Birkir Hólm Guðnason, framkvæmda- stjóri Icelandair. Eldgosið í Eyjafjallajökli hef- ur sett verulegt strik í reikning flugfélaganna. Undanfarnar vikur hafa nýjar bókanir hjá Ice- landair einungis verið um 25% af því sem var á sama tíma síðustu ár. Á morgunverðarfundi Icelandair í gær sagði Ulrich Shulte-Strathaus, forstjóri Evrópusam- bands flugfélaga, nýjum bókunum hjá evr- ópskum flugfélögum einnig hafa fækkað um fjórðung frá því gosið hófst. Birkir segir flugfélagið hafa verið ágætlega undir skellinn búið, enda var bókunarstaðan áður en eldgosið hófst jafnvel betri en í fyrra, þegar metfjöldi ferðamanna heimsótti landið. „En ef truflanir halda áfram í sumar getur skaðinn orðið mikill.“ Kostnaður Icelandair þá daga sem flug ligg- ur niðri er 50 milljónir króna á dag. Áætlar Birkir að kostnaður flugfélagsins vegna goss- ins hlaupi á 700 milljónum til milljarðs. Upplýsingafulltrúi Iceland Express sagði í samtali við Morgunblaðið forsvarsmenn fyrir- tækisins ekki vilja svara því hver kostnaður flugfélagsins vegna gossins væri orðinn, né hvaða áhrif kostnaðurinn hefði á félagið. Met var slegið í fjölda ferðamanna í fyrra og var búist við 20% fjölgun í ár. Eftir að gosið hófst var því hins vegar spáð að ferðamönnum fækkaði um allt að 20% milli ára. Birkir bendir á að ekki sé einungis um hagsmunamál flug- félaganna að ræða, enda geti þetta þýtt að gjaldeyristekjur þjóðarbúsins verði 50 millj- örðum króna minni en spáð hafði verið. Þó segist hann binda vonir við að með mark- aðsátaki stjórnvalda, Reykjavíkurborgar og fyrirtækja í ferðaiðnaði verði hægt að koma í veg fyrir fækkun ferðamanna á milli ára. Til stóð að kynna átakið í gær, en því var frestað fram á föstudag. Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélags- ins Ernis, segir útlitið ekki heldur gott fyrir fé- lög í innanlandsflugi og hefur áhyggjur af sumrinu ef ástandið batnar ekki. Þegar ekki er flogið verði félagið fyrir tveggja milljóna króna tekjumissi á dag. Við það bætist 700 þúsund króna launakostnaður á dag. Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flug- félags Íslands, segir tekjumissinn vera á bilinu sjö til átta milljónir króna á dag þá daga sem ekkert er flogið. Við það bætist tap sem félögin verða fyrir þá daga sem sumir vellir eru opnir en ekki aðrir. Flugfélögin hafa áhyggjur af sumrinu  Kostnaður Icelandair vegna eldgossins nemur allt að einum milljarði  Verulega hefur hægst á bók- unum fyrir sumarið  Gæti þýtt 50 milljarða króna í töpuðum gjaldeyristekjum fyrir þjóðarbúið Morgunblaðið/G.Rúnar Vonar hið besta Framkvæmdastjóri Ice- landair er bjartsýnn á markaðsátakið. » Evrópusambandið hefur áætlað að tap evrópskra flugfélaga vegna gossins nemi 2,5 milljörðum evra, eða um 400 millj- örðum ísl. kr. » Alþjóðasamtök flugfélaga (IATA) sögðu um miðjan apríl að þau 220 flug- félög sem tilheyra sambandinu töpuðu þá um 200 milljónum dala á dag, eða um 26 milljörðum ísl. kr. » Gjaldeyristekjur af ferðamönnum á Ís- landi voru á síðasta ár 155 milljarðar og hafa aldrei verið meiri. » Miðað við spár um aukinn fjölda ferða- manna, áður en eldgosið hófst, var búist við að gjaldeyristekjur af ferðamönnum gætu orðið 180 milljarðar á þessu ári. » Eins og bókunarstaðan og staðan er núna er hins vegar búist við að ferða- mönnum fækki um 10 til 20% frá því í fyrra, og gætu gjaldeyristekjurnar þá orðið nær 130 milljörðum. Þingmenn í röðum Vinstri grænna telja vafa leika á að kaup Magma Energy á HS Orku standist gildandi lög. „Það eru mjög sterk rök fyrir því að þetta gangi gegn ESB- tilskipunum,“ segir Atli Gísla- son, þingmaður og hæstarétt- arlögmaður. Hann bendir á að Frakkar hafi kosið að setja reglur sem kveða á um að þrátt fyrir frelsi til fjárfestinga innan Evrópska efnahagssvæð- isins megi ekki hleypa útlend- ingum inn í auðlindir landsins eða grunnþjónustuna. „Við vitum að þetta er sið- laust en það eru líka áhöld um að þetta sé löglegt,“ segir Ög- mundur Jónasson, alþingis- maður Vinstri grænna. Gengur gegn tilskipun ESB? EFAST UM LÖGMÆTI Þuríður Backman Lilja Mósesdóttir Atli Gíslason Ögmundur Jónasson 3 ár eru liðin frá sölu á 15,2% hlut ríkisins í Hitaveitu Suð- urnesja 1,2 milljarða hagn- aður HS Orku á fyrstu þremur mánuðum ársins Björn Valur Gíslason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.