Morgunblaðið - 09.05.2011, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.05.2011, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRViðskipti | atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. MAÍ 2011 H a u ku r 0 3 .1 1 Guðni Halldórsson viðskiptalögfræðingur, gudni@kontakt.is Arnór H. Arnórsson rekstrarhagfræðingur, arnor@kontakt.is Brynhildur Bergþórsdóttir rekstrarhagfræðingur, lögg. verðbr.- og fasteignasali, brynhildur@kontakt.is Gunnar Svavarsson viðskiptafræðingur, gunnar@kontakt.is Jens Ingólfsson rekstrarhagfræðingur, jens@kontakt.is Sigurður A. Þóroddsson hrl. sigurdur@kontakt.is Forgangslisti er nýjung fyrir kaupendur og fjárfesta. Skráning á www.kontakt.is Hlynur Rafn Guðjónsson viðskiptafræðingur hlynur@kontakt.is • Skráðu þig á forgangslista og við sendum þér reglulega upplýsingar í tölvupósti um tækifæri sem við getum ekki sett í auglýsingar. Upplýsingar og skráning á www.kontakt.is. • Framleiðslufyrirtæki í vaxandi atvinnugrein. Hentar vel til flutnings út á land. Þarf a.m.k. 600 fm húsnæði með lágmark 8 metra lofthæð. • Lítið innflutnings- og framleiðslufyrirtæki. Ársvelta 50 mkr. Hentar vel tveimur handlögnum. Auðveld kaup. • Rógróið fjölskyldufyrirtæki með innflutning á þekktri gæðavöru fyrir nýbyggingar og viðhald fasteigna. Ársvelta 140 mkr. • Lítil heildverslun með kerti, servéttur og einnota vörur. Ársvelta 50 mkr. • Eitt besta bakarí borgarinnar. Ársvelta 70 mkr. Gott tækifæri fyrir duglega bakara sem vilja eignast eigin rekstur. • Lítil trésmiðja sem sérhæfir sig í gluggum og hurðum. Góð tæki. Hentar til flutnings út á land. Auðveld kaup. • Fyrirtæki með þekktar "franchise" fataverslanir í Kringlunni og Smáralind. EBITDA 20 mkr. • Rótgróið innflutningsfyrirtæki með vörur fyrir sjávarútveg. EBITDA 50 mkr. • Meðeigandi/fjárfestir óskast að traustu framleiðslu- og þjónustufyrirtæki til að nýta vaxtamöguleika. Núverandi ársvelta um 150 mkr. Mjög góð ávöxtun fyrirsjáanleg. Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Um allt land eru golfáhugamenn að taka kylfurnar sínar úr geymslum eftir langan vetur, og golfvellirnir óð- um að fyllast af lífi. En hvernig eru golfklúbbarnir staddir? Eru þeir að koma vel undan þeim fjárhagslega vetri sem bankahrunið skapaði? „Svo skringilega sem það kann að hljóma þá hefur ekki fækkað hjá okk- ur síðustu tvö ár. Það hefur ekki orð- ið mikil fjölgun eins og árin á undan, en ekki fækkað eins og áætlanir okk- ar höfðu gert ráð fyrir,“ segir Hauk- ur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbsins Kjalar í Mosfellsbæ. Stækka til að höfða til fleiri Starfið er í miklum blóma hjá Kili og standa yfir framkvæmdir sem munu fjölga holunum úr 14 í 18. Stækkunin vonast Haukur til að færi félaginu fleiri meðlimi, svo að fari úr 670 manns upp í um 1.000. „Margir eru áhugasamir um völlinn en eru vanir 18 holum. Við teljum að 18 holu völlur sé að mörgu leyti heppilegri rekstrareining, og hjálpi okkur að laða að bæði nýja félagsmenn og svo innlenda og erlenda gesti,“ segir Haukur en golfvöllurinn hefur stækkað í áföngum frá árinu 2007 þegar hann hafði aðeins 9 holur. Hjá