Morgunblaðið - 20.05.2010, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 20.05.2010, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 2010 Robert Downey Jr., Samuel L. Jackson, Gwyneth Paltrow, Scarlett Johansson, Don Cheadle og Mickey Rourke eru mætt í fyrstu STÓRMYND SUMARSINS FYRRI MYNDIN GERÐI ALLT VITLAUST OG ÞESSI ER ENN BETRI! SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI SÝND Í ÞRÍVÍDD Í REYKJAVÍK „DÁSAMLEGA SKEMMTILEG FLUGFERГ HHHH- EMPIRE HHHH ENTERTAINMENT WEEKLY HHHH -H.S.S., MBL Frábær ný teiknimynd fyrir alla fjölskylduna SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI HHHH „Iron Man 2 setur viðmið sem eru gulls ígildi fyrir framhaldsmyndir þökk sé leiknum hans Roberts Downey Jr. sem Stark“ - New York Daily News SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRISÝND Í ÁLFABAKKA, KEFLAVÍK OG SELFOSSI Stærsta opnun á Íslandi árið 2010 SAGAN Á BAK VIÐ GOÐSÖGNINA VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG PRINCE OF PERSIA kl. 8 - 10:30 10 ROBIN HOOD kl. 8 - 10:50 12 PRINCE OF PERSIA kl. 5:30 - 8 - 10:30 10 COP OUT kl. 5:30 - 8 14 IRON MAN 2 kl. 10:30 12 PRINCE OF PERSIA kl. 8 - 10:30 10 ROBIN HOOD kl. 8 - 10:50 12 / KEFLAVÍK / SELFOSSI/ AKUREYRI Stundum vinnur dýrara liðið ekki kappleikinn og stundum gefa hljómsveitir skip- aðar snillingum ekki út bestu plöt- urnar. Í The New Pornographers er mik- ið af kláru tónlistarfólki, eins og AC Newman, Dan Bejar og söngkonan Neko Case. Á fimmtu breiðskífu sveitarinnar var svo fleiri bætt við, en að þessu sinni gerir hljómsveitin bara það sem þarf, ekki mikið meira en það. Platan inniheldur sína smelli en inni á milli eru lög sem hljómsveitin hreinlega ofhugsaði frá byrjun. Sum lög hrein- lega ofhugsuð The New Pornographers – Together bbbnn Matthías Árni Ingimarsson Ef það væri hægt að deyja úr ham- ingju yfir útgáfu eins geisladisks, hefði ég dáið eftir að ég hlustaði á High Violet í fyrsta skipti. Þvílíkt meistaraverk. Ég held að „Sorrow“ sé fallegasta lag sem ég hef heyrt, „Anyone’s Ghost“ og „Lemonworld“ eru líka í uppá- haldi. Tónlistin líður myrk áfram, en samt svo falleg og grípandi, jafnvel dansvæn. Rödd Matt Berninger skríður undir húðina, fer inn að hjarta. Textasmíðin er sorgleg og fal- leg. High Violet nær taki á manni við fyrstu hlustun og sleppir ekki. Myrkt og magnað The National – High Violet bbbbb Ingveldur Geirsdóttir Meðlimir The Hold Steady lýsa tónlist sinni sem klass- ísku rokki. Heaven Is Whenever er fimmta platan sem þeir senda frá sér. Á plötunni má finna skemmtilega og melódíska rokktónlist sem er vel útfærð og þétt í alla staði. Söngvari sveitarinnar Craig Finn semur skemmti- lega texta. Hann er kannski ekki merkasti söngvari rokksögunnar, en söngur hans á vel við tónlistina á plöt- unni. Vel unnin rokktónlist The Hold Steady – Heaven is Whenever bbbmn Jónas Margeir Ingólfsson „Þetta byrjaði nú þannig að ég bjó til verkefni sem heitir Cinema Max- imus og fékk peninga til að efla kvik- myndagerð á Austurlandi með nám- skeiðahaldi til að auka þekkingu heimafólks á tæknimálum og öðru sem snýr að kvikmyndagerð,“ segir Ingunn Þráinsdóttir fram- kvæmdastjóri Menningarmið- stöðvar Fljótsdalshéraðs. Í lok maí stendur hún fyrir vikulöngum nám- skeiðum í kvikmyndagerð á Eiðum í Fljótsdalshéraði í samstarfi við Kvikmyndaskóla Íslands. „Þeir hjá Kvikmyndaskóla Íslands voru að pæla í að fara út á land með námskeið og þá einmitt á Eiða. Við fáum alla aðstöðu ókeypis á Eiðum. Þarna verða námskeið í sex ólíkum greinum,“ segir Ingunn, en á nám- skeiðunum er stiklað á stóru um helstu svið kvikmyndagerðar. Hand- ritsgerð, klipping, hljóðvinnsla, kvikmyndataka, leikstjórn og leiklist verða í forgrunni námskeiðanna, en starfsfólk Kvikmyndaskóla Íslands annast kennslu. „Það koma einnig ný-útskrifaðir nemendur frá Kvik- myndaskólanum sem hafa brenn- andi áhuga á kvikmyndagerð. Þau munu einnig sjá um kennsluna. Námskeiðin eru fyrir fólk á öllum aldri sem hefur áhuga á kvikmynda- gerð. Þetta er alls ekki bara fyrir þá sem vinna í geiranum. Ef einhver á gamla tökuvél og vill læra að klippa myndirnar sínar þá er námskeiðið kjörið fyrir hann. Þetta er þannig meira fyrir þá sem vilja læra eitt- hvað nýtt,“ segir Ingunn og hvetur sem flesta til að taka þátt en öll nám- skeiðin eru ókeypis. „Þar sem þetta er frítt höfum við reynt að bjóða at- vinnulausu fólki. Þetta er kjörið tækifæri til að sjá hvort maður hafi áhuga á að starfa í kvikmyndaiðn- aði.“ Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Merkilegt húsnæði Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs og Kvikmynda- skóli Íslands hreiðra um sig á Eiðum og halda þar námskeið. Kvikmyndanámskeið á Eiðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.