Morgunblaðið - 20.05.2010, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 20.05.2010, Blaðsíða 25
Minningar 25 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 2010 ✝ Margrét Gunn-laugsdóttir fædd- ist í Reykjavík 5. apríl 1927. Hún lést á Dval- ar- og hjúkr- unarheimilinu Grund 10. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Gunn- laugur Indriðason veðurfræðingur, fæddur á Keldunesi í Kelduhvefi 14.4. 1894, d. 25.1. 1931, og Sig- ríður Pálsdóttir, fædd í Þykkvabæ í Land- broti 4.12. 1899, d. 10.12. 1936. Bróðir hennar er Gunnlaugur, f. 29.11. 1928, búsettur á Hóli í Keldu- hverfi. Fósturforeldrar hennar voru Gissur Pálsson rafvirkjameistari, f. 13.12. 1909, d. 17.9. 1994, og Sig- þrúður Pétursdóttir, f. 26.12. 1901, d. 14.5. 1977. Uppeldissystkini henn- ar voru Pétur, f. 23.4. 1926, d. 14.4. 2007, og Guðbjörg Kristjónsbörn, f. 7.5. 1928, Sigrún, f. 17.5. 1937, og Bryndís Gissurardætur, f. 18.2. 1939, d. 9.9. 1948. Margrét giftist 1949 Jóni H. Björnssyni landslagsarkitekt, f. 19.12. 1922, í Reykjavík, d. 15.7. ára. Þá voru kreppuárin og varð það úr að Gissur, móðurbróðir hennar, hélt heimili með systur sinni þar til hann kvæntist en þá var Margrét orðin níu ára. Sigríður var þá orðin berklaveik og andaðist nokkrum mánuðum síðar. Gunn- laugur, bróðir Margrétar, fór í fóst- ur til föðurfólks síns í Kelduhverfi og gert var ráð fyrir að Margrét færi í fóstur til ágætra hjóna í Reykjavík. Hún sótti hins vegar í samvistir við Gissur og stjúpbörn hans. Það varð úr að Gissur og kona hans tóku hana til sín og ólu hana upp til fullorðinsaldurs. Dætur Giss- urar og Sigþrúðar, Sigrún og Bryn- dís, litu á Margréti sem systur sína. Margrét lauk prófi frá Versl- unarskóla Íslands 1944. Árið eftir stundaði hún nám við Húsmæðra- skólann í Hveragerði og hugðist mennta sig sem húsmæðraskóla- kennari. Hún lauk ekki því námi því hún fluttist til Bandaríkjanna þar sem Jón, heitmaður hennar, var við nám. Þau giftust þar og starfaði Margrét við Cornell-háskóla á námsárum Jóns. Þau stofnuðu og ráku gróðrarstöðina Alaska í Reykjavík. Eftir skilnaðinn starfaði Margrét nokkur ár sem ritari hjá Siglingamálastofnun. Síðustu árin dvaldi Margrét á Dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Grund og naut þar góðrar aðhlynningar. Útför Margrétar fer fram frá Dómkirkjunni í dag, fimmtudaginn 20. maí, og hefst athöfnin kl. 11. 2009. Þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Sigríður Lóa sálfræð- ingur, f. 7.11. 1952, gift Sigurði Inga Ás- geirssyni kvikmynda- gerðarmanni, f. 19.2. 1950. Dóttir þeirra er Eva Margrét Mona Sigurðardóttir, fram- leiðandi barnasjón- varps, f. 7.9. 1983. 2) Gunnlaugur Björn arkitekt, f. 11.2. 1954. Kona hans var Guð- laug Kjartansdóttir, f. 14.9. 1954, þau skildu. Dóttir þeirra er Hildur arkitekt, f. 11.5. 1979. Sonur hans og Kristrúnar Jóns- dóttur listmálara, f. 22.4. 1957, er Stefán Freyr, f. 15.7. 1993. 3) Ingi- björg Svala, prófessor í vistfræði, f. 7.7. 1955, gift Ólafi Ingólfssyni, pró- fessor í jarðfræði, f. 16.10. 1953. Þeirra börn eru: Ragnar tónlist- armaður, f. 11.1. 1981, Ingólfur, f. 10.9. 1987, Jón Björn, f. 21.8. 1992. 4) Sigrún, myndlistar- og sérkenn- ari, f. 29.6. 