Golfklúbbnum Kili starfa fjór- ir yfir veturinn en yfir sumartímann eru starfsmenn í kringum 12-13. Rekstrartekjur á síðasta ári voru 73,3 milljónir, en þar af voru fé- lagsgjöld 35 milljónir, vallargjöld 3,7 milljónir, tekjur af mótum 5,8 millj- ónir og þá skiluðu styrkir 8,1 milljón. Þó að ekki hafi fækkað í félaginu og nýting aukist segir Haukur að eðli- lega hafi gengið erfiðar en oft áður að afla tekna og halda útgjöldum í skefj- um. Frá rekstrarárinu 2008-9 minnk- uðu t.d. styrkir og auglýsingasala um 2,4 milljónir. Skuldir í samræmi við tekjur Framkvæmdirnar við völlinn kosta sitt og er klúbburinn með um 79 milljónir í skammtímaskuldir. Hauk- ur segir skuldir félagsins í krónum og því ekki hafa verið um neinar stökk- breytingar að ræða. „Reksturinn er réttum megin við núllið og skuldirnar eingöngu til komnar vegna fram- kvæmda og nýrrar vélaskemmu. Þetta eru ekki óviðráðanlegar fjár- hæðir þegar aðrar tölur í rekstrinum eru skoðaðar, og þannig var bók- færður hagnaður á liðnu ári 11,5 milljónir. Það er ekki svo að mikið sé af peningum aukreitis og sýna þarf mikið aðhald í rekstrinum, en við náum samt að eiga fyrir nauðsynlegri uppbyggingu.“ Heilmikill rekstur er á golfvelli eins og hjá Kili en Haukur bendir þó á að íslenskir golfklúbbar séu reknir á öðrum forsendum en golfvellir víða annars staðar. Klúbbarnir séu reknir eins og íþróttafélög og markmiðið fyrst og fremst að skapa góða að- stöðu fyrir félaga og gesti frekar en að græða ofboðslegar fjárhæðir. Rekstrarafgangur eitt árið er notað- ur til góðra verka það næsta. Morgunblaðið/Skapti Hallgríms Sveifla Vinsældir golfíþróttarinnar eru meiri en nokkru sinni. Erlendir golfunnendur koma hingað í leit að óvenjulegu umhverfi og upplifun. Golfklúbbarnir hrista af sér kreppuna  Reksturinn á góðu róli hjá Kili í Mosfellsbæ og Golfklúbbi Akureyrar þrátt fyrir framkvæmdir  Samdráttur í efnahagslífinu ekki bitnað á vinsældum íþróttarinnar og nýtingin á völlum góð Halla Sif Svavarsdóttir segir Golf- klúbb Akureyrar hafa komið nokkuð vel út úr kreppunni. „Auðvitað hefur allur rekstarkostnaður hækkað, og það þarf að kosta töluverðu til til þess að halda vellinum fallegum, en á heildina litið stendur reksturinn vel og hefur gert síðustu ár. Undanfarið hefur verið umtalsverð fjölgun í klúbbnum, og við erum ekki komin í eigu banka,“ bætir hún við og hlær. Sprenging hefur orðið í golfsport- inu síðasta áratuginn og sést það bæði á því að fjöldi sérverslana með golfvörur hefur sprottið upp og síðan virðist golfvöllunum vera að fjölga, vellirnir að stækka og aðbúnaður að verða betri með hverju árinu. Þrátt fyrir fjölgun valla segir Halla Sif að ekki sé um að ræða offramboð. „Hér fyrir norðan er gott jafnvægi á milli framboðs og eftirspurnar og ekki um það að ræða að golfklúbbarnir á svæðinu eigi í öðru en góðu samstarfi. Á suðvesturhorninu er síðan enn skortur á golfvöllum til að mæta þörf- inni.