Morgunblaðið - 21.05.2011, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.05.2011, Blaðsíða 10
PRUFUTÍMINN Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Fuglaskoðunin var undirstjórn Jóhanns Óla Hilm-arssonar fuglafræðings.Hann sagði að gott væri að mæta með sjónauka, fuglahandbók og vaðstígvél ef hægt væri að ganga um svæðið. Öllu þessu var reddað, auk þess sem lopapeysan og polla- gallinn voru dregin fram. Friðland í Flóa er fuglafriðland Fuglaverndar og Árborgar. Það er rétt fyrir utan Eyrarbakka, og telst ásamt Ölfus- forum til ósa- svæðis Ölfusárs. Þegar ég mætti á staðinn kom mér á óvart að helj- arinnar húskofi er á svæðinu sem kallast víst fugla- skoðunarhús. Okkur sem vorum mætt í fugla- skoðun þennan dag var boðið inn í húsið en þar inni eru lúgur sem snúa út að votlendinu og til þess ætlaðar að sitja við og horfa á fugla út um. Ég hafði búist við því að fuglaskoðun færi fram á þúfu úti í móa en ekki í húsi sem gæti talist höll í sumum löndum. „Húsið var vígt í fyrravor þótt það hafi verið standandi í tvö ár. Í haust var settur upp hjólastól- arampur svo þetta er eitt af fáum fuglaskoðunarhúsum með aðgengi fyrir fatlaða. Á þriðja tug fuglaskoð- unarhúsa er um landið. Við vorum mjög seinir í þessu, Íslendingar. Fyrsta húsið reis í Borgarfirði eystra í maí 2001 og síðan hefur þetta verið sett upp víða,“ segir Jóhann Óli. Fuglalífið í friðlandinu Jóhann Óli byrjaði á að stilla upp fjarsjá, sem er mjög öflugur sjónauki, í eina lúguna í húsinu. Síðan hafði hann uppi á fuglum fyrir okkur hin og leyfði okkur að skiptast á að kíkja á þá í gegnum fjarsjána. Ég kom mér líka vel fyrir í einni lúgunni með kík- inn minn og fuglahandbókina og fylgdist með lífinu í friðlandinu. Það fyrsta sem Jóhann Óli benti mér á var lómapar á nærliggjandi tjörn. Lómur er afskaplega fallegur fugl sem ég Lífsglaðar stokkend- ur og sofandi lómapar Fuglaskoðun er áhugamál sem krefst þolinmæði. Líklega þess vegna hef ég aldrei sótt í að fara í fuglaskoðun. En þegar boðið var upp á slíka í Friðlandi í Flóa um síðustu helgi ákvað ég að skella mér enda blómatími fuglalífsins núna. Fuglaskoðun Blaðamaður með fjarsjána að skima eftir fuglum. 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2011 Nú þegar sumarið er komið á stjá vaknar áhugi landsmanna fyrir nátt- úrunni og öllu sem þar lifir og hrær- ist. Fólk ferðast um landið og verður margs vísara, til dæmis þeir sem heimsækja Mývatn, en þar er lífríkið afar fjölbreytt. Þeir sem eiga ekki leið norður í land en vilja forvitnast, geta í staðinn kíkt inn á vef Náttúru- rannsóknastöðvarinnar við Mývatn (RAMÝ) á slóðinni: ramy.is. Þar er hægt að fræðast í máli og myndum um dýralífið, jarðfræði, gróður, sögu og menningu Mývatns sem og rann- sóknir. Vefurinn gagnast líka þeim sem til dæmis hafa almennan áhuga á fuglum, því þarna eru myndir og greinargóðar lýsingar á fuglateg- undum. Vegna nýfallins snjós hefur verið gert hlé á fuglatalningu á Mý- vatni í bili en hún var komin vel á veg, taldir höfðu verið um 5.000 fuglar. Í fyrra voru taldir 29 þúsund fuglar. Vefsíðan www.ramy.is Morgunblaðið/Ómar Fuglar Endur setja mestan svip á fuglalífið í Mývatnssveit. Náttúra og saga við Mývatn Kirsuberjatréð á Vesturgötu 4 í Reykjavík er með kompumarkað í dag, laugardag, á milli klukkan 12 og 17. Markaðurinn er í kjallaranum í port- inu og þar verður selt kompudót; barna- og fullorðinsföt, dót og ein- hverjir leirmunir og listmunir sem eru hóflega gallaðir. Konurnar sem standa að Kirsu- berjatrénu halda kompumarkaðinn og er þetta í annað sinn sem þær standa fyrir honum. Sá fyrsti var síðastliðið haust og stefna þær að því að halda hann tvisvar á ári héðan af. Allir eru velkomnir í kjallarann í Kirsuberjatrénu í dag. Endilega … … kíkið á kompumarkað Morgunblaðið/Kristinn Kirsuberjatréð Margt fallegt. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Sönghópurinn Spectrum heldur vor- tónleika sína annað kvöld, sunnu- dagskvöld, í Guðríðarkirkju í Graf- arholti. Tónleikarnir hefjast kl. 20 og standa til kl. 22. Söngdagskráin er vorleg með vönduðum útsetningum. Meðal laga eru „Bridge over trou- bled water“, „Love me tender“, „Con te partirò“, „Down to the river to pray“, Gershwin-syrpa, bandarísk þjóðlög og fleira. Stjórnandi er Ingv- eldur Ýr Jónsdóttir og píanóleikari er Vignir Þór Stefánsson. Miðaverð er 2.000 kr. sé greitt við innganginn og 1.500 kr. hjá félögum. Tónleikar Morgunblaðið/Ómar Guðríðarkirkja Spectrum syngur þar. Vortónleikar sönghópsins Spectrum annað kvöld Læknar í Hollandi segja að sex ára gamall drengur með hnetuofnæmi hafi fengið ofnæmislost eftir að honum var gefið blóð frá blóðgjafa sem hafði borðað hnetur stuttu fyrir blóðgjöf. Drengurinn var í meðferð við hvítblæði. Eftir blóðgjöf fékk hann útbrot, blóð- þrýstingurinn féll og hann átti erfitt með andardrátt. Hann jafnaði sig eftir að hafa fengið viðeigandi með- ferð við kastinu. Móðir drengsins sagði að hann hefði fengið svipuð einkenni um eins árs aldur eftir að hafa borðað hnetur og hefði því ekki borðað þær síðan. Blóðprufa sýndi fram á að drengurinn fékk ofnæm- isviðbrögð vegna blóðgjafarinnar. Þrír af þeim fimm blóðgjöfum sem voru notaðir mundu eftir að þeir höfðu borðað hnetur kvöldið áður en þeir gáfu blóð. Heilsa Fékk hnetuofnæmiskast vegna blóðgjafar Ljósmynd/Jóhann Óli Skoðunarhús Litið út um lúgu á húsinu sem er opið frá vori fram á haust. Jóhann Óli Hilmarsson – Lifið heil www.lyfja.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 54 87 2 05 /1 1 SUNNY GREEN CHLORELLA Er svitalykt eða táfýla? Fyrir þig í Lyfju
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.