Morgunblaðið - 21.05.2011, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.05.2011, Blaðsíða 31
FRÉTTIR 31Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2011 Stjórnvöld í Kína segja að „alvarleg vandamál“ hrjái nú Þriggja gljúfra stífluna miklu, stærsta vatnsorku- ver heims. Mengun og setmyndun hafa valdið miklum vandræðum, einnig skriðuföll. Þunganum á vatninu í stíflunni er einnig kennt um jarðhræringar og landrof, að sögn vefsíðu Guardians. Lengi var gert lítið úr allri gagn- rýni á framkvæmdina. En í yfirlýs- ingu stjórnvalda, sem samþykkt var af Wen Jiabao forsætisráðherra, er einnig viðurkennt í fyrsta sinn að mannvirkið hafi haft slæm áhrif á flutninga niður eftir fljótinu og vatnsbúskapinn á svæðinu öllu. Byrjað var að reisa verið og stífl- una 1992, flytja varð um 1,4 millj- ónir manna af stíflusvæðinu á brott og yfir 1000 smáborgir og þorp fóru undir vatn. Verið framleiðir um 18.200 megavött af rafmagni í 26 hverflum. Stíflan, sem er rúmir tveir km að lengd, á að tryggja að vatnavextir í Jangtze-fljótinu valdi minni spjöllum en þeir hafa gert öldum saman. kjon@mbl.is Viðurkenna vandamál vegna Jangtze-stíflu Vatnið beislað Þriggja gljúfra stíflan er geysimikið mannvirki og á m.a. að hindra mannskæð flóð í Jangtze. Ein af deildum þýska endurtrygg- ingarisans Munich Re, Ergo, hefur viðurkennt að hafa launað bestu sölumönnum sínum árið 2007 með svallferð og veislu á baðstað í Búda- pest. Þar gátu þeir valið milli 20 vændiskvenna. Um var að ræða 100 sölumenn, að sögn BBC sem hefur eftir þýska Handelsblatt að vændiskonurnar hafi borið armbönd með litum sem sýndu hvaða þjónustu þær veittu. Eftir að hafa sinnt viðskiptavini fengu þær stimpilmerki á hand- legg. „Þarna voru líka konur með hvít armbönd,“ er haft eftir ónafn- greindum manni sem var meðal gestanna. „Þær voru fráteknar handa stjórnarmönnum og allra bestu sölumönnunum.“ Talsmaður Ergo sagði BBC að veislan hefði verið haldin en starfsmönnum væri yfirleitt ekki launað með þessum hætti. kjon@mbl.is Sölumenn fengu svallferð að launum hjá Munich Re Ný Gallupkönnun í Bandaríkjunum gefur til kynna að 53% landsmanna séu sátt við að samkynhneigðir fái að giftast. Fyrir 15 árum var stuðn- ingurinn aðeins um 27% og tveir af hverjum þremur voru beinlínis á móti, að sögn L.A. Times. Á sl. 12 mánuðum hefur stuðn- ingurinn einkum aukist meðal demókrata og óflokksbundinna. Stuðningur er mun meiri eða um 70% meðal 18-34 ára en hjá eldra fólki. Hlutfallslega fleiri kaþólikkar en mótmælendur eru fylgjandi því að samkynhneigð pör geti gengið í hjónaband. kjon@mbl.is Styðja hjónabönd samkynhneigðra AP Ást Samkynhneigðir karlar í Boston. Þótt konur væru mjög framarlega í flokki þegar uppreisnin hófst gegn Muammar Gaddafi í Líbíu eru aðeins 2 kon- ur í 40 manna bráðabirgða- stjórninni í Beng- hazi. Þrátt fyrir harðstjórn Gadd- afis sóttu konur fram á ýmsum svið- um í valdatíð hans, fengu m.a að stunda menntaskóla- og há- skólanám. En nú óttast sumar líb- ískar konur að sigri uppreisn- armenn verði afturhvarf í þessum efnum. kjon@mbl.is Uppreisnin slæm fyrir líbískar konur? Uppreisninni fagnað í Benghazi. Fræðslumynd um krabbamein í ristli og endaþarmi sýnd á RÚV þriðjudaginn 24. maí kl. 21:25„Þetta er svo lúmskt“ Krabbameinsfélag Reykjavíkur, Ristilfélagið og Stómasamtök Íslands. Auglýsingin er gerð í samvinnu við Roche og Merck Serono. Krabbameinsfélagið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.