1957. Margrét ólst upp á Njarðargötu fyrstu árin. Faðir Margrétar lést úr berklum áður en hún varð fjögurra Það sem fyrst kemur upp í huga mér þegar ég minnist mömmu er hve glaðvær, hláturmild og hlý hún var áður en sjúkdómurinn fór að herja á hana. Þessi persónuein- kenni hennar fylgdu henni reyndar alveg fram á það síðasta því þau brutust fram þegar henni leið vel og hún átti það til að gantast við starfsfólkið á Grund. Þegar við krakkarnir vorum lítil var ekki mikill tími til að sinna hverju og einu okkar, við komum svo þétt, öll fjögur á fimm og hálfu ári. Á þess- um tíma var það ærið starf að sinna svo stórum barnahóp, auk þess sem mamma vann með pabba í Alaska. En það var þó alltaf tími til að lesa og syngja saman á kvöldin og til að aðstoða við heimaverkefnin þegar kom að skólagöngu okkar. Þegar við krakkarnir stálpuðumst fórum við einnig að hjálpa til í Alaska og jólanna frá þeim tíma minnumst við sem tíma notalegrar hvíldar eftir stranga „vertíð“. Ljúfar minningar eru einnig tengdar sumarbústaða- dvölum og ferðalögum um landið með mömmu og pabba. Þegar barnabörnin komu hafði amma Gréta svo sannarlega tíma til að sinna þeim. Þegar við Óli vorum við nám í Svíþjóð og komum heim á sumrin til að sinna rannsóknum dvöldum við ævinlega hjá ömmu Grétu í Stóragerði með Ragnar, elsta son okkar. Yngstu synir mínir hittu ömmu sína því miður allt of sjaldan en þegar amma Gréta kom í heimsókn til okkar í Svíþjóð var sko brugðið á leik. Þessar heim- sóknir urðu æ sjaldnar þegar sjúk- dómurinn varð ásæknari, en það verður í þessum skemmtilegu minningarbrotum sem amma Gréta lifir áfram með okkur. Fyrir hönd fjölskyldunnar vil ég þakka starfsfólkinu á Grund fyrir góða umönnun og aðhlynningu. Ingibjörg Svala Jónsdóttir. Í dag, fimmtudaginn 20. maí, verður tengdamóðir mín, Margrét Gunnlaugsdóttir, kvödd frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík. Í dag er sorgardagur. Ég kynntist Margréti fyrst þegar ég sem menntaskóla- strákur í byrjun áttunda áratugar síðustu aldar fór að eltast við eina af heimasætunum í Skaftahlíðinni. Ég leit Margréti sjálfsagt hornauga til að byrja með, því „mömmur“ voru ekki félagsskapur sem maður sóttist eftir á þessum árum. Þær höfðu tilhneigingu, með lífsreynslu sinni og visku, til að setja strik í reikning og fyrirætlanir ástfang- inna unglingsstráka. Þegar frá leið, og ekki síst eftir að ég kvæntist Ingu Svölu, tókust með okkur Mar- gréti góð kynni sem nú spanna meira en 35 ár. Ég hreifst strax við fyrstu kynni af glæsileika Mar- grétar, fáguðum smekk og vinsam- legu viðmóti. Lífshlaup Margrétar var um margt erfitt. Hún missti foreldra sína ung úr berklum, og ólst upp hjá vandamönnum. Hún aflaði sér góðrar menntunnar í verslunar- fræðum og hússtjórn, og stofnaði ung fjölskyldu með Jóni H. Björns- syni. Þau stofnuðu Gróðrarstöðina Alaska og ráku saman um árabil. Eftir að þau skildu árið 1974 tók við erfiður kafli í lífi hennar. Hún var ekki sátt við þann farveg sem örlögin höfðu búið henni. Þetta átti eftir að varpa skugga á tilveru hennar allt fram til loka. Þegar ég nú lít til baka og minnist Margrétar er fortíðin eins og bútasaumur stakra minninga; vefur sem haldið er saman af spurningum sem aldrei var spurt eða svarað. Þunglyndi er erfiður sjúkdómur að kljást við, bæði fyrir þann sem þjáist af hon- um sem og aðstandendur. Ég skildi ekki hversu grátt hann getur leikið fólk og spurði ekki réttu spurning- anna. Í dag hugga ég mig við að hún átti góða daga líka þar sem heiðríkja og sól ríktu í sinni og sál. Við bjuggum erlendis um langt árabil og oft leið langur tími á milli þess er við hittum Margréti. Í heimsóknum til Íslands bjuggum við yfirleitt hjá Margréti í Stóra- gerðinu, svo lengi sem