Morgunblaðið - 20.05.2010, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.05.2010, Blaðsíða 12
12 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 2010 Fuglavernd skorar á meindýraeyða að fara að lögum og reglum og eyða ekki starrahreiðum á meðan egg og ungar eru í hreiðrinu, enda er fugl- inn alfriðaður. Best er að koma í veg fyrir starravarp með því að loka glufum og rifum sem fuglarnir sýna áhuga. Ef starrinn nær að verpa er nauð- synlegt að bíða eftir að ungar fljúgi, síðan má hreinsa út hreiðrið, eitra og loka fyrir. Jafnframt skorar félagið á garð- eigendur að eitra ekki garða sína, heldur nota náttúrulegar varnir gegn meindýrum. Fuglar séu nátt- úrulegir óvinir skordýra í görðum og þeir beri skaða af að éta skordýr sem hafa tekið í sig eitur. Morgunblaðið/Jóhann Óli Hilmarsson Starrinn Biðja ungunum griða. Starrar eru friðaðir Aðalstjórn Öryrkjabandalags Ís- lands mótmælir því harðlega að enn á ný skuli þessi ríkisstjórn sem kennir sig við „velferð“ ráðast að félagslega kerfinu með því offorsi sem félags- og trygginga- málaráðherra boðaði á föstudag síðastliðinn. „Allt frá janúar 2009 hafa lífeyr- isþegar orðið að bera hlutfallslega mestar byrðar vegna bankahruns- ins, þar sem óprúttnir fjár- glæframenn mökuðu krókinn á kostnað skattborgaranna. Allt síð- asta ár dundu skerðingar á örorku- og ellilífeyrisþegum í formi skerð- inga á lífeyri eða auknum lyfja- kostnaði og hækkun komugjalda.“ ÖBÍ gagnrýnir ríkisstjórnina Hundruð stjórnmálamanna, emb- ættismanna og sérfræðinga frá öll- um þjóðum heims hittast í Stokk- hólmi dagana 7.-11. júní nk. til þess að leggja grunn að alþjóðlegum samningi um notkun kvikasilfurs. Í dag eru engir bindandi alþjóða- samningar um notkun og losun kvikasilfurs sem er eitt hættuleg- asta eiturefni sem fyrirfinnst og getur borist þúsundir kílómetra með vindum og straumum. Vonir standa til að fundurinn leiði til þess að samningar náist árið 2013. Nor- ræna ráðherranefndin, sem er sam- starfsvettvangur norrænu rík- isstjórnanna, fjármagnar ráðstefnuna. Ræða kvikasilfur Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, flutti í fyrradag setn- ingarræðu á al- þjóðlegri ráð- stefnu sem fram fór í Lissabon í boði Norður- Suður-stofnunar- innar (North- South Centre) sem starfar á vegum Evrópuráðs- ins. Í ræðu sinni fjallaði forsetinn m.a. þær miklu breytingar sem hafa orðið í samskiptum Evr- ópuríkja og þróunarlanda og það hvernig breytt valdahlutföll í ver- öldinni sköpuðu nýjan grundvöll fyrir stefnumótun og alþjóðlega samvinnu. Forsetinn hélt ræðu í Lissabon Ólafur Ragnar Grímsson skyldugarði með leiktækjum hér í Laugardalnum. Seinna var sá garður sameinaður húsdýragarð- inum með brú yfir stíg sem upp- haflega átti að liggja að tónlist- arhöll hér í dalnum,“ segir Tómas sem leggur mikið upp úr fræðslu- starfsemi Fjölskylda- og hús- dýragarðsins. Vísindaveröldin sé ungum sem öldnum heillandi heimur en þar sé brugðið ljósi á raunvísindi á auðskiljanlegan hátt. Metnaður standi til að efla þessa starfsemi enn frekar á komandi tíð. Öll íslensku húsdýrin er í garð- inum og flest villtu íslensku spen- dýrin, utan mýs og rottur. Brimill og urturnar í selatjörninni við inn- ganginn í garðinn eru dýr sem þangað var komið með fyrir tutt- ugu árum og kæpa