Morgunblaðið - 21.05.2011, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 21.05.2011, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2011 ✝ RagnarÁgústsson fæddist í Mávahlíð í Fróðárhreppi 16. mars 1931. Hann lést á Dvalarheim- ilinu Jaðri í Ólafs- vík 13. maí 2011. Foreldrar hans voru Ágúst Ólas- son, f. 21.8. 1897, d. 13.9. 1975, bóndi í Mávahlíð og Þur- íður J. Þorsteinsdóttir, f. 10.7. 1899, d. 9.4. 1976, húsfreyja í Mávahlíð. Systkini Ragnars voru Elínborg, f. 17.9. 1922, d. 6.3. 2002, Jóna, f. 30.6. 1925, d. 17.10. 2002, Þorsteinn, f. 6.3. 1965, maki Kristmundur Sig- urðsson, f. 8.8. 1963, þau eiga þrjú börn. 3) Hjörtur Ragn- arsson, f. 28.10. 1968, maki Sigrún Þórðardóttir, f. 6.12. 1969, þau eiga þrjú börn á lífi en eitt er látið. Ragnar átti fyr- ir soninn Jóhannes Inga, f. 27.5. 1955, maki Anna M. Val- vesdóttir, f. 17.1. 1955, þau eiga fjögur börn og sex barna- börn. Ragnar fæddist í Mávahlíð og fluttist til Ólafsvíkur og var þar búsettur alla tíð. Ragnar var til sjós en lengst af vann hann sem vélgæslumaður. Útför Ragnars fer fram frá Ólafsvíkurkirkju í dag, 21. maí 2011, og hefst athöfnin kl. 14. Hann verður jarðsettur í Brim- isvallakirkjugarði í Fróð- árhreppi. 1929, d. 16.6. 2009, Hólmfríður, f. 20.5. 1933 og Leifur Þór, f. 27.11. 1943. Ragnar kvæntist 21.4. 1962 Sigrúnu Mörtu Ólafsdóttur frá Ólafsvík, f. 24.9. 1936. For- eldrar hennar voru Laufey Þorgríms- dóttir og Ólafur Björn Bjarnason frá Ólafsvík. Börn Ragnars og Sigrúnar eru 1) Þuríður, f. 3.9. 1961, maki Guðmundur Ólafs- son, f. 4.2. 1964, þau eiga þrjú börn og þrjú barnabörn. 2) Brynja Ragnarsdóttir, f. 25.7. Elsku pabbi minn, nú ertu horfinn á braut, þú kvaddir, svo friðsæll og sáttur, en sorgin er sár. Eins og allir vita varstu mikið fyrir hesta, en ekki var nú áhugi hjá okkur systkinun- um fyrir þeim. Svo fór að ég sýndi smá áhuga og þú fljótur að grípa tækifærið, þetta var fermingarárið mitt og það kom ekkert annað til greina en að gefa mér hest. Þetta gekk nú ekki alveg eins og þú vildir þar sem ég var og er enn hrædd við hesta. Ég á fullt af góðum minn- ingum um þig, elsku pabbi minn en sú minning sem ég held hvað mest upp á var á þeim árum sem þú varst að byrja að veikjast. Þú komst og varst hjá okkur fjölskyldunni í Brautarholtinu í viku meðan mamma fór til Kanada. En þú svona fullorðinn maður varst ekki á því að þurfa að láta passa þig en gerðir það fyrir mömmu. Þrátt fyrir það að vera hjá okkur þá fórstu nú stundum heim í Vallholtið á daginn þar sem þú varst nú enn á bílnum. En einn daginn var mig farið að lengja eftir þér og þá hófst leit- in af kallinum. Ekki varstu heima hjá þér eins og þú varst búinn að lofa mér. Eftir að hafa hringt á alla staði sem mér datt í hug að þú gætir verið á ákvað ég að taka rúntinn og athuga hvort ég myndi sjá bílinn ein- hverstaðar. Viti menn, kallinn hafði farið smá rúnt, þú þurftir endilega að kíkja á hana Dísu og Emil sem voru að flytja. Það var mikill léttir að finna þig en þú skildir ekkert hvað ég væri að gera veður útaf þessu, þú værir ekkert smábarn. Á þessum tíma sá ég hvað þið mamma voruð samrýnd þegar þú beiðst alla daga eftir að mamma myndi láta í sér heyra. Þegar kellan hringdi loksins þá ljómaði andlit þitt. Svo var loksins komið að því að fara suður að taka á móti mömmu, sælusvipurinn á þér leyndi sér ekki þegar þú sást hana. Nú er komið að kveðjustund, ég á eftir að sakna þín. Þín dóttir, Brynja. Elsku afi minn, nú sit ég og reyni að skrifa mín síðustu orð til þín. Þetta er svo óraunverulegt allt saman, ég trúi því ekki að þú sért farinn frá okkur. En ég veit að þér líður vel núna og ert kominn á betri stað þar sem að þú þarft ekki