hún hélt heimili þar. Minningarnar eru yf- irleitt góðar, hversu vel Margrét tók á móti okkur og hversu mikið hún lagði sig fram um að láta okkur líða eins og við værum heima hjá okkur. Strákarnir okkar litu á Stóragerðið, hjá Grétu ömmu, sem sitt annað heimili. Það var oft gam- an í Stóragerðinu þegar sest var að kjötsúpu eða lambahrygg sem Mar- grét hafði eldað af mikilli snilld. Þá spaugaði hún við litlu strákana og stríddi tengdasyninum góðlátlega. Þegar ég reyni að draga saman kynni mín af Margréti held ég að ég hafi aldrei kynnst jafn góðri og örlátri manneskju. Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst góðmennsku og auðmýkt Margrétar; hún hefur kennt mér margt um kúnstina að verða betri manneskja. Hún verður í dag lögð til hinstu hvílu við hlið foreldra sinna í Hólavallagarði. Það hvílir í mínum huga mikill friður yf- ir minningu hennar. Ólafur Ingólfsson. Það var alltaf jafn notalegt að koma í heimsókn til ömmu Grétu í Stóragerðið. Þar fékk ég upprúll- aðar pönnukökur með sykri og fékk síðan að leika mér með alls kyns leikföng sem pabbi og systur hans höfðu átt. Leikföngin voru öll svo spennandi og öðruvísi en þau sem ég átti. Barbie-dúkkurnar voru með glæsilega augnmálningu og sumar meira að segja með stutt hár. Þar voru líka dúkkur sem voru nánast jafnstórar og ég sjálf, sem ég klæddi í og úr alls kyns fötum. Ég fékk síðan yfirleitt að fara inn í svefnherbergið hennar ömmu. Þar átti hún mjúkan silfurbursta og spegil á snyrtiborðinu. Ég man eft- ir að hafa setið við snyrtiborðið hennar og greitt á mér hárið með mjúka silfurburstanum meðan hún sagði mér frá foreldrum sínum sem létust þegar hún sjálf var barn. Í svefnherberginu voru myndir af þeim og þegar ég horfði á mynd- irnar fannst mér ég þekkja þau að- eins betur. Amma leyfði mér síðan að skoða og máta alla skartgripina sína og einnig slæðurnar. Skemmti- legast var þegar Eva Margrét, frænka mín, var með því þá gat ég vafið og bundið um hana slæður líka. Amma hrósaði okkur síðan alltaf fyrir hvað við hefðum valið vel og hvað við værum aldeilis fín- ar. Hún amma Gréta var mér alltaf svo góð og ég bið guð um að blessa minningu ömmu minnar. Hildur Gunnlaugsdóttir. Nú er hún Gréta systir búin að fá hvíldina, södd lífdaga eftir löng og erfið veikindi. Þegar ég fæddist átti ég þrjú systkini, Pétur og Gígí, hálfsystkini mín, og Grétu, fóstursystur mína. Þau voru þá níu, tíu og ellefu ára gömul og gerði ég engan mun á þeim, þar sem þau voru öll á heim- ilinu þegar ég fæddist og er ekki ólíklegt að þessi litla systir hafi sameinað fjölskylduna. Tæpum tveimur árum seinna eignuðumst við sameiginlega aðra litla systur, Bryndísi, sem lést níu ára gömul. Gréta var mjög góð stórasystir og þegar hún átti að passa okkur gaf hún sér gjarnan tíma til að lesa fyrir okkur litlu systurnar. Einnig man ég eftir að í fyrsta sinn sem ég fékk að fara í bíó, þá fóru þær Gígí og Gréta með mig að sjá Heiðu, sem var sýnd í Nýja bíó og afskaplega fannst mér það spenn- andi, en þær voru áður búnar að lesa fyrir mig bækurnar um Heiðu. Í minningunni finnst mér Gréta alltaf hafa verið góð. Ég man aldrei eftir systkinum mínum sem börn- um, enda eru níu til ellefu ár lang- ur tími þegar maður er barn, en minnkar ört þegar maður eldist. Gréta var afskaplega vel gefin og átti gott með að læra. Þegar hún bjó í Bandaríkjunum þurfti hún að fá sér vinnu, hún byrjaði sem að- stoðarstúlka í eldhúsi en endaði sem aðalgjaldkeri innan sama