Morgunblaðið - 21.05.2011, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.05.2011, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2011 Önundur Páll Ragnarsson onundur@mbl.is Áfram verður kalt í veðri norðan- lands um helgina og verður víða tals- verð snjókoma eða slydda, að sögn veðurfræðings á vakt hjá Veðurstofu Íslands. Segja má að landið skiptist í tvennt með tilliti til veðurs um helgina. Sunnanlands verður víðast hvar bjart og fínt veður megnið af helginni, en bjart með köflum austast á Suður- landi og á Breiðafirði. Síðustu nótt og framan af deginum í dag, laugardegi, var spáð mjög svip- uðu veðri og var í gær, en sú breyting átti helst að verða að léttara yrði yfir á Suðausturlandi. Jörð var orðin hvít víða á Norður- landi í gær og fengu Akureyringar sinn skerf af því, eins og sést á með- fylgjandi myndum. Reikna má með því að jörð verði áfram hvít víða norð- anlands um helgina. Það verður élja- gangur norðvestantil en samfelldari úrkoma á Norður- og Austurlandi. Ekki komast lömbin út um sinn Í gær var hitastig núll til ein gráða á láglendi norðanlands, en reiknað er með því að hiti verði þar svipaður um helgina og lítill munur á milli héraða, í mesta lagi ein til tvær gráður. Ekki er því útlit fyrir að bændur sem vaka yfir ám sínum í sauðburði geti sett bornar ær og lömb út um helgina og því verður enn meiri þröng á þingi í fjárhúsum þeirra eftir helgina en nú þegar er. Sunnanlands er hins vegar spáð fimm til níu stiga hita, víðast úr- komulausu en helst von á rigningu í Reykjavík síðdegis eða í kvöld. Víða er hálka eða hálkublettir á fjallvegum, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni og verður víða skafrenningur eða snjókoma á heið- um um helgina. Þeir sem ætla að vera á faraldsfæti ættu því að aka varlega og vera vel búnir. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Gaman Börn í Bárðardal leika sér í snjónum við bæinn Svartárkot í gær; Tryggvi Snær Hlinason, Elín Heiða Hlinadóttir og Sandra Sif Agnarsdóttir. Hundurinn Kátur fylgist spenntur með. Kuldaboli slettir úr klaufunum  Bjart og úrkomulaust sunnanlands en kalt og snjókoma norðanlands  Spáð snjókomu og slyddu  Reikna má með að jörð verði áfram hvít víða norðanlands um helgina  Þröng á þingi í fjárhúsum Ljósmynd/Magnús Skarphéðinsson Hvítt Sigfús Ólafur Helgason, formaður Þórs, og Rögnvaldur Jónsson vallarstarfsmaður á Þórsvellinum á Akureyri í gær. Von er á FH-ingum í heimsókn á morgun og vonast er til þess að völlurinn verði leikfær, ef ekki frystir mikið. Akureyri er rómuð fyrir veður- blíðu og Eyjafjörðurinn allur. Ekki síst á sumrin þegar sólin skín þar bæði skærara og and- varinn yljar betur en sunnan heiða. Nú ber hins vegar svo við að hitamælirinn á Ráðhústorgi þeirra Akureyringa sýnir ekki jafnháa tölur og oft áður snemmsumars. Stundum hafa þær verið svo háar að utanbæj- armenn hafa efast um sann- leiksgildið. Á hádegi í gær sýndi mæl- irinn hitastig við frostmark en klukkan tíu um morguninn var tveggja stiga frost. MISHEITT Í MAÍ Kalt á Ráð- hústorginu Mikið fannfergi gerði vegfarendum lífið leitt á Austurlandi í gær, en samkvæmt lögreglunni á Egilsstöð- um féllu hátt í 15 sentimetrar af snjó yfir daginn. Farið var að sjást í heið- an himin undir miðnættið. Ökumenn fjölda bíla lentu í vandræðum vegna snjós og krapa á vegum. Þversum á veginum Fjórir stórir flutningabílar lentu þversum á veginum og þurftu á að- stoð að halda, þar af einn sem fór hálfur út af veginum á leið sinni upp á Fagradal. Einn flutningabílanna var olíubíll, en hann lenti þversum á veginum við Heiðarenda ofan Jökul- dals. Engan sakaði og engar skemmdir urðu á bílunum. Hins veg- ar þurfti að flytja ökumann fólksbíls á heilsugæslustöðina á Egilsstöðum, en hann hafði velt bíl sínum á leið upp á Fjarðarheiði. Ekki var talið að áverkar hans væru alvarlegir. Tveir fólksbílar til viðbótar lentu utan veg- ar án þess að slys yrðu á fólki. Vegna hins óvænta vetrarveðurs var erill hjá lögreglu í gær, en veðrið batnaði eftir kvöldmatarleyti. Þá var færðin eins og verst gerist á vetrum, og ekki fyrir ökumenn annarra bíla en fjórhjóladrifinna að aka um götur Egilsstaða. Vegfarendur vanbúinna bifreiða eru því varaðir við því að vera á ferðinni þar til aðstæður batna. einarorn@mbl.is Fólksbílar gagns- litlir fyrir austan  Mikil snjókoma á Austurlandi í gær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.