að kljást við veik- indi þín lengur. Ég er svo afskaplega þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til þess að hjálpa þér í daglegu lífi á dvalarheimilinu eins og þú vildir að ég myndi kalla það, því að ekki varstu sáttur þegar ég talaði um elliheimilið. Ég er svo heppin að eiga fullt af góðum minningum um þig úr sumarbústaðnum í Mávahlíðinni til að minnast í framtíðinni. Þó er ein minning sem ég man alltaf svo vel eftir, það var þegar ég var að þræta við þig um Grána, ég, litli vill- ingurinn, heimtaði að eiga hest- inn með þér eða að ég myndi klippa þitt allra heilagasta í burtu og þú svo yndislegur hlóst bara að vitleysunni í mér og samþykktir. Elskulegi afi minn, ég mun minnast þín með bros á vör. Með þessum orðum vil ég segja við þig hvað mér þykir vænt um þig og tíminn sem ég fékk með þér síðustu dagana var mér mikils virði. Það verður tómlegt án þín enda var heimsókn til þín part- ur af hverri ferð minni hingað vestur. En svona er lífið, það eina sem við eigum víst er að deyja en þar sem þú varst svo tilbú- inn að fara frá okkur verðum við að sætta okkur við það og lifa með því en þín verður sárt saknað. Megi guð geyma þig. Þitt afabarn, Marta. Í dag kveð ég elsku afa minn, sem lagstur er til hinstu hvílu. Afi í Ólafsvík, eins og við systkinin kölluðum hann alltaf, hefur verið stór partur af mínu lífi og varð ég þess heiðurs að- njótandi að fá að alast upp í næstu götu við hann og ömmu Sigrúnu. Og óskaplega sem ég met það mikils í dag að hafa átt hann í öll þessi ár og eiga allar góðu minningarnar, en best finnst mér að hafa fengið að sinna honum þegar hann var kominn á Dvalarheimilið hér í Ólafsvík. Að hafa fengið að gera líf hans sem bærilegast þegar hann gat það ekki er ómetanlegt, og voru ófá skiptin sem ég dekraði extra vel við hann og svo gæddum við okkur saman á súkkulaðimolum. Amma sá til þess að hann vant- aði ekki neitt og hugsaði svo vel um sinn mann, hann afi gæti ekki verið heppnari með konu. Hún er alveg einstök og er ég alveg viss um að það fylgi nafninu. Það sem mér finnst einkenna afa helst er þolinmæði, alveg ótrúleg þolinmæði sem hann bjó yfir. Hann hálfputtalaus lét ekkert stoppa sig, þá meina ég ekkert. Þykkt og mikið hár, silfurlokkarnir, sem hann skartaði frá því að ég man eftir honum. Og barnelskur sem hann var, það ljómaði alltaf af honum þegar barnabörnin og barnabarnabörnin komu og hann hafði endalausa þolin- mæði fyrir okkur. En það sem ég man best er blístrið, alltaf var hann blístrandi við mismik- inn fögnuð annarra. Ég hef eytt öllum mínum jól- um með afa og ömmu, og höf- um við aldrei viljað neitt annað. Allt er breytingum háð og verða næstu jól öðrvísi að þessu leyti, en sem betur fer höfum við ömmu. Með bros á vör og grátbólgin augu vil ég enda þessa minn- ingu með erindi úr laginu Heimkoman sem sungin var svo fallega í athöfninni í dag og á svo vel við. Ég kveð afa minn með miklum söknuði meðan mamma hans, pabbi og systkini taka vel á móti honum eftir langan aðskilnað. Mín bernskuslóð óbreytt er er ég út úr bílnum fer og mér á móti koma pabbi minn og mamma, en í dyrum stendur draumbjört kona drottning minna glæstu vona. Nú kem ég heim í kæra dalinn minn. Já, þau taka öll mér aftur opnum örmum og með tár á hvörmum er kem ég heim í kæra dalinn minn. (Ómar Ragnarsson.) Við sjáumst. Þín Sigrún Guðmundsdóttir. Elsku afi. Í minningunni var afi góður og hjartahlýr. Hann kom oft í heimsókn til okkar, oftast með eitthvert góðgæti í vasanum sem hann hafði tekið úr búrinu hennar ömmu. Okkur til mik- illar ánægju. Þegar hann var hraustur bjuggu þau amma og afi í Vallholtinu, það var fyr- irmyndarheimili og gott að koma. Amma var alltaf búin að baka á laugardögum og þá vildi afi að allir kæmu í heimsókn, hvort sem það var heima eða inní bústað. Afi var hestamaður og þreyttist ekki á því að fara með okkur inn í Mávahlíð í heimsókn að skoða dýrin. Við eigum góða minningu um góðan afa. Það var sárt að horfa uppá afa missa heilsuna svona hratt, en nú trúum við því að hann sé komin á góðan stað og honum líði vel. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Elsku afi, sofðu nú rótt í guðs hlýju. Rakel Sunna, Selma Marín og Eyrún Embla. Eftir langt sjúkdómsstríð hefur Ragnar móðurbróðir minn fengið hvíld eftir farsæla lífsgöngu. Ragnar var fæddur og uppalinn í Mávahlíð á Snæ- fellsnesi þar sem foreldrar hans byggðu sitt myndarlega bú og ólu upp börnin sín sex. Þar gengu Mávahlíðarsystkinin sín fyrstu spor, fengu ást á landinu og eignuðust þær rætur sem ekki urðu upp slitnar. Ragnar var alla tíð mjög tengdur sveit- inni sinni og búskap foreldr- anna og bræðranna eftir að þeir Þorsteinn og Leifur Þór tóku við búrekstrinum. Það sást vel á því að hann sótti heim í sveit- ina hvenær sem færi gafst. Eft- ir að hann fór að heiman lagði hann sig fram við að aðstoða heimilið og leggja foreldrunum lið. Í sveitinni byggði hann fjöl- skyldu sinni fallegt sumarhús við Rauðskriðumelinn. Þar hafði hann útsýni yfir Mávahlíð- arlandið, Vaðalinn, Mávahlíðar- rifið, Helluna og út á fjörðinn fagurbláan. Ragnar hneigðist ungur til sjómennsku. Hann fór á vertíð í Keflavík sextán ára gamall og var sjómaður á aflaskipum svo sem Farsæli í Grundarfirði og Fróða frá Ólafsvík. Hann aflaði sér vélstjórnarréttinda korn- ungur og eftir það var lífsstarf hans bundið því að stjórna og viðhalda vélum. Fyrst í bátun- um og síðan sem vélstjóri hjá Hraðfrystihúsi Ólafsvíkur og Hraðfrystihúsi Hellissands þar sem hann vann á meðan kraft- arnir entust. Ragnar var þekkt- ur fyrir hagleik sinn og ljúf- mennsku í viðkynningu við samstarfsmenn jafnt á sjó sem í landi. Á Sjómannadaginn árið 2006 var Ragnar heiðraður af Sjómannadagsráði fyrir giftu- ríkt starf á sjónum. Þá var þess sérstaklega minnst að hann var í áhöfninni á Fróða SH frá Ólafsvík sem vann það einstaka afrek að bjarga sjómanni sem hafði bundið sig við mastur báts síns. Báturinn var sokkinn við skerin utan við Ólafsvík og barðist þar í briminu þegar Fróða var siglt milli mastranna og manninum bjargað við erf- iðar aðstæður. Til þess þurfti bæði áræði og traustar, fum- lausar hendur svo björgunin mætti takast. Þessi frækna för á Fróða var Ragnari jafnan minnisstæð. Eftir að Ragnar hætti sjó- mennsku gafst honum tími til þess að sinna sínu aðaláhuga- máli sem var hestamennska. Hann var mikill hestamaður eins og foreldrar hans voru bæði og átti afbragðs góða reið- hesta sem hann bæði tamdi og sýndi síðan á góðhestasýning- um. Náði hann mjög góðum ár- angri sem tamningamaður og vann hann til margra verðlauna sem knapi. Í hestamennskunni nýttust eðliskostir Ragnars vel við að temja og sýna hesta með ríkan vilja og hæfileika. Hann var yfirvegaður og fylginn sér en um fram allt einstakt prúð- menni þrátt fyrir ríkt keppn- isskap. Meðan Ragnar stundaði sjóinn var hann mikið á heimili foreldra minna. Ég kynntist því Ragnari vel og átti vináttu hans og stuðning bæði seint og snemma. Við fjölskyldan hugsum með hlýju til góðs frænda og vinar og vottum Sigrúnu eiginkonu hans og börnum dýpstu samúð. Blessuð sé minning Ragnars Ágústssonar. Sturla Böðvarsson. Raggi frá Mávahlíð, frændi minn og vinur, er látinn. Þegar svona öðlingar fara yfir móðuna miklu rifjast upp brot úr kynn- um okkar. Það eru ljúf brot, því Raggi var einn sá ljúfasti og besti maður sem ég hef kynnst á nokkuð langri ævi. Kynni okkar