fyr- irtækis. Ég var ellefu ára þegar hún fór til Bandaríkjanna, þá voru eftirstríðsárin, og lítið sem fékkst í verslunum hér heima og þurfti oft- ast skömmtunarmiða ef eitthvað kom í verslanir, einkum ef það voru efni, skór eða annar fatnaður. Ég man sérstaklega eftir pakka sem kom til mín frá Grétu þegar ég hef verið um 13 ára, í honum var skær- bleik regnkápa, sem var úr ein- hvers konar þykku regnheldu sat- íni, mikið svakalega fannst mér ég vera fín í þessari kápu. Eins man ég eftir að stundum komu í bréf- unum frá henni fallegar og öðruvísi hárspennur o.fl. Eftir að ég var sjálf búin að eignast börn var hún þeim afskap- lega góð frænka. Þegar hún kom í heimsókn í fyrsta skipti eftir að dóttir mín fæddist, sonur minn var þá fimm ára, kom hún með pakka handa honum og sagði við hann: „Þessi litla systir þín er alltaf að fá pakka, en nú kom ég í staðinn með pakka handa þér.“ Ég sé ennþá fyrir mér hvað hann ljómaði af ánægju, Gréta átti sjálf fjögur börn og hún kunni svo sannarlega að gera börnum dagamun. Einu sinni fór hún með bæði börnin mín, þau hafa verið svona fjögurra og níu ára gömul, í tjaldútilegu, bara fyrir þau. Það var ekki farið langt, mig minnir að þau hafi farið upp í Kjós og tjaldað við læk, en mikið af- skaplega fannst þeim þetta gaman. Helgardvalirnar hjá frænku voru líka afskaplega spennandi, sérstak- lega fyrir dóttur mína. Þá voru tínd fram gömul föt, gjarnan af henni sjálfri, til að máta og leika í. Það varð líka nokkuð árvisst að henni var boðið að koma í jóla- eða páskaföndur, þá föndruðu þær eitt og annað saman sem svo var komið með heim. Börnum hennar og fjölskyldum þeirra votta ég innilega samúð okk- ar hjónanna. Guð blessi minningu elskulegrar systur minnar. Sigrún systir. Hún Gréta frænka mín hefur nú fengið hvíldina, ég var óskaplega lánsöm að eiga frænku eins og hana, væntumþykjan og hlýjan streymdi frá henni. Nú þegar líður að kveðjustund reikar hugurinn til baka og margar þær stundir sem við áttum saman rifjast upp. Þegar ég var stelpa fékk ég stundum að gista hjá henni og ef ég loka augunum get ég ferðast í huganum um íbúðina hennar í Stóragerðinu og séð fyrir mér hlut- ina hennar sem mér þóttu svo spennandi. Í heimsókn hjá Grétu frænku leið mér ekki eins og ég væri í pössun heldur mun frekar var ég að eyða tíma með vinkonu minni og hún hafði ótakmarkaða þolinmæði fyrir mér símasandi krakkanum. Hjá frænku gat ég val- ið úr kjólum sem ég mátti leika mér í og þetta voru sko engir venjulegir kjólar heldur svona „Húsið á sléttunni kjólar“ í þetta klæddi maður sig og lék sér tím- unum saman með dúkkurnar henn- ar og stellin, hún átti líka heimsins flottustu dúkku sem var sérstak- lega stór, alveg á við fimm ára barn hugsa ég og mér þótti hún sérstaklega spennandi. Mest spennandi þótti mér samt morgn- arnir en þá var alltaf ákveðin rút- ína sem farið var í gegnum. Í minningunni átti frænka tvo sloppa og loðna inniskó í stíl og við klæddum okkur í það, þetta var auðvitað talsvert stórt á mig en það var allt í lagi, svo man ég nú ekki hvort kom á undan, morgunleik- fimin með Valdimari Örnólfssyni eða morgunverðurinn, te og brauð en þetta var allt á sínum stað. Gréta frænka var líka ansi klár í að föndra og minnist ég þess þegar að við sátum við eldhúsborðið og föndruðum fyrir jólin, enn þann dag í dag skreyti ég heimili mitt með því föndri okkar á aðventunni og held mikið upp á það. Gréta frænka hafði mikið yndi af tónlist og hjá henni kynntist ég dálítið klassískri tónlist og stundum fékk ég að fara með henni þegar hún var að syngja með kirkjukórnum og það þótti mér afar skemmtilegt. Eftir að ég fullorðnaðist hefur hún þrátt fyrir veikindi sín alltaf fylgst með mér og fjölskyldu minni þegar við hittumst sýndi hún mér sömu hlýjuna og elskulegheitin sem fyrr, spurði mig frétta og sýndi mikinn áhuga á lífi mínu og fjölskyldu minnar. Ég á eftir að sakna hennar en trúi því og treysti að hún fylgist áfram með okkur frá betri stað. