Morgunblaðið - 02.04.2011, Side 48

Morgunblaðið - 02.04.2011, Side 48
48 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2011 Skannaðu kóðann til að hlusta á lag- ið „Ghetto“ með Ghostface Killah. Stjórnendur kvikmyndahúsafyrir- tækja í Bandaríkjunum hafa lýst yfir óánægju sinni yfir því að fjögur stór kvikmyndaframleiðslufyrirtæki í Hollywood, þ.e. Warner Bros., Fox, Sony og Universal, hafi ekki látið þá vita af þeim fyrirætlunum sínum að hrinda af stað nýrri VOD-þjónustu í næsta mánuði, þ.e. stafrænni mynd- bandaleigu, á kapalstöðinni Di- recTV. Kvikmyndahúsastjórar voru á ráðstefnu í Las Vegas þegar frétt- irnar bárust í vikunni. Gæti þetta VOD-útspil þýtt breytingar á sýn- ingartímum í kvikmyndahúsum þar sem myndirnar verða komnar á VOD um tveimur mánuðum eftir frumsýningu í kvikmyndahúsi. Kvik- myndahúsaeigendur telja þetta geta haft skaðleg áhrif á rekstur húsanna, þ.e. ef fækka þarf sýning- ardögum kvikmynda. Ósáttir kvikmyndahúsastjórnendur Hollywood Breytingar í vændum, myndir fara fyrr í VOD en áður var. Já, frétt þess efnis að ódýrir miðar væru fáanlegir á Eagles-tónleikana í sumar í blaði gærdagsins voru aprílgabb. Sagt var frá því að Framkvæmdaaðilar Eagles ætluðu að selja 50 miða á tónleikana á 5.000 kr. stykkið og ástæðan væri breytt staðsetning hljóðblöndunar- borðs. Fólki var boðið að renna snjallsíma yfir svokallaðan QR- kóða hefði það áhuga á að verða sér úti um miða. Kóðinn vísaði hins vegar inn á síðu hjá vísindavefnum þar sem tilurð aprílgabba er út- skýrð. Þeir 10.000 miðar sem í boði voru fyrir tónleikana sem haldnir verða í Laugardalshöll 9. júní eru því allir farnir, eins og áður. Miðar á Eagles voru aprílgabb AF TÓNLIST Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Maður er nefndur Ghostface Killah,réttu nafni Dennis Coles, fæddur 9.maí árið 1970. Coles er hipp hopp- listamaður, hæfileikaríkur rappari þekktur af kröftugu flæði og margslungnum rímum, hlöðnum slangri sem ekki er allra að skilja. Coles heldur tónleika í kvöld á Nasa, rapp- unnendum án efa til ómældrar gleði.Coles sleit barnsskónum á Staten Island í New York, bjó í bæjarblokk með móður sinni og átta systkinum. Hann átti erfiða æsku. Faðir hans yfirgaf fjölskylduna þegar Coles var sex ára, tveir bræðra hans þjáðust af vöðva- visnun og voru bundnir við hjólastól. Coles var elstur systkinanna og þurfti að sinna mikið veikum bræðrum sínum.    Rapparanum eru enn hugleikin þaubágu kjör sem hann bjó við í æsku. Í einu laganna á breiðskífu sinni Apollo Kids sem kom út í fyrra, „Ghetto“, nýtir Coles búta úr laginu „Woman of the Ghetto“ með Marlenu Shaw frá árinu 1972. Í því talar Shaw fyrir hönd kvennanna sem ala þurfa upp börn sín í fátækrahverfum, í „gettóum“. „Hvernig elur maður upp börnin sín í get- tóinu? Gefurðu einu að borða en lætur annað svelta? Viltu segja mér það, þingmaður?“ spyr hún. Þarna liggja rætur Ghostface Kil- lah, líkt og svo margra kollega hans í Banda- ríkjunum. Í fátækt og harðri lífsbaráttu.    