hófust þegar ég kom sem lítill borgarstrákur í sveit að Mávahlíð, en þar bjuggu þau sæmdarhjón Ágúst, föðurbróðir minn, og Þuríður kona hans með sín, þá, fimm börn og var Raggi þá næst- yngstur. Seinna fæddist svo Leifur, en hann og Hólmfríður systir þeirra eru nú ein lifandi í þessum glæsilega systkinahópi. Það var oft kátt í litla her- berginu sem við Steini, Raggi og ég vorum í þrír og sváfum í sama rúmi, tveir við höfuðgafl- inn og einn til fóta. Stundum kom upp ósætti um hver ætti að vera til fóta og við deildum stundum hart um það, en alltaf hafði Raggi frumkvæði að sætt- um. Og ekki var síður kátt þeg- ar við fengum fullt fat af kríueggjum með okkur í rúmið eftir að hafa farið niður á rif og tínt nokkra tugi eggja sem Þur- íður sauð handa okkur. Raggi vildi aldrei taka egg ef eitt var í hreiðri, en allt í lagi að taka annað ef tvö voru. Raggi var fljótt mikill dýravinur og vildi hugsa vel um smælingjana. Frá þessum uppvaxtarárum á ég margar og góðar minn- ingar um Ragga og hve ljúfur hann var í allri framkomu sinni og oft þurfti að hjálpa borg- arstráknum þegar hann var að gera vitleysu eða þurrka tár þegar heimþrá þjáði peyjann. Fyrir þessi ár verð ég Ragga ávallt mjög þakklátur og segja má að hann hafi mótað góðar tilfinningar í huga minn, sem ég vonandi skila til annarra. Síðasta minning mín um Ragga er þegar ég var að reyna að veiða í Holtsánni og hann kom á gæðingi sínum að heilsa upp á fólkið, en Raggi var mik- ill hestamaður og maður sá og fann hve gott samband var á milli hests og manns, þannig mun minning mín um Ragga ávallt koma upp í hugann um ókomin ár. Ragnar átti við langvarandi veikindi að stríða en var umvaf- inn ástríki góðrar eiginkonu, barna og fjölskyldna þeirra. Ég vil að lokum senda Sig- rúnu, Þuríði, Bylgju, Hirti og Jóhannesi og fjölskyldum þeirra mínar bestu samúðar- kveðjur og vona að minningar um yndislegan eiginmann, föð- ur, tengdaföður, afa og langafa megi létta ykkur sorgina. Blessuð sé minningin um Ragnar Ágústsson. Óli Jón Ólason. Ragnar Ágústsson HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Útfararþjónusta Davíðs Ósvaldssonar ehf Davíð Ósvaldsson Útfararstjóri S. 896 8284 / 551 3485 Óli Pétur Friðþjófsson Útfararstjóri S. 892 8947 ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður og afa, ÚLFARS VÍGLUNDSSONAR, Lindarholti 10, Ólafsvík. Læknar og starfsfólk 11G á Landspítalanum við Hringbraut fá alúðarþakkir fyrir frábæra umönnun og stuðning í gegnum þennan erfiða tíma. Sérstakar þakkir fær Brynjar Viðarsson krabbameinslæknir. Guðrún Karlsdóttir, Kristjana Hermannsdóttir, Jóhannes Ólafsson, Brynja Björk Úlfarsdóttir, Jóhannes Hjálmarsson, Hermann Úlfarsson, Kristrún Klara Andrésdóttir, Þórey Úlfarsdóttir og barnabörn. ✝ Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, GUÐMUNDAR VALS SIGURÐSSONAR klæðskerameistara, áður til heimilis á Skúlagötu 40. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á deild V-2, dvalar- heimilinu Grund við Hringbraut, fyrir þeirra frábæru umönnun og aðstoð. Halldóra Ó. Guðlaugsdóttir, Arnbjörg Guðmundsdóttir, Ólafur Jón Sigurðsson, Elín Guðmundsdóttir, Sigríður Guðmundsdóttir, Finn Sörensen, Óli Valur Guðmundsson, Jan-Ola Hjelte, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, GÍSLA BENÓNÝS KRISTJÁNSSONAR fyrrv. skrifstofustjóra, Gullsmára 9, Kópavogi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á deild 13E á Landspítalanum við Hringbraut fyrir frábæra umönnun og hlýju. Sigurbjörg Jóhanna Þórðardóttir, Unnsteinn Þórður Gíslason, Magnús Gíslason, Kristján Gíslason, Guðrún Benedikta Elíasdóttir, Gísli Örn Gíslason, Birna Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.