Morgunblaðið - 09.05.2011, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.05.2011, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Sögulegt veggspjald Keli bendir á veggspjald í kjallaraloftinu af fyrirhuguðum flutningi Trúbrots á Lifun. verið að fást við í gegnum árin. Eftir að Rúnar stofnaði Geim- stein jókst fjölbreytileikinn í úr- klippubókum Kela. „Alveg frá upp- hafstíð Geimsteins hef ég safnað öllu sem tengist hljóðverinu, öllum tón- listarmönnum sem þar koma við og plötum sem eru gefnar út á vegum Geimsteins. Ég klippi líka út allt efni sem tengist hverjum þessara tónlistarmanna, t.d. umfjöllun um maka.“ Keli segir úrklippusafn hans hafa verið töluvert notað við heim- ildaröflun fyrir útgáfu bóka um ís- lenska tónlistarmenn, sem og í rit- gerðarsmíð. Hann lumar því á ómetanlegum heimildum um ís- lenska tónlistarsögu í rúmlega 200 úrklippubókum. Að ekki sé talað um á annan tug bóka sem tengjast íþróttafélaginu Keflavík og Keli tók að klippa út fyrir um áratug. Tón- listarmennirnir sjálfir fá bækurnar líka lánaðar endrum og sinnum, enda geta þeir ekki fylgst með allri fjölmiðlaumfjölluninni og þá koma úrklippubækurnar sér vel. Eiginhandaráritanir í bland við myndir og texta Keli hefur reyndar ekki látið duga að klippa út efni úr íslenskum dagblöðum og tímaritum heldur safnar hann eiginhandaráritunum í bækurnar og tekur þær því gjarnan með sér á tónleika eftir að hafa reddað sér baksviðspassa. „Ég hef samband við þá tónlistarmenn sem ég er að safna þegar eitthvað er um að vera og segist hafa áhuga á að mæta með bókina mína. Ég á orðið gott samband við þá og þetta er auð- sótt mál.“ Keli lumar líka á eiginhandar- áritunum margra heimsfrægra tón- listarmanna sem hann safnaði þegar hann starfaði um skeið á skemmti- stað. „Hugmyndin með þessu var að Poppminjasafn Íslands myndi eign- ast þessar bækur og við Rúnar heit- inn Júlíusson ræddum þetta mikið og höfðum sameiginlega sýn með þetta. Mér sýnist safnið ekki vera að þróast í þá átt sem upphaflegu hug- myndirnar kváðu á um, þannig að ég veit ekki hvert framhaldið verður,“ segir Keli. Eftir að eiginkona og synir Rúnars opnuðu Rokkheima fékk safnið afrit af öllum úrklippum Kela sem tengjast Rúnari og Geim- steini. Þegar blaðamaður spurði Kela um farinn veg í áhugamálinu, hvað væri í mestu uppáhaldi og annað slíkt, stóð ekki á svari: „Rolling Sto- nes og það að fá að hitta Bill Wyman var toppurinn. Ég stefni að því að hitta þá alla og helst auðvitað Mick Jagger,“ segir Keli sem hefur séð þá á tónleikum. Það er hins vegar flug- virkjum á Keflavíkurflugvelli að þakka að Keli nær í erlend tímarit með tónlistarumfjöllun, sem þeir safna úr flugvélunum og í staðinn færir hann þeim konfekt reglulega. „Það fylgir þessu mikill kostnaður og það hefur reynst erfitt fyrir mig að semja við söluaðila um að fá að skanna tímaritin áður en ég kaupi þau. En það eru ýmsir sem vita af þessum áhuga mínum og gauka að mér efni.“ Þessir sömu þekkja orðið slóð Kela og ef vinir hans sakna blaðsíðu úr dagblaði eða tímariti, er iðulega spurt: „Kom Keli í heim- sókn?“ DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. MAÍ 2011 Keli hefur ákveðnar venjur við vinnuna kringum úrklippurnar, sem eru ekki síður áhugaverðar en vinnan sjálf. „Ég byrja á því að rífa síðurnar úr blöðunum og geymi í mánuð. Þá flokka ég allt efni niður eftir tónlistarmönnum. Þegar ég hefst handa við að klippa úr og líma set ég tónlist við- komandi tónlistarmanns á fóninn og þann- ig koll af kolli.“ Það er nóg að einhver sjáist á almannafæri í fatnaði merktum hljóm- sveitum úr safni Kela, þeir komast í úr- klippubók. Verslunarkeðjan Dressmann komst t.d. í úrklippubókina eftir að sala á fatnaði merktum Rolling Sto- nes hófst og Keli setur söngtexta sinna tónlistarmanna í minning- argreinar til að koma þeim í úrklippubókina. Allt er fyrirfram ákveðið enda Keli með ákveðna stefnu kringum söfnunina og skönnun hans á fjölmiðlaumfjöllun er orðin taktviss á löngum tíma. Þessi grein fer án efa í úrklippubók. Taktviss söfnun ÁKVEÐNAR VENJUR KELA Nú er ár liðið frá því faraldursmitandi hósta náði há-marki í reiðhestum hér á landi og lamaði meira og minna alla hestatengda starfsemi. Fjárhags- legt tjón varð umtalsvert, sér- staklega þar sem fresta varð Landsmóti hestamanna um eitt ár. Um var að ræða bakteríusýkingu í efri hluta öndunarvegarins sem einkenndist af graftarkenndum hor og hósta. Öll hross landsins voru móttækileg fyrir sýkingunni og því var frá upphafi talið að um nýtt smitefni væri að ræða hér á landi. Sýnt hefur verið fram á að sjúk- dómsvaldurinn var nýr stofn af teg- undinni Streptococcus zooepidem- icus. Þar sem allan hrossastofninn skorti sértæk mótefni gegn þessu smitefni sköpuðust forsendur fyrir víðtækum faraldri. Þéttsetin hest- húsin og hestahaldið í heild sinni reyndist ennfremur bakteríunni hagstætt. Þessi bakteríustofn er vel þekktur sjúkdómsvaldur í öllum okkar nágrannalöndum en veldur þar helst veikindum hjá ung- hrossum. Sjúkdómurinn er í flestum tilfellum talinn hættulaus en getur truflað þjálfun hrossa. Fullvíst má telja að smitið hafi verið komið á kreik í byrjun febrúar og kannski fyrr, en það náði að breiðast út um mestallt landið áður en sjúkdómurinn uppgötvaðist í byrjun apríl. Meirihluti reiðhesta á þéttbýlli stöðum landsins var búinn að taka smitið í byrjun maí. Í byrj- un virtist veikin bráðsmitandi en þegar frá leið varð ljóst að smitefnið hafði búið um sig í nokkrar vikur og magnast upp innan hesthúsa án þess að menn yrðu þess varir. Þar sem sjúkdómurinn var vægur, eink- um í byrjun, og meðgöngutíminn langur var ekki hægt að stöðva út- breiðslu hans. Faraldurinn var að mestu genginn yfir í byrjun vetrar. Helsta smitleiðin var með smit- uðum eða veikum hrossum sem flutt voru milli húsa eða beitarhólfa. Bein snerting milli hesta var nauðsynleg í byrjun en eftir að smitið hafði magnast upp innan hesthúsa varð það ekki stöðvað. Sömuleiðis gátu menn borið það milli hrossa með óhreinindum utan á fatnaði og öðr- um búnaði. Veikin barst í útigangs- hross með framangreindum leiðum en ekki var um loftborið smit að ræða. Smitið barst hratt milli úti- gangshrossa sem átu úr sömu hey- rúllu og/eða drukku úr sama vatns- kari en þegar leið á sumarið hægði mjög á smitdreifingunni. Smitið magnaðist á ný í stóðhestagirð- ingum enda bættust þar smám sam- an við nýir, móttækilegir ein- staklingar. Folöldin reyndust alla jafna varin af mótefnum úr brodd- mjólkinni í u.þ.b. tvo mánuði en gátu veikst nokkuð alvarlega eftir það. Afföll voru þó sem betur fer lít- il. Allt bendir til að hrossastofninn hafi nú byggt upp nokkra mótstöðu gegn þessu smitefni og því fari hættan á nýjum faraldri dvínandi. Reiknað er með að til framtíðar verði það fyrst og fremst folöld sem eigi á hættu að sýkjast. Faraldur smitandi hósta reyndist enn ein birtingarmynd þess hversu viðkvæmur íslenski hrossstofninn getur verið fyrir nýjum smitefnum, jafnvel þeim sem ekki eru þekkt fyrir að valda alvarlegum sjúkdóm- um þar sem þau eru landlæg. Því verða allir að leggjast á eitt um að efla smitvarnir landsins og verja hrossin frekari áföllum. Bann við innflutningi lifandi dýra er þar lyk- ilatriði auk þess sem bannað er með öllu að flytja til landsins notuð reið- tygi og notaður reiðfatnaður skal sótthreinsaður samkvæmt reglum Matvælastofnunar. Dr. Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma hjá Matvælastofnun Matvælastofnun Heilbrigði og velferð dýra Íslenski hrossa- stofninn stendur keikur Morgunblaðið/Heiddi Útreiðar „Allt bendir til að hrossastofninn hafi nú byggt upp nokkra mót- stöðu gegn þessu smitefni og því fari hættan á nýjum faraldri dvínandi.“ Nánari upplýsingar um faraldur smitandi hósta og smitvarnir er að finna á heimasíðu Mast: www.mast.is. Stærsti broskall í heimi, sem búinn er til með lifandi fólki var myndaður á aðaltorginu í Zagreb í Króatíu í gær. Hvorki meira né minna en 768 Króatar tóku þátt í að búa til hinn risavaxna broskall í því skyni að komast í Heims- metabók Guinnes og slá þannig fyrra met. Er útlit fyrir að það hafi tekist með bravúr hjá fólkinu því það voru grann- ar þeirra í Riga í Lettlandi sem áttu fyrra metið þegar 551 manneskja myndaði samskonar broskall. Svo er bara að vona að tilraunin hafi framkallað bros hjá einhverjum. Reuters Veröldin Setja met með brosi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.