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Sigþrúður Sigurðardóttir. Skaparinn var svo sannarlega óspar á mannkostina þegar kom að úthlutun þeirra til Margrétar og núna þegar Margrét er látin hrannast upp minningar af góðri konu; óeigingjarnri konu, sem bar ætíð hag annarra fyrir brjósti. Kynni okkar Margrétar hófust fyr- ir 34 árum þegar ég kynntist syni hennar, sem ég síðar giftist. Við urðum góðar vinkonur frá fyrstu stundu og aldrei bar skugga á þá vináttu, þrátt fyrir skilnað okkar Gunnlaugs fyrir 23 árum. Ég á í minningunni margar góðar sam- verustundir, þar sem við sátum og röbbuðum um lífið og tilveruna. Hún sagði mér ýmislegt sem á daga hennar hafði drifið og lífið hafði ekki reynst henni algerlega átakalaust. Hún missti föður sinn fjögurra ára gömul og móður sína fjórum árum síðar. Ég leyfi mér að draga í efa að Laxness hafi haft rétt fyrir sér þegar hann segir í Brekkukotsannál að „næst því að missa móður sína sé fátt hollara úngum börnum en missa föður sinn“, því ég efast ekki um að for- eldramissirinn hafi reynst Margréti afskaplega erfiður. Margrét var afskaplega vel gerð kona, hallmælti aldrei nokkrum manni og talaði fallega um alla. Hún kom auga á kosti annarra. Hún var mjög næm og hefði örugg- lega notið sín vel sem listamaður, því hún skynjaði fegurðina í lífinu. Hún var mikill fagurkeri og hafði mikla unun af lestri ljóða og góðra bóka. Margréti var mjög margt til lista lagt, og sem dæmi má nefna að allur matur breyttist í fínasta veislumat í eldhúsi hennar; meira að segja slátur, sem hún bragð- bætti með ýmiss konar kryddjurt- um, löngu áður en nokkrum öðrum datt nokkuð slíkt í hug. Mér eru minnisstæðar heimsókn- ir Margrétar til Kaupmannahafnar um jól, þangað sem hún hafði með sér laufabrauð og annan íslenskan jólamat frá Íslandi. Um tíma voru öll börnin hennar við nám í Dan- mörku og Suður-Svíþjóð og oft glatt á hjalla þegar allir komu sam- an í Kaupmannahöfn. Þá minnist ég einnig með hlýju margra heim- sókna okkar frá Danmörku til hennar í Stóragerði á árum áður. Hildur, dóttir mín, er elsta barnabarn Margrétar og var mikill gleðigjafi í lífi ömmu Grétu, eins og barnabörnin kölluðu Margréti. Þegar ég eignaðist aftur dóttur seinna, í öðru hjónabandi, kom ekki til greina neitt annað hjá Nönnu minni en að kalla Margréti líka ömmu Grétu. Mér er ofarlega í huga 80 ára af- mæli Margrétar, fyrir þremur ár- um, en það er lýsandi fyrir velvild hennar í minn garð alla tíð að hún bauð mér og fjölskyldu minni til veislunnar. Þarna lék Margrét á als oddi, sagði skemmtilegar sögur, gantaðist og lék við hvern sinn fingur. Ég er forsjóninni þakklát fyrir að hafa leyft mér að kynnast þess- ari sómakonu, sem mér þótti svo innilega vænt um. Ég bið Guð að blessa minningu hennar og sendi Siggu, Ginga, Ingu, Sigrúnu og þeirra fjölskyldum mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Guðlaug Kjartansdóttir. Margrét Gunnlaugsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.