Morgunblaðið - 20.05.2010, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 20.05.2010, Blaðsíða 52
FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 140. DAGUR ÁRSINS 2010 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200 1. Svörtustu spárnar hafa ræst 2. Sakaður um að nauðga karlmanni 3. Lést eftir slys á leikvelli 4. Bræður munu berjast - með sleif »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Brúðuheimar, menningar- og lista- miðstöð tengd brúðuleikhúsi, verða opnaðir í Borgarnesi í dag. Grunninn að miðstöðinni lögðu brúðugerð- armaðurinn Bernd Ogrodnik og eig- inkona hans, Hildur Jónsdóttur. »43 Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson Brúðuheimar opnaðir í Borgarnesi  Snorri Helga- son heldur tón- leika með hljóm- sveit sinni á norrænu tónlist- arhátíðinni Ja- JaJa í London á tónleikastaðnum The Lexington í kvöld kl. 19. Þá er Snorri einnig að semja og flytja tón- list við leikrit Bergs Ebba Benedikts- sonar, Klæði, sem verður frumsýnt í Norðurpólnum 30. maí. Snorri á JaJaJa og semur fyrir Klæði  Dixielandband Árna Ísleifssonar og Stórsveit Öðlingaklúbbs FÍH munu halda sumartónleika í Bóka- safni Seltjarnarness á morgun kl. 16. Þórarinn Óskarsson, básúnuleik- ari í Dixielandbandi Árna Ísleifssonar og fastagestur safnsins, býður upp á tón- leikana. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Þórarinn býður til sumartónleika Á föstudag og laugardag Hæg breytileg átt eða hafgola og víða bjartviðri, en dálítil væta um tíma suðaustantil á landinu á föstudag. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast í innsveitum. Á sunnudag, mánudag og þriðjudag Austlæg átt og léttskýjað með köflum, en þoku- bakkar við norður- og austurströndina og skúrir á stöku stað S-lands. Hiti breytist lítið. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austan 5-10 m/s syðst, annars hægari vindur. Skýjað á landinu og rigning eða súld sunnantil. Hiti 8 til 15 stig, en heldur svalara NV-lands. VEÐUR Usian Bolt, fótfráasti maður veraldar, tók þátt í sínu fyrsta 100 metra hlaupi á þessu ári á móti sem haldið var í Suður-Kóreu í gær. Bolt, sem á heimsmetið í 100 og 200 metra hlaupi, kom fyrstur í mark á 9,86 sekúndum en Jamaíkumað- urinn frábæri virtist eiga nóg inni og allt eins víst að hann bæti eigið heimsmet í greininni sem er 9,58 sek- úndur. »2 Usain Bolt til alls líklegur í sumar Gylfi Þór Sigurðsson og Birkir Bjarnason eru nýliðar í landsliðinu í fótbolta sem mætir Andorra síðar í þessum mánuði. Gylfi segir að vanga- veltur um að landsliðsþjálfarinn hafi ekki þekkt nógu vel til sín séu ekki á rökum reistar. „Ég tel að hann hafi beðið eftir rétta tækifærinu til að velja mig í hóp- inn,“ sagði Gylfi við Morgunblaðið. » 3 Ólafur beið eftir rétta tækifærinu Sif Atladóttir, landsliðskona í fótbolta, er hætt við að spila með Val í sumar og leikur áfram með Saarbrücken í einni bestu deild í heimi, þeirri þýsku. Hjá Val var hún í hópi yngri leikmann- anna en í kornungu og efnilegu liði Saarbrücken er Sif í hópi þeirra elstu. „Þetta er búið að vera góð reynsla og virkilega skemmtileg,“ segir Sif um dvölina í Þýskalandi. »1-2 Ung hjá Val en ein sú elsta hjá Saarbrücken ÍÞRÓTTIR Morgunblaðið/Árni Sæberg Kaka Garðsgestunum var í gær boðið upp á tertu, enda sjálfsagt að gera sér dagamun á tímamótum. Gestir garðsins eru í öllum aldurshópum og fjölgar. Mikið var um dýrðir í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík í gær þegar haldið var upp á 20 ára afmæli þessa vinsæla viðkomustaðar. „Við segjum stundum að allir komi hingað í garðinn að minnsta kosti þrisvar sinnum á ævinni. Fyrst sem barn, næst sem foreldri og svo sem amma eða afi. Samkvæmt þessu er önnur kynslóðin nú farin að koma til okkar, ungir foreldrar sem heim- sóttu staðinn sem börn á fyrstu ár- unum hér,“ segir Tómas Óskar Guð- jónsson forstöðumaður. Allt frá upphafi hefur verið lögð áhersla á að starfsemin í garðinum sé í senn fræðsla og skemmtun. Vís- indaveröldin er ungum sem öldnum heillandi heimur en þar er brugðið ljósi á raunvísindi á auðskiljanlegan hátt. Metnaður stendur til að efla þennan þátt starfseminnar frekar á komandi tíð. Öll íslensku húsdýrin eru í garðinum sem og villtu ís- lensku spendýrin, utan mýs og rott- ur. Þá bætast eðlur og slöngur við í fánu garðsins síðar á þessu ári. »12 sbs@mbl.is Garður kynslóða  20 ára afmæli húsdýragarðsins í gær Álftin Svandís á Bakkatjörn á Seltjarnarnesi er nú með fjóra unga og sat fjölskyldan fyrir hjá ljósmyndara Morgunblaðsins í gær, ef til vill vegna þess að ungarnir fóru sína fyrstu sundferð þótt ekki sé hægt að fullyrða það með vissu. Vatnið er afar grunnt við hólmann þar sem hreiðrið er. Parið öslaði út í vatnið með ungana og hóf að róta upp æti af botninum. Ljósmyndari vildi fá fuglana nær og kastaði til þeirra brauð- bitum sem þegnir voru með mikilli ánægju. Par- ið kemur oftast upp fjórum til fimm ungum, einu sinni eyðilögðust nokkur egg og ungarnir urðu aðeins tveir. Svandís er sjálf landsþekkt undir þessu nafni en lesendur gætu varpað fram til- lögum að nafni á karlinn. Enn vex ættbogi Svandísar á Bakkatjörn Morgunblaðið/Ómar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.