Ný saga - 01.01.1989, Side 46

Ný saga - 01.01.1989, Side 46
Már Jónsson sanna kæmi aldrei í ljós. Eins ef kona laug upp á mann sem sór fyrir og hún neitaði að nefna liinn rétta föður. Gæti kona hins vegar ekki lýst annan föður en þann sem unnið hafði eið fyrir barn hennar, vegna þeirrar einföldu staðreyndar að hún sagði sannleikann, var það úr- ræði eftir að skoða barnið þeg- ar það var orðið það gamalt að ætla mátti að það líktist föðurn- um. Þetta gilti þó einkum þegar tveir menn komu jafnt til greina. í apríl 1623 voru Halldór Jónsson og Hallkell Magnússon þannig dæmdir að Torfastöðum í Mið- firði til að annast barn Guðrún- ar Fúsadóttur í sameiningu „inn til so lengi að skírlegir dandi- menn gera grein á hverjum þessara manna það barn líkist eftir því gamall Kristinn réttur hlýðir.“ Guðrún hafði sagt að báðir „hefðu með sig haft,“ Halldór játað en Hallkell fallið á eiði. Ákvæðið sem dæmt var eftir hljóðar þannig: „Nú líkist barn í þess ætt sem með eiði synjaði... þá taki hann við barni sínu og bæti meinsæri sitt, en j^eim fulla fúlgu sem barn hefur þar til fætt.“53 Skoðun á barni fór fram að Holti undir Eyjafjöllum 3- maí 1608. Margrét Guðmundsdóttir treysti sér þá ekki lengur til að veita átta ára dóttur sinni Krist- björgu framfæri. Þegar barnið fæddist var Margrét gift manni sem nú var látinn, en föður lýsti hún Jón Árnason. Hann játaði verknaðinn en sór fyrir faðern- ið. Að Holti voru „skilvísir menn“ sammála um að Krist- björg væri mun líkari yfirlitum í ætt Jóns en Ásmundar. Hún dæmdist því á framfæri Jóns. Dómsmenn vitnuðu til Kristni- réttar og útskýrðu regluna nánar: „þá halda gamlir og nýir dómar og nú allstaðar um land- ið fyrir Iög gengið að þar sem slíkur efi er á og tvídrægni um faðerni barna og tveir menn eður fleiri eru til orðaðir að þeir skuli barnið báðir eður all- ir jafnt annast til framfæris sem réttir feður þar til það er 7 vetra. En síðan skuli sá viðtaka og faðir þessa barns haldinn vera og framfæri veita í hvors þeirra ætt það barn mest líkist þá það er 7 vetra gamalt."54 Eftir þessu var farið út öldina. Á al- þingi 1690 leitaði sýslumaður Strandasýslu til Þórðar biskups „um skoðun á ófeðruðu barni er nú tjáist 7 vetra.“ Biskup sam- þykkti „að við þá barnsskoðun séu viðstaddir tveir heiðurlegir kennimenn, hverjir ásamt öðr- um þar til kvöddum sína mein- ing í ljósi láti í hvora ætt það barn líkara sýnist." Þremur árum síðarvoru Hallur Jónsson og Markús Guðlaugsson dæmd- ir til að annast barn Gróu Jóns- dóttur til jafns við hana þangað til það yrði sjö vetra. Þá átti að athuga hvorum þeirra það líktist.55 Þegar ekkert var að gert fjör- uðu málin út. Vegna heimilda- fæðar verður ekkert vitað um afdrif þessa fólks og þessara barna. Yfirvöld höfðu ekki bol- magn til að fylgja hverju einasta máli eftir og þegar þau hætta að skipta sér af missum við sjónar á þessu fólki. Þó er víst að afl- mörg börn urðu aldrei feðruð. Það varð reyndar sautján ára stúlku, Guðrúnu Eyjólfsdóttur, til lífs árið 1624. Hún eignaðist barn með kvæntum og hálfsex- tugum manni, Hólmfasti, sem sagður var móðurbróðir hennar, „laungetinn, ósvarinn og óviðgenginn.“ Dómsmenn að Gröf í Ytra-Hreppi vissu „að saga sumra kvenna um þvílík efni hefur misjafnt reynst sönn“ og á alþingi var dæmt að Guð- rún væri aðeins sek um einfalt hórdómsbrot vegna þess að ætíð hefðu leikið „mjög frek- leg“ tvímæli um faðerni Hólmfasts.56 En ófrágengin feðrun gat líka haft óþægilegar afleiðingar. Þegar Brynjólfur biskup var á ferð um Vestfirði í byrjun september 1647 boðaði hann presta til fundar við sig í Otradal. Meðal málefna var að segja til um „þau börn sem lausakonur so ala að ei geta grein gjört á vissu faðerni." Opinber aflausn fór fram að söfnuði áheyrandi og þótti mikil niðurlæging. Barnið var skoðað þegar það var orðið það gamalt að ætla mátti að það líktist föðurnum. Kennimönnum sýndist rétt „að börnin tengist ekki til ektaskap- ar í hvorugs þess manns ætt sem kennt var, sökum vareygð- ar við óvissa blóðskömm á báð- ar síður í öllum þeim liðum sem fyrirboðnir eru.“ Einnig var ákveðið að þessum mögu- lega skyldleika skyldi „lýst í þeirri sókn sem þau uppalast og staðfestast, einu sinni á tólf mánuðum frá því börnin eru tólf vetra fram til þess þau giftast." Ekkert dæmi hef ég fúndið um að þessu hafi verið framfylgt, en í ársbyrjun 1634 spurði séra Jón Sigurðsson í Fljótshlíð Gísla biskup Oddsson að því „hvort sú persóna má gefast í hjónaband sem enginn veit sannan föður að.“ Gísli svaraði játandi og vísaði til orða Páls postula: „betra er að giftast en brenna.“ Síðan spurði hann og svaraði sjálfur af nokkrunt ákafa-. „var sá eiður dæmdur? eða löglega tekinn? Var móðirin eftir það rélega rannsökuð bæði af veraldlegum og andleg- um? eða hefúr hún staðið nokk- urt straff? eða á saklaust barnið þess að gjalda? Gömul regla er almennileg: De occultis non judicat ecclesia, það er kristileg kirkja plagar ekki að dæma opinberlega um leynda hluti."57 Þegar hafðar eru í huga þrá- látar áminningar presta og það að konur voru settar út af sakra- menti fyrir að vilja ekki eða geta ekki feðrað börn sín verður ekki séð að kirkjunnar menn á 17. öld hafi virt þessa reglu nema að takmörkuðu leyti. Hundrað árum eftir svar Gísla var hins vegar slakað á klónum, þannig að eftir það þurftu kon- ur ekki að hafa mikið fyrir því vildu þær komast hjá því að feðra börn. Mildari afstaða er að öllum líkindunt afleiðing þeirrar breytingar sem varð á eiðum karla árið 1718 og áður er getið. Konum sem ekki gátu feðrað börn sín hefur fjölgað þegar karlar gátu fyrirhafnar- laust synjað með eineiði. Ein þeirra kvenna var Sesselja Lofts- dóttir úr Strandasýslu. Hún 44
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.