Teningur - 01.06.1989, Side 13

Teningur - 01.06.1989, Side 13
TILGÁTA Doktor Fransisco Laprida, sem myrtur var af skæruliðum argentíska herforingjans Atdao 22. september árið 1829, hugsar áður en hann deyr: Hvína byssukúlur þennan hinsta dag vindur blæs og aska í vindinum, dagurinn sundrast og fálmkennd orustan, og sigurinn er hinna. Villimennirnir sigra, gáchóarnir\á sigur. Ég sem nam lög ríkis og kirkju, ég, Fransisco Narciso de Laprida, sem með eigin rödd lýsti yfir sjálfstæði þessara hrjóstrugu héraða, er yfirbugaður, andlitið atað blóði og svita, án vonar og án ótta, glataður, og flý í Suður um ystu sveitir. Eins og foringinn í Hreinsunareldinum sem flýði á hlaupum og heiðin flekkaðist blóði blindaður og felldur af hrammi dauðans þar sem myrkt fljót glatar nafni sínu, þannig mun ég falla. Þetta eru leikslokin. Mýrarnóttin allt í kring þrengir að mér og hindrar. Ég heyri fótatak míns heita dauða elta mig uppi með reiðmönnum, fnæstum nösum og spjótum. Ég sem þráði að vera annar maður, að setja lög, lesa Pækur, kveða upp dóma, mun hvíla undir berum himni í fenjamýri, en dularfullur fögnuður óskiljanlegur fyllir brjóst mitt. Loks mæti ég mínum suðuramerísku örlögum. Vísuðu mér veginn að þessu hrörlega kvöldi margþætt völundargöng skrefa sem dagar mínir lögðu allt frá einum degi í bernsku. Loks hef ég fundið leyndan lykil ára minna, hlutskipti Fransisco de Laprida, bókstafinn sem vantaði, hina fullkomnu mynd sem Guð þekkti frá upphafi. í spegli næturinnar eygi ég mitt óvænta eilífa andlit. Hringurinn er að lokast. Ég bíð þess. Fætur mínir troða skugga spjótanna sem leita mín. Bragðvís dauðinn, reiðmennirnir, hestarnir, föx hestanna þrengja að mér... Nú ríður fyrsta höggið, nú ristir harður málmurinn brjóst mitt, hnífur návígisins við barkann. EINHVER Maður sem tíminn hefur sett mark sitt á maður sem ekki einu sinni væntir dauðans (sannanir fyrir dauðanum eru tölfræðilegar og enginn er sá til sem ekki á það á hættu að verða ódauðlegur fyrstur manna), maður sem hefur lært að vera þakklátur fyrir litilfjörlega ölmusu daganna: svefninn, vanann, keiminn af vatninu, óvænta uppgötvun um uppruna orðs, latneska eða engilsaxneska Ijóðlínu, minninguna um konu sem yfirgaf hann fyrir svo mörgum árum að hann getur minnst hennar án beiskju, maður sem gerir sér Ijóst að nútíðin er bæði framtíðin og gleymskan, maður sem hefur svikið