“ Nyrsti 18 holu völlurinn Í golfklúbbnum eru tæplega 700 fé- lagsmenn, og lætur því nærri að rösk 4% bæjarbúa séu meðlimir. Völlurinn er einn sá eftirsóttasti á landinu og fara þar fram fjöldamörg sterk mót hvert sumar, s.s. Arctic Open, Mit- zubishi Open, Bautamótið og hjóna- og paramót. Auk þess þykir erlend- um golfáhugamönnum spennandi að fara hringinn á þessum nyrsta 18 holu golfvelli heims og eru bæði inn- lendir og erlendir ferðamenn mikil- væg tekjulind fyrir golfklúbbinn. Segir Halla íslenska golfara duglega að ferðast um landið og spreyta sig á þeim fjölmörgu góðu völlum sem finna má í öllum landshlutum. „Regn- hlífarsamtökin Golf Iceland sjá um að kynna íslenska golfvelli fyrir erlend- um ferðamönnum. Sjálf höldum við úti heimasíðum og fáum fjölda fyr- irspurna erlendis frá. Bæði laðar hnattræn lega vallarins að golfara og eins þykir þeim mikil upplifun að leika golf í miðnætursólinni. Íslend- ingarnir spila meira á daginn og kvöldin en sumir af erlendu gestun- um eru að setja í holur langt fram á morgun.“ Talandi um erlenda gesti þá verður golfmótið Arctic Open núna haldið 25. árið í röð. Halla segir ágætar tekjur af stórum mótum, en á móti komi líka útgjöld. Orðspor Arctic Open er gott og hefur borist víða, en þegar blaða- maður spyr hvort einhvern tíma sé von á stórstjörnum eins og Tiger Wo- ods segir Halla slíkt vitaskuld vera drauminn, en ekki raunhæft að svo stöddu. „Við erum þó að fá til okkar tvo ameríska atvinnukylfinga í ár, en ég veit þó ekki hversu vel þeir eru þekktir meðal íslenskra kylfinga.“ Allstór hluti Akureyringa félagar í golfklúbbnum Jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar Spreyta sig Halla Sif Svavarsdóttir segir íslenska golfara duglega að ferðast um landið til að spila. Það er alls ekki svo að golfvellirnir séu mannlausir yfir vetrartímann. Hjá Golfklúbbnum Kili hefst sum- arvertíðin 21. apríl og stendur fram í miðjan október, en gengið er frá flötunum þannig að hægt er að spila allan ársins hring. „Völlurinn okkar er nálægt sjónum sem hjálp- ar til með veðurfarið því að snjór leggst sjaldnar yfir. Í vetur held ég að hafi ekki verið snjór hjá okkur nema nokkrar vikur í febrúar og svo 30. apríl og 1. maí,“ segir Hauk- ur og bætir við að völlurinn sé tölu- vert notaður yfir vetrartímann, þá sérstakleg af eldri golfurum, og eins er vetrarmótaröð haldin hvern laugardag sem vel viðrar. Útlendingarnir hafa gaman af ís- lenskum aðstæðum. Á meðan ís- lenskir golfarar leita í sólbakaðar grasflatir í Flórída veltir Haukur því fyrir sér hvort það hafi ekki sama aðdráttarafl á erlenda golf- ara að spreyta sig á íslensku roki og rigningu. „Við vorum eitt sinn með hóp Japana hjá okkur og var ekki hægt að telja þá ofan af að fara hér út á völl í þvílíku roki og strekkingi að enginn Íslendingur myndi láta sér detta í hug að spila golf,“ segir hann. „Svo lendum við oft í því að það er nánast vandamál hvað erlendu golfararnir eru lengi að klára hringinn. Það gerist sér- staklega á fjórðu holu að þeir hreinlega gleyma sér yfir útsýninu. Þú sérð auðvitað ekki svona hrika- legt landslag á venjulegum golfvelli úti í heimi.“ Útlendingarnir vilja hrika- legt útsýni og norðanátt Veðrið Haukur Hafsteinsson segir íslenskar aðstæður heilla útlend- inga sem spili í hvaða veðri sem er.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.