Morgunblaðið - 21.05.2011, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 21.05.2011, Blaðsíða 33
33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2011 Vor Í gær snjóaði víða um land og sumum þótti nóg um blásturinn í Reykjavík en þessar ungu stúlkur mættu vindinum með bros á vör á Ingólfstorgi enda veðrið sennilega hvergi betra en þar. Árni Sæberg Að mati Seðlabankans hafa 28 þúsund störf tap- ast frá miðju ári 2008. Í fyrra var heildarfjöldi starfa á Íslandi um 167 þúsund. Um mitt ár 2008 voru þau hinsvegar um 195 þúsund. Tæplega 17% starfa hafa því tap- ast á rúmum tveim árum. Vinnustundum hefur fækkað enn meira. Í fyrra voru um 14 þúsund án atvinnu. Aðrir 14 þúsund höfðu horfið af vinnumarkaði eða flutt úr landi. Augljóst er að mörg störf töpuðust í hruninu þegar fyrirtæki urðu gjaldþrota og atvinnugreinar drógust saman. En störfum heldur áfram að fækka. Fá ný störf verða til. Af hverju skyldi það vera? Í hagfræði er talað um muninn á því sem einstaklingurinn ber úr býtum fyrir vinnu sína og því sem hann fer að lokum með heim sem skattafleyg. Því stærri sem þessi fleygur er því minni hvati er til að vinna og því erfiðara er að stunda at- vinnurekstur. Nýverið birti OECD skýrslu þar sem fram kemur að skattafleygurinn á Ís- landi hefur stækkað hvað mest af öllum löndum OECD. Öll vitum við að skattar hafa hækkað meira hér á landi en góðu hófi gegnir en að við eigum nærri heims- met – það vissi ég ekki. Um 125 þúsund starfsmenn vinna nú í einkageiranum. Þessir starfsmenn þurfa að bera uppi framfærslu sína og tæplega 193 þúsund annarra Íslendinga. Hver starfsmaður í einkageiranum þarf því að bera uppi 1,54 aðra. Árið 2007 þurfti starfsmaðurinn í einkageiranum að bera framfærslu sína og 1,29 annarra. Byrðin hefur þyngst um 20% á þrem árum! Á sama tíma hafa allir skattar hækk- að. Tekjuskattur einstaklinga hefur hækkað um 9% síðan 1997 og er nú orð- inn sá annar hæsti innan OECD, næstur á eftir Danmörku. Virðisaukaskattur hefur hækkað um 4% og er sá hæsti í heimi. Jafnframt hafa skattar á fjár- magn, hagnað og lögaðila verið hækk- aðir og fjölmargir nýir skattar verið inn- leiddir. Skattar meðalfjölskyldu með tvö börn (ein fyrirvinna) stóðu nærri í stað milli áranna 2009 og 2010 innan OECD. Á Íslandi hækkuðu þeir um 5%! Skattar meðal- einstaklings hækkuðu um 3,3% á Íslandi en stóðu nærri í stað innan OECD. Skattar á einstæð foreldri hækkuðu mest á Íslandi af öllum lönd- um OECD. Nú er svo komið að skatta- umhverfi einstaklinga og fyr- irtækja er þannig að enginn hvati er til að stofna ný fyrir- tæki og skapa ný störf. Ofan á þetta er svo smurt óvissu sem hamlar fjárfestingu enn frekar. Það hriktir í fiskveiðistjórnunarkerfinu og erlendum fjárfestum er hótað þjóðnýt- ingu. Allar eru þessar skattahækkanir kynntar til sögunnar í nafni þess að rík- isfjármálin þurfi að laga. Það er vissu- lega rétt að fjármál ríkisins eru í ólestri en það eru til aðrar aðferðir til að laga þau. Sjálfstæðismenn hafa margoft bent á að besta leiðin til að laga ríkisfjármálin sé að endurheimta skattstofnana. Það gerum við með því að búa fyrirtækj- unum það umhverfi að þau fjárfesti og ráði nýja starfsmenn – með því að end- urheimta þau störf sem töpuðust í hruninu. Leiðin til þess er að eyða óvissu og lækka skatta á fólk og fyrirtæki eins og Sjálfstæðisflokkurinn tíundaði í viða- miklum efnahagstillögum sem enn eru í fullu gildi. Það er ekki hægt að skatta sig út úr vandanum en það er hægt að skatta sig í vanda eins og nú er berlega að koma í ljós! Eftir Tryggva Þór Herbertsson » Tekjuskattur ein- staklinga hefur hækk- að um 9% síðan 1997 og er nú orðinn sá annar hæsti innan OECD, næstur á eftir Danmörku. Virð- isaukaskattur hefur hækkað um 4% og er sá hæsti í heimi. Tryggvi Þór Herbertsson Höfundur er prófessor í hagfræði og al- þingmaður. Samhengi skatta og atvinnu Velferðarráðherra, Guðbjartur Hann- esson, ræðst ómak- lega að tannlæknum úr ræðustól Alþingis í óundirbúinni fyr- irspurn þingmanns- ins Þorgerðar Katr- ínar Gunnarsdóttur. Hann sakar tann- lækna um að nota börn í kjarabaráttu sinni. Vegna þessara ummæla er okkur bæði ljúft og skylt að upp- lýsa ráðherrann um eftirfarandi staðreyndir, sem ættu þó að vera honum vel kunnar. Hjálparvakt eða átaksverkefni Tannlæknafélag Íslands átti frumkvæðið að