Morgunblaðið - 20.05.2010, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 20.05.2010, Blaðsíða 44
44 Menning MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 2010  Í kvöld á Sódómu Reykjavík munu tónlistarmennirnir Matthew Collings og Mikael Lind flytja frumsamda tónlist sína. Collings er breskur gítarleikari og lagasmiður. Hann spilaði á Bedroom Commun- ity-kvöldinu á Airwaves og á RVK Réttum í fyrra við góðar undir- tektir. Svíinn Lind gaf út plötuna Alltihop í fyrra á vegum Afkima og fékk hún meðal annars fimm stjörn- ur hjá gagnrýnanda Morgunblaðs- ins. Tónleikarnir hefjast klukkan 21 og standa til miðnættis. Aðgang- ur á þá er ókeypis. Nýstárleg blanda á Sódómu í kvöld Fólk Blásið verður til þriggja daga blúshátíðar í Rangárvallasýslu um hvítasunnuhelgina, dagana 21.-24. maí. Hekla Blúsfélag stendur fyrir þess- ari viðamiklu hátíð sem nú er haldin í annað sinn og ber nafnið Norden Blues Festival 2010. Tónleikar verða á víð og dreif um héraðið, en svokallaðir útgangspunktar hátíðarinnar verða byggðarkjarnarnir Hella og Hvolsvöllur. Fjöldi þekktra listamanna mun stíga á svið, bæði inn- lendir sem erlendir. Fyrst er að nefna erlenda gesti hátíðarinnar, norska blúsbandið Vetrhus Blusband, sem hefur hlotið þann heiður að vera kallað besta blúsband Skandinavíu. Listinn yfir þá innlendu tónlistarmenn sem fram koma er nánast ótæmandi og má þar nefna Blúsmenn Andreu, KK band, Blue Ice Band, Síð- asta Séns og Blússveit Þollýjar. Þá verða tvennir kirkjutónleikar með þeim systkinum KK og Ell- en. Á heimasíðu Blúsfélagsins segir að hátíðinni sé ætlað að efla tónlistarlíf í héraðinu og skemmta íbúum þess og gestum. Félagsmenn telja Blúshátíðina kærkomna, enda þungt yfir mönnum á tímum eldgosa og öskufalls. Blúsáhugamenn mega ekki láta þennan ein- staka viðburð framhjá sér fara. Frítt er inn á þá tónleika sem haldnir verða á veitingahúsum í héraðinu, en miðar á aðalsviðunum tveimur, Hvolnum á Hvolsvelli og í Hellubíói, eru til sölu við innganginn og á midi.is. Frekari uppýsingar má finna á blues.is. Blús í Rangárvallasýslu Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Blúsmenn Andreu Verða án efa í stuði.  Fjögurra daga tónleikaveislan Maíhem á vegum OkiDoki hefst á skemmtistaðnum Venue í kvöld. Veislan er haldin í tilefni þess að skemmtistaðurinn hefur nú fjárfest í nýjum tónleikagræjum og mun fjöldi hljómsveita koma fram á staðnum í tilefni þess. Þær hljóm- sveitir sem munu spila næstu fjóra daga eru Reykjavík!, Sudden Weather Change, Útidúr, DLX ATX, Quadrupolos, Sing for me Sandra, Cosmic Call, Caterpill- armen, Two Tickets to Japan, Tam- arin/Gunslinger, Dynomo Fog, Captain Fafanu, Lockerbie, Jungle Fiction og Me, the slumbering Napoleon. Miðaverð er 500 til 1000 kr. á tónleikana en frítt verður inn að þeim loknum þegar plötusnúðar taka við og halda uppi fjörinu. OkiDoki með Maíhem á Venue næstu dagana  Í dag kemur ný plata frá hin- um hressu Hvanndalsbræðrum í verslanir. Á plötunni er að finna 12 lög og þar á meðal eru „LA LA lagið“, „Fjóla“, „Vinkona“ og Evróvisjónlagið „Gleði og glens“. Lagið „Vinsæll“ eftir Dr. Gunna í flutningi þeirra bræðra er svo komið í spilun á öllum helstu út- varpsstöðvum landsins. Hljómsveitin mun halda ferna útgáfutónleika á næstunni. 27. og 28. maí á Græna hattinum á Ak- ureyri, 3. júní á Nasa í Reykjavík og 4. júní í Salthúsinu í Grindavík. Þetta eru þó ekki einu tónleikar Hvanndalsbræðra í sumar því að þeir eru þétt bókaðir og hafa nú þegar skipulagt á þriðja tug tón- leika um land allt. Nóg að gera hjá Hvann- dalsbræðrum í sumar Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Tónlistarmennirnir Benni Hemm Hemm og Alasdair Roberts munu koma fram á tónleikunum Ryk á Bo- ok, ásamt Blásarasveit Reykjavíkur undir stjórn Tryggva M. Baldvins- sonar, hinn 3. júní nk. Á tónleikunum verður flutt nýtt tón- og textaverk eftir Benna. Í verkinu er tveimur tungumálum att saman, íslensku og skosku, þannig að úr verður tungu- mál sem hljómar kunnuglega en þó framandi, eins og því er lýst á vef Listahátíðar. Benni og Roberts ætla að syngja persónulega texta, hvor á sínu tungumáli, en Alasdair er Skoti. Blásarasveit Reykjavíkur „heldur söngvunum uppi og flæðir inn í textaeyður og stundum tekur hún völdin og sprengir þakið af húsinu“ skv. lýsingu. Tónleikarnir verða einnig á tónlistarhátíðinni AIM á Akureyri, 5. júní kl. 15 í