urturnar á hverju ári. Þá bætast eðlur og slöngur við í hina mjög svo fjöl- breyttu fánu garðsins síðar á þessu ári. Graður og geðgóður „Nautið Guttormur er tvímæla- laust vinsælasta dýrið sem nokkru sinni hefur verið hér í garðinum, enda spunnust alls- konar sögur og skrítlur tengdar nautinu. Við vorum að leita að gröðu nauti og geðgóðu en að þetta tvennt fari saman er sjald- gæft. Guttormur var hins vegar hvort tveggja og skoraði því hátt,“ segir Tómas. Á næstunni hefjast fram- kvæmdir við vaðleikjasvæði fyrir börn í fjölskyldugarðinumn og á það að verða tilbúið um mitt sum- ar. Þá hafa aðstandendur Þór- arins Þorkels Jónssonar sem lést á síðasta ári ákveðið að minnast hans með því að fela Fjölskyldu- og húsdýragarðinum til varð- veislu eitt stærsta einkasafn upp- stoppaðra fugla sem til er á Ís- landi. Einnig hefur garðinum borist býflugnasýningarbúr frá Noregi sem sett verður upp í næsta mánuði. Morgunblaðið/Árni Sæberg Skemmtiferð Lestarferðir eru fátíðar og því var ekki nema von að krakkarnir kættust þegar þeir komust í ferð með lestinni, sem brunaði hraðar og hraðar. Fræðslan er mikilvæg  Mikil gleði á 20 ára afmæli Fjölskyldu- og húsdýragarðsins í Laugardal  Börnin sem heimsóttu garðinn fyrstu árin koma þangað nú sem foreldrar Svín Öll íslensku húsdýrin eru í garðinum og velflest villtu spendýrin sem eru í íslenskri náttúru. Margt vekur athygli krakka, til dæmis svín sem hrín. Gestafjöldi í Fjölskyldu- og hús- dýragarðinum hefur verið nánast föst stærð, eða um 200 þúsund manns, mörg undanfarin ár. Tómas Óskar Guðjónsson forstöðumaður segir garðinn njóta mikilla vin- sælda og æ fleiri kaupi árskort enda séu þau hagkvæmur kostur fyrir þá sem koma oft í heimsókn.. Hann sér fyrir sér að starfsemin eflist enn frekar næstu árin og þá verði einkum og helst byggð á grunni þess sem fyrir er. Nú sé á prjónunum að fá eðlur og snáka í garðinn enda séu öll tilskilin leyfi fyrir hendi. Dýrin ættu þá að koma einhverntíma á árinu, en ekki er hægt að segja ná- kvæmlega hvenær. Eðlurnar eru væntanlegar STARFSEMIN Í GARÐINUM ALLTAF AÐ EFLAST Urtur Selirnir setja svip sinn á staðinn en tjörnin þar sem urtur, brimlar og kópar svamla er nánast við hliðið þar sem gengið er inn í garðinn góða. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Ætla má að hálf fjórða milljón gesta hafi heimsótt Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í Laugardal í Reykjavík á þeim 20 árum sem liðin eru frá stofnun hans, en haldið var upp á afmælið í gær. Gestir á ári hverju eru um 200 þúsund og hefur sú tala haldist nokkuð jöfn um langt skeið. „Við segjum stundum að allir komi hingað í garðinn að minnsta kosti þrisvar sinnum á ævinni. Fyrst sem barn, næst sem foreldri og svo sem amma eða afi. Sam- kvæmt þessu er önnur kynslóðin nú farin að koma til okkar, ungir foreldrar sem heimsóttu staðinn sem börn á fyrstu árunum hér,“ segir Tómas Óskar Guðjónsson sem verið hefur forstöðumaður frá upphafi. Heillandi heimur Tómas segir starfsemi garðsins hafa þróast í samræmi við þær línur sem lagðar voru í upphafi. Einnig hafi verið róið á önnur mið en ætlunin var þegar starfsemin fór af stað í maí 1990. „Á þriðja starfsári okkar var tekin ákvörðun að koma upp fjöl-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.