Hjálparvakt tann- lækna árið 2009. Hjálparvaktin var unnin í sjálfboðavinnu í samstarfi við tannlæknadeild Háskóla Ís- lands. Hjálparvaktin var öllum opin óháð efnahag og nýttu fjölmörg börn með illa skemmdar tennur sér þjónustuna. Tannlæknar víðs vegar af landinu unnu án launa þann tíma sem vaktin stóð. Átaksverkefni velferðarráðu- neytis er allt annars eðlis. Þar sem- ur velferðarráðuneytið við tann- læknadeild Háskóla Íslands um tímabundna tannlæknaþjónustu fyrir börn efnaminni foreldra að undangengnu mati. Ekki er þó metið eftir ástandi tanna eða með- ferðarþörf – sem þó ætti að vera grundvallaratriði. Þessi þjónusta stendur öllum börnum efnaminni heimila til boða og er greiddur ferðastyrkur til þeirra sem búa ut- an höfuðborgarsvæðisins. Það get- ur farið töluvert hærri upphæð í að greiða ferðakostnað barna og fylgdarmanna en í tannlækning- arnar sjálfar. Dæmi eru um ein- staklinga sem aldrei hafa greinst með tannskemmdir, en nýta sér þessa þjónustu og fá ferðastyrk fyrir sig og fylgdarmann til Reykjavíkur algerlega að ástæðu- lausu. Samningar Velferðarráðherra talar um að ekki hafi tekist samningar við tann- lækna. Árið 2007 náðust samningar við Tannlæknafélag Íslands um gjaldfrjálsar skoðanir sex og tólf ára barna. Velferðarráðherra er flokksmaður Samfylkingarinnar sem ásamt Sjálfstæðisflokki stóð fyrir nýjum lögum um sjúkratrygg- ingar nr. 112/2008 sem gera ekki ráð fyrir að samið sé við fag- eða stéttarfélög. Í umsögn um lögin gerði Tannlæknafélag Íslands at- hugasemd við þetta fyrirkomulag og gagnrýndi að ekki væri hægt að semja við félagið í heild sinni. Ítrekað hefur verið bent á þetta á fundum með forsvarsmönnum Sjúkratrygginga Íslands. Einnig hefur verið bent á árleg- an afgang af fjárlögum sem nota má til endurgreiðslu tannlækn- areikninga. Þessi afgangur nemur hundruðum milljóna ár hvert og á tíu ára tímabili eru ónýttar heim- ildir um þúsund milljónir króna. Á þessum árum hefur ráðherrum heilbrigðismála verið í lófa lagið að hækka endurgreiðslugjaldskrá sjúkratrygginga með einni til- skipun, sem hefði haft þær afleið- ingar að tryggðir sjúklingar fengju meira endurgreitt af útlögðum tannlæknakostnaði. Endur- greiðsluskrá SÍ hefur ekki hækkað síðan árið 2004. Börn, sem fæddust það ár, eru komin í grunnskóla – svo langt er um liðið og lýsir þetta vilja ráðherra og embættismanna til að bæta úr. Núverandi velferð- arráðherra getur breytt endur- greiðslugjaldskrá SÍ með einu pennastriki. Hrein tönn skemmist ei Síðast en ekki síst: Af hverju skemmast tennur? Grundvall- aratriði sem oft hefur gleymst í hinni almennu umræðu. Við fæð- umst öll með heilar tennur – reynd- ar getur glerungur verið gallaður í undan tekningartilfellum, en meginreglan er sú að tennur koma heilar í munn. Í munninum er sam- safn baktería sem skemma tennur. Ráðið sem við höfum til að halda þeim í skefjum er hreinsun með tannbursta og tannþræði. Einnig getum við haft áhrif með því að fylla ekki munninn endalaust af næringu fyrir bakteríurnar, en sykur, gos og önnur óhollusta er þar efst á óskalista þeirra. Tennur skemmast ekki, ef um þær er al- mennilega hugsað. Því er grunn- skylda okkar sem foreldra og heil- brigðisstarfsmanna að hugsa um tennur barnanna. Áhersluatriði Við verðum að leggja áherslu á forvarnir, flúorlökkun, skorufyll- ingar og fræðslu fyrir börn og ung- linga og reynslan hefur sýnt að vel er hægt að ná samkomulagi við tannlækna um tannlækningar barna. Viljinn þarf að vera til stað- ar hjá embættismönnum og stjórn- völdum. Með því að fara að tillögum starfshóps Tannlæknafélags Ís- lands um forvarnir og skiptingu í áhættuhópa má leggja grunn að góðri tannheilsu þjóðarinnar. Þess- ar tillögur hafa legið í velferð- arráðuneytinu frá hausti 2010. Hættum að berja höfðinu við stein- inn eða hnefanum í ræðupúltið og hefjumst handa í sameiningu og af viti. Átaksverkefni velferð- arráðherra er hliðarspor sem engu skilar til frambúðar. Eftir Sigurð Bene- diktsson og Krist- ínu Heimisdóttur »Núverandi velferðarráðherra getur breytt endur- greiðslugjaldskrá SÍ með einu pennastriki. Kristín Heimisdóttir Höfundar eru tannlæknar. Sig- urður er formaður Tannlækna- félags Íslands og Kristín er gjald- keri Tannlæknafélags Íslands. Með einu pennastriki Sigurður Benediktsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.