Morgunblaðið - 09.05.2011, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 09.05.2011, Blaðsíða 9
STANGVEIÐI Önundur Páll Ragnarsson onundur@mbl.is Útlit er fyrir mun betri vatnsbúskap í laxveiðiám víða á landinu í sumar en í fyrra. Fátt er svo með öllu illt að ei boði gott og á það ekki síður við um hið kalda og úrkomusama vor hingað til. Sumarið 2010 sló flest met hvað öfgar í tíðarfari varðar og um tíma voru sumar ár orðnar varla fiskgengar vegna vatnsleysis. Eiríkur Pálsson, veiðivörður á Arnarvatnsheiði, segir talsvert meiri snjó á heiðinni, þar sem Miðjarðará á upptök sín og sömuleiðis í Snjó- fjöllum á Holtavörðuheiði, þar sem efstu drög Norðurár í Borgarfirði liggja. Sumar tjarnir á Arnarvatns- heiði séu líka fullar af vatni sem var lítið í á sama tíma í fyrra. „Það lítur því betur út með Miðfjarðará núna en í fyrra,“ segir Eiríkur. Meiri vatnsforði Jón Þór Júlíusson hjá Laxi ehf., sem hefur margar ár á leigu segir snjó í fjöllum svo sem ekkert gífur- lega mikinn, en það séu skaflar víða þar sem ekkert var síðasta vor. „En grunnvatnsstaðan almennt er bara miklu betri. Tjarnir, vötn og mýrar eru í miklu betra ásigkomulagi,“ segir Jón Þór. „Horfurnar eru mikl- um mun betri en í fyrra. Það sem fór með þetta í fyrra var maímánuður. Hann gerði útslagið með endalausri sól og blíðu. Önnur lögmál í Blöndu Stefán Sigurðsson, sölustjóri Lax- ár, sem hefur Rangárnar, Tungu- fljót, Blöndu, Víðidalsá, Langadalsá og fleiri ár á leigu, tekur í sama streng og segir útlitið betra. Um Blöndu gilda önnur lögmál en hinn náttúrulegi vatnsbúskapur einn og sér, því Stefán var í gær mjög já- kvæður um útlitið í Blöndu. Vatns- hæðin í Blöndulóni er nefnilega í sögulegu lágmarki, vegna aukinnar raforkunotkunar á landinu. Meira vatni hefur því verið hleypt á túrb- ínurnar undanfarin misseri en oft áður. Þetta þýðir að langan tíma mun taka að fylla lónið og líklegra að mórautt jökulvatnið flæði ekki um yfirfallið fyrr en komið er fram í ágúst. Þannig helst áin tær og fín lengur og veiðin getur staðið lengur. „Það lítur því vel út með Blöndu,“ segir Stefán kampakátur með hina miklu rafmagnsnotkun landans. Þröstur Elliðason hjá Strengjum, sem eru með Breiðdalsá og fleiri ár á Norður- og Austurlandi, segir ástandið þar svipað og í fyrra og út- lit fyrir ágætan vatnsbúskap sem verði sjaldnast jafnslæmur þar og suðvestanlands. Vatnsdalsá Veiðimaður býr sig undir að sleppa 88 cm hæng sem veiddist á silungasvæðinu í Vatnsdalsá árið 2007.  Meiri snjór í fjöllum og meira vatn í mýrum og tjörnum  Gott útlit í Blöndu þar sem lónið er í sögulegu lágmarki MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. MAÍ 2011 hyggst þó ekki sitja auðum höndum heldur ætlar sér að skrifa bók um sögu skólans. Jón segir í raun furðulegt hvað heimurinn hafi breyst mikið á starfsferlinum og tækninni hafi fleygt fram. Í byrj- un voru notaðar krítartöflur en nú eru komnar til sögunnar gagnvirkar stofutöflur. Þá minnist hann fyrstu busavígslu skólans. Hún var með þeim hætti að nemendur áttu að standa á öðrum fæti og fara með vísur. Þetta segir Jón að myndi ekki María Ólafsdóttir maria@mbl.is Jón F. Hjartarson lætur nú í sumar af störfum sem skólameistari Fjöl- brautaskóla Norðurlands á Sauð- árkróki eftir 32 ára starf. En hann hefur verið skólameistari skólans allt frá upphafi. „Ég er 97 ára samkvæmt kenn- arastaðli. Ætli ég sé ekki bara að verða löggilt gamalmenni,“ segir Jón léttur í bragði þegar blaðamað- ur slær á þráðinn til hans. Bætir síðan við að konan sín reyndar hristi höfuðið yfir þessu. „Það er hvort tveggja tregabundið og dásamlegt að hverfa frá eftir svo langan tíma,“ segir Jón. Hann ganga í dag. Hugmyndin kom frá Rómverjum en það hafði gerst í sögu þeirra að maður hafði verið talinn svo málgefinn að ræðutími hans var gjarnan langur. Hann var því beðinn um að flytja erindi sitt á meðan hann gæti staðið á öðrum fæti. Jón starfaði áður sem kennari á Suðurnesjum og síðan sem aðstoðarskólameistari á Akranesi. Eiginkona Jóns er Skagfirðingur en sjálfur segist hann þurfa að fara aft- ur á 15. öld til að rekja ættir sínar þangað. Jón er nú við að ljúka sínu síðasta skólaári og segist hafa lofað sjálfum mér að hann myndi hætta um þær mundir sem haustlitirnir kæmust í fjöllin og áður en bændur rækju rollur sínar af fjöllum. Busar stóðu á öðrum fæti Jón F. Hjartarson  Jón F. Hjartarson skólameistari lætur af störfum eftir 32 ára starf við Fjölbrautaskóla Norðurlands á Sauðárkróki Yfir 150 sjóbirtingar hafa veiðst í Laxá í Kjós það sem af er tíma- bilinu sem hófst um miðjan apr- íl. Kjartan Marinó Kjartansson, umsjónarmaður veiðihússins við ána, segir þetta góða veiði, enda hafi alls ekki verið hægt að veiða alla daga vegna veð- urs. „Í gær veiddist einn 76 senti- metra sjóbirtingur og annars 64 sentimetra á sömu stöng,“ seg- ir Kjartan. Tíu til tólf fiskar hafa veiðst á dag og í veiðibókinni er skráð talsvert af 60 til 70 senti- metra fiskum. Öllum sjóbirtingi er sleppt í Laxá í Kjós. Góð veiði í Kjósinni SJÓBIRTINGSVEIÐIN Mun betri vatnsbú- skapur í laxveiðiám Morgunblaðið/Einar Falur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.