Ungur að árum leiddist Coles út íglæpi; ruplaði og rændi, neytti eitur- lyfja og seldi. Fyrsta fangelsisdóminn hlaut hann aðeins 15 ára gamall. Nokkrum árum síðar flutti nýr strákur í hverfið, Robert Diggs, kallaður RZA, og varð það upphafið að farsælum hipp hopp- listamannsferli Co- les. Félagarnir kunnu að kveðast á, rappið var þeim í blóð borið. Coles kynnti RZA fyrir kung fu-kvikmyndum, Wu Tang-myndunum og er listamannsnafn Coles, Ghostface Kil- lah, fengið úr einni slíkri, Mystery of Chess- boxing frá árinu 1979. Hipphopp-sveitin góð- kunna, The Wu-Tang Clan, leit dagsins ljós árið 1992 með RZA í broddi fylkingar en aðrir liðsmenn, auk Ghostface Killah, eru GZA, Method Man, Raekwon, Inspectah Deck, U-God, Masta Killa og Ol’ Dirty Bast- ard heitinn. Wu-Tang menn þóttu sérstakir og ferskur andblær í hipp hoppinu, óvenju- fjölmenn sveit og orðfærið í rímum þeirra allsérstakt, m.a.. fengið úr hugmyndum sam- takanna The Nation of Gods and Earths (meðlimir í þeim trúa því meðal annars að Guð og djöfullinn búi innra með fólki, eða eitthvað í þá veru), kung fu-myndum og teiknimyndasögum. Wu-Tang Clan þykir í dag ein besta og áhrifamesta hipp hopp-sveit allra tíma. Liðsmenn hennar hafa allir hasl- að sér völl sem sólólistamenn þó sumir far- sælli en aðrir, eins og gengur og gerist. Ghostface Killah ætti að vera sáttur, plötur hans hafa almennt verið lofsungnar og hann jafnan nefndur sem einn af fremstu röpp- urum heims.    Ghostface þykir kraftmikill og hraðurrappari, tungulipur mjög og slangur- flæðið mikið og oft og tíðum torskilið. Ghost- face er strangtrúaður og í viðtölum verður honum tíðrætt um Guð og syndir okkar mannanna, að öll uppskerum við eins og við sáum á endanum. Hann muni gjalda fyrir syndir sínar á efsta degi. Svo lærir sem lifir. Ghostface telur æðsta takmark hvers manns að öðlast virðingu og ást í þessu jarðlífi. Amen fyrir því. Fyrsta sólóplata hans, Ironman, frá árinu 1996, hlaut mikið lof gagnrýnenda, þótti nokkuð sálarskotin og á þeirri næstu, Bulletproof Wallets, var hann undir sterkum áhrifum af R&B tónlist. Sú nýjasta, Apollo Kids, er níunda hljóðversskífa kappans og Wu-Tang-hljómurinn sagður áberandi á henni. Platan hlaut að meðaltali 84 stig af 100 mögulegum á Metacritic, sem telst afar góður árangur. Ghostface er enn í fanta- formi, kominn á fimmtugsaldurinn og lætur allt flakka. Og í kvöld fá gestir Nasa að fljóta með straumnum. Hann gæti orðið þungur. Kröftugt flæði, slungnar rímur Ghostface Rapparinn þekkti heldur tónleika á Nasa í kvöld. Hann haslaði sér völl í hipp hoppinu með hinni þekktu og margrómuðu sveit Wu-Tang Clan snemma á tíunda áratugnum í New York. » Ghostface er strangtrú-aður og í viðtölum verður honum tíðrætt um Guð og syndir mannanna, að öll upp- skerum við eins og við sáum á endanum. Ágúst Ólafsson Gissur Páll Gissurarson Hulda Björk Garðarsdóttir Valgerður Guðnadóttir Antonía Hevesi, píanó Leikstjóri: Ágústa Skúladóttir Leikmynd: Guðrún Öyahals Búningar: Katrín Þorvaldsdóttir Lýsing: Magnús Arnar Sigurðarson PERLUPORTIÐ FRUMSÝNING 8. APRÍL 2011 SPRELLFJÖRUG ÓPERUSKEMMTUN!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.