Morgunblaðið - 09.05.2011, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.05.2011, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. MAÍ 2011 Öflugur greiðendavefur með hagnýtum upplýsingum s.s. • Yfirlit mála • Samkomulög • Greiðslur með korti • Góð ráð og margt fleira Þjónustuver 440 7700 www.ekkigeraekkineitt.is Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Erfitt að sjá útkomu ársins  Undanþága í lögum brúar átta milljarða bil hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins Önundur Páll Ragnarsson onundur@mbl.is Ríkið gæti á næstu árum þurft að leggja A-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR) til millj- arða króna til að koma á jafnvægi milli eigna henn- ar og skuldbindinga. Frá hruni hefur Alþingi brúað bilið fyrir LSR með því að veita sjóðnum undanþágu frá ákvæði lífeyrissjóðalaganna, sem að öllu jöfnu mælir fyrir um að heildarstaða A-deildar megi ekki verða nei- kvæð um meira en sem nemur 10%. Þegar rætt er um „heildarstöðu“ er átt við þau réttindi sem sjóðsfélagar hafa þegar áunnið sér og þau réttindi sem núverandi sjóðsfélagar munu ávinna sér í framtíðinni, metin á núvirði. Sem stendur er staða A-deildar neikvæð um 12%, eða 47,4 milljarða króna. Til að komast undir 10% markið þyrfti hún að batna um átta milljarða króna, eins og staðan er í dag. Undanþágan heim- ilar LSR að hafa neikvæða stöðu allt að fimmtán prósentum, eða 59,25 milljörðum króna. Hún var fyrst veitt með lagabreytingu hrunárið 2008 og hefur svo í tvígang verið framlengd til eins árs. Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri LSR, segir að stjórn sjóðsins hafi til skoðunar hvað heppilegast sé að gera varðandi hina neikvæðu stöðu sjóðsins, en engar ákvarðanir hafi verið teknar. Staða sjóðsins fer batnandi „Það er erfitt að sjá hvernig þetta ár muni koma út, staðan frá síðustu áramótum batnaði úr því að vera mínus 13,2% í 12%. Þannig að staðan lagaðist talsvert, þrátt fyrir erfitt umhverfi,“ segir Hauk- ur. Hann veit ekki hvort þessi góða þróun mun halda áfram en kveðst einfaldlega vona að svo verði. Um þrjátíu þúsund sjóðsfélagar greiddu iðgjöld í A-deild LSR á síðasta ári og námu heildareignir hennar í lok þess 154,5 milljörðum króna. Það hefur verið litið svo á að þetta sé innan marka og þess vegna hefur iðgjald launa- greiðenda ekki verið hækkað. Haukur Hafsteinsson Skúli Á. Sigurðsson skulias@mbl.is Steinarnir sem kastað var gegnum stofuglugga á heimili Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra að- faranótt laugardags voru miklir hnullungar samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Grjótinu var kast- að af þvílíkum krafti að rúður í gluggunum sprungu og glerbrot þeyttust um alla stofuna en þar inni sátu Ögmundur og kona hans. Grjótkastið hófst um klukkan þrjú um nóttina en þá voru Ögmundur og kona hans að tygja sig til sængur. Þau sáu ekki mennina sem hentu grjótinu en talið er að tveir menn eða fleiri hafi ver- ið að verki þar sem þrír hnull- ungar komu nán- ast samtímis gegnum rúðuna. Hvorki Ögmund né konu hans sakaði en tveir gluggar í stofunni sprungu. Lögreglan verst allra frétta af málinu en Ríkis- lögreglustjóri fer með rannsókn þess. Þá hefur Ögmundur sjálfur ekki viljað tjá sig um atburðinn við fjölmiðla. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins veit lögregla ekki hver eða hverjir gerðu árásina en rannsókn málsins kvað meðal annars beinast að skipulögðum glæpasamtökum og einnig, vegna tímasetningar árásar- innar, fólki og hópum tengdum hæl- isleitendum. Er það vegna þess að á föstudaginn hellti hælisleitandi yfir sig bensíni á skrifstofu Rauða kross Íslands í Reykjavík og hótaði að kveikja í sér. Ráðuneyti Ögmundar hefur einnig sætt gagnrýni vegna málefna hælisleitenda. Samkvæmt frétt á vef Ríkisút- varpsins í gærkvöldi hafa Ögmundi ekki borist frekari hótanir í kjölfar árásarinnar en aukið hefur verið við eftirlit með heimili hans. Grjóti og glerbrotum rigndi inn í stofu hjá ráðherra  Embætti ríkislögreglustjóra fer með rannsókn málsins Ögmundur Jónasson „Við erum að fara yfir þetta, atriði fyrir atriði og væntanlega náum við að ljúka þessu núna fljótlega eft- ir helgi,“ segir Vilhjálmur Birg- isson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, en fé- lagið og Framsýn í Þingeyjarsýslu eru einu félögin á almennum vinnumarkaði sem ekki hafa lokið gerð kjarasamninga. Vilhjálmur segir stöðu félagsins í samningaviðræðunum ekkert sterka í ljósi þess að langflest félög hafi þegar samið og reiknar með að sam- komulagið verði í anda samkomu- lagsins sem gengið var frá í síðustu viku. „Það er ekki mikil staða hjá þrjú þúsund manna stéttarfélagi þegar 99% af hreyfingunni eru búin að ganga frá samningi.“ Skilningur á kröfum Ekki náðist í Aðalstein Árna Bald- vinsson, formann Framsýnar, í gær en á föstudag sagði hann við frétta- vef Morgunblaðsins að unnið yrði að áherslubreytingum um helgina frá þeim samningi sem bræðslumenn á Þórshöfn fengu. „Við viljum knýja á um að 200.000 króna lágmarkslaun komi strax, en ekki árið 2013.“ Að- alsteinn sagði skilning á kröfunum hjá viðsemjendum en fundað yrði áfram í dag. Skrifa lík- lega undir í vikunni Vilhjálmur Birgisson „Ekki sterk staða“ Ung kona sem kærði karlmann til lögreglu vegna nauðgunar eftir páskahelgina hefur setið undir hót- unum um líkamsmeiðingar dragi hún kæruna ekki til baka. Konan hefur flúið heimili sitt af ótta við of- beldið. Þetta kom fram í kvöld- fréttum Ríkisútvarpsins í gærkvöldi. Maðurinn sem var kærður verður í gæsluvarðhaldi til 27. maí nk. en lögreglu bárust tvær kærur á hend- ur honum á fjórum dögum vegna nauðgunar. Í báðum tilvikum þorðu konurnar ekki að neita samræði af ótta við manninn sem var mjög ógn- andi og beitti þær auk þess öðru of- beldi. Fórnarlambi hótað líkams- meiðingum Líf og fjör var í Laugardalnum í gærmorgun þegar hópur kvenna tók þátt í mæðradagsgöngu Göngum saman í blíðskaparveðri. Einnig var gengið í Hveragerði, Borgarnesi, á Dalvík og í Kaupmannahöfn. Göngum saman eru landssamtök sem styrkja rannsóknir á brjósta- krabbameini og hafa síðustu daga verið í samstarfi við Landssamband bak- arameistara um bakstur á brjóstabollunni svokölluðu. Hún hefur verið til sölu í bakaríum um allt land í tengslum við mæðradaginn og rennur ágóð- inn til styrktar vísindarannsóknum á brjóstakrabbameini. Það hafa örugg- lega margar konur fengið sér eina girnilega brjóstabollu með sunnudags- kaffinu eftir frískandi göngutúr. Mæðradagsganga í blíðskaparveðri Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.