Ný saga - 01.01.1987, Side 90

Ný saga - 01.01.1987, Side 90
AÐ VITA SANN Á SÖGUNUM sagnapersónu: „Mikill maður hefur Tarsan verið ef allt er satt sem frá honum segir í sögum þessum." Sagnfestu- menn voru jafnvel enn trú- gjarnari að mati gagnrýnenda sinna sem héldu fram þeirri kenningu, að sögurnar séu fyrst og fremst skáldsögur, verk einstakra höfunda á 13. öld sem hafi farið frjálslega með efnivið sinn, tam. munn- mæli og erlend minni. Þessi kenning nefnist bókfesta og varð ofan á í heimi fræðanna. Fræðimenn sem fást við sögurnar hafa einkum skipst í tvo hópa á seinustu árum, þá sem leita fyrirmynda sagn- anna í öðrum bókmennta- verkum, bæði innlendum og erlendum, og hina sem telja munnmælaþáttinn sterkari en bókfestumenn töldu lík- legt til skamms tíma. En þótt þessir menn í síðarnefnda hópnum séu stundum kennd- ir við nýja sagnfestu eru þeir ólíkir gömlu sagnfestumönn- unum því að þeir telja að sög- urnar hafi breyst mjög í munnlegri geymd, beri ein- kenni hinna ýmsu tíma og þó sterkust einkenni ritunar- timans.2 Sumir þeirra leggja áherslu á að sögurnar hafi verið sagðar í heyranda hljóði og ættu þær samkvæmt því að geta veitt vitneskju um almenn viðhorf og ríkjandi hugmyndir manna á 13. öld.3 Sögurnar geta auðvitað ver- ið nothæfar heimildir um ýmislegt fleira sem tíðkaðist á 13.öld en viðhorf og hug- myndir. Hér má nefna sem dæmi vitneskju um það hvar leiðir lágu um landið á rit- SEIÐUR. Kvikmyndin Útlaginn var gerð árið 1981 eftir G/sla sögu Súrssonar. Sú gerð sögunnar sem stendur næst frumtexta hermir að Þorgrlmur nef hafi gert sér seiöhjall og I annarri gerð segir að hann hafi framiö seið „fjölkynngilega og með allri ergi og skelmiskap". í kvikmyndinni fellur Þorgrimur i dá (trans) en ekki er þvl lýst þannig I sögunni né þekkist slfkt dá seiðmanns i íslendingasögunum en um Óðin er þess getið og alþekkt meðal Finna og Sama. I kvikmyndinni sést kveðandi aðstoðarfólk Þor- grims enn ekki er á það minnst í sögunni né neins álíka í frá- sögn af dái Óðins en i Eiríks sögu er dæmi slíks og fleiri meðal Sama og Finna. Á myndinni má þekkja i hlutverkum sínum I kvikmyndinni frá vinstri Silju Aðalsteinsdóttir, Hilmar Hauksson og lengst til vinstri Björn Óskar Einarsson sem Þorgrím nef. En þótt þessir menn... séu kenndir við nýja sagnfestu eru þeir ólíkir gömlu sagn- festumönnunum... unartíma sagnanna. Ég beini hins vegar einkum athyglinni að því hvort og hvernig megi nota sögurnar sem heimildir um tímann fyrir 1200. Óskar Halldórsson hvatti til að beitt yrði aðferðum munnmælafræða við sögurn- ar og talaði þá kannski eink- um til bókmenntafræðinga.4 Sagnfræðingar hafa dauf- heyrst við þessu, finnst etv. ekki líklegt að greina megi þann sögulega kjarna frá 10. og 11. öld sem vera kann í munnmælaefninu. Foote og Wilson bentu á það árið 1970 að oft mætti nota sögurnar sem heimildir um forna þjóðhætti og siði.5 Þeir nefndu seið sem dæmi um sið sem aflagður var á ís- landi á 13. öld en tíðkaðist lengi með ýmsum þjóðum og er svo að sjá af samanburði að lýsingar sumra sagnanna geti verið raunsannar í megin- dráttum.6 En fleiri geta lagt sagnfræðingum lið af þessu tagi. Mannfræðingar biðja hljóðs Mannfræðingar fást við að kanna svonefnd „frumstæð“ þjóðfélög, lýsa þeim og bera þau saman. íslenska þjóð- veldið telst hafa verið „frum- stætt" Þjóðfélag, ma. af því að þar skorti sameiginlegt framkvæmdavald (konung) en blóðhefnd tíðkaðist. Mönn- um finnst sem Ijómi af hinu forna alþingi en völd þess voru lítil; Björn Þorsteinsson líkti því við allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna en Paul Durrenberger mannfræðing- ur velur ekki alveg eins glæs- ilega líkingu heldur fundi ameríska mannfræðifélags- ins. 7 88
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.