Ketilhúsinu. En degi fyrr, 4. júní, mun Roberts svo halda sólótónleika á skemmti- staðnum Venue, Tryggvagötu 22 í Reykjavík. Byrjaði að semja 15 ára Blaðamaður sló á þráðinn til Ro- berts fyrir nokkrum dögum og fyrsta spurningin var svohljóðandi: Hver er Alasdair Roberts? „Ég var skírður því nafni,“ svarar Roberts sposkur með skoskum hreim. Jú, vissulega heitir maðurinn Alasdair Roberts og er Skoti, sleit barnsskónum í Callander í Skotlandi miðju en hefur búið í Glasgow und- anfarin tíu ár. Blaðamaður hefur að- eins hlustað á eina af plötum Ro- berts, Spoils, en hún hefur að geyma fagra tóna og greinileg áhrif í lög- unum af skoskri þjóðlagatónlist með rokkívafi. Platan hefur fengið mikið lof frá virtum tónlistarritum á borð við Mojo, Pitchfork og Uncut og Ro- berts verið hrósað fyrir hugvekjandi texta og kraftmikla lagasmíði. Ro- berts segist hafa fengist við tónlist frá því hann var 15 ára gamall að taka upp lög heima hjá sér. Rannsóknarvinna í Edinborgarháskóla – Nú hefur þér verið líkt við Will Oldham en hvernig myndirðu lýsa tónlist þinni sjálfur? „Nýja platan sem ég vann með nokkrum vinum í Glasgow er með gömlum þjóðlögum. Ég myndi segja að ég væri að hluta til þjóðlaga- söngvari en mér finnst líka mikil- vægt að gefa út nýtt efni þannig að ég sem líka lög.“ – Þú sækir innblástur í skoska þjóðlagatónlist fyrst og fremst? „Já, sífellt meir. Þegar ég hóf fer- ilinn var það ekki svo mikið en með aldrinum hef ég unnið meira með skoska tónlist. Ég varði nýverið miklum tíma í deild Edinborgarhá- skóla sem helguð er skoskri tónlist, fór í gegnum safnið þar. Þar er margar upptökur að finna á skoskri þjóðlagatónlist, frá sjötta áratug síð- ustu aldar og eldri en það. Það er hægt að vinna með svo margt þar, það tekur heila mannsævi að vinna úr því, ef maður hefur nógu mikinn áhuga á þessu. Ég sé fyrir mér að vinna meira með þetta efni í framtíð- inni.“ – Starfarðu með hljómsveit eða ertu fyrst og fremst sólólistamaður? „Hvort tveggja. Á nýju plötunni sem kemur út í júní er ég að vinna með nýrri hljómsveit, það er aldrei sami hópur tónlistarmanna milli platna hjá mér en með sumum vinn ég oftar en öðrum.“ Hitti Benna í Glasgow – Hvernig kom samstarf ykkar Benna Hemm Hemm til? „Hann hafði hlustað á eina af plöt- unum mínum og gaf sig á tal við mig í Glasgow og spurði hvort ég hefði áhuga á að syngja lögin hans með honum. Hann lét mig hafa nokkra geisladiska með tónlistinni sinni og við hittumst nokkrum sinnum og prófuðum okkur áfram,“ svarar Ro- berts. – Þetta virðist býsna tilrauna- gjarnt, það sem þið ætlið að gera á Listahátíð. „Já, ég veit ekki hvað Benni myndi segja við því en miðað við þá forvinnu sem við höfum unnið verður þetta byggt á lögum en lögin verða frjálslega túlkuð,“ segir Roberts. Hann hafi ekki heyrt útsetningar Blásarasveitar Reykjavíkur og viti því ekki hvernig tónleikarnir verði. Roberts hefur ekki leikið áður með slíkri sveit, hlakkar mikið til þess og ekki síður að sækja Ísland heim í fyrsta sinn. Ljósmynd/Alex Woodward Alasdair Roberts Skoskur tónlistarmaður sem hlotið hefur mikið lof fyrir verk sín. Hann kemur fram á Listahátíð í Reykjavík og á sólótónleikum. Þjóðlagasöngvari með meiru  Skoski tónlistarmaðurinn Alasdair Roberts kemur fram á Listahátíð með Benna Hemm Hemm og heldur sólótónleika  Sækir í þjóðlagaarfinn Roberts hefur gefið út nokkrar plötur en fyrstu upptökurnar gerði hann heima hjá sér og gaf út árið 1995. Hann hefur með árunum þokast meir í átt að skoskri þjóð- lagatónlist og gaf árið 2001 út fyrstu sólóplötu sína, The Crook of My Arm, en á henni er hann einn með kassagítarinn sinn. Sama ár vann hann með Josan Molina og Will Oldham og gaf út plötu með þeim, Amalgamated Sons of Rest. Á henni má finna lög eftir tónlistarmennina þrjá. Önnur sólóplata Roberts, Fare- well Sorrow, kom út 2003 en á henni naut hann aðstoðar breskra og bandarískra tónlist- armanna. Þriðju plötuna framleiddi Will Oldham, No Earthly Man frá árinu 2005 en á henni má finna blöndu breskra þjóðlaga, ballöður með sorgarundirtóni, en bræðurnir Paul og Will Oldham leika m.a. á henni. Platan The Am- ber Gatherers kom út tveimur ár- um síðar og Spoils í fyrra. Og í júní kemur svo út sjötta sólóplatan, Too Long In This Condition. Sjötta sólóplatan væntanleg PLÖTUR ALASDAIR ROBERTS www.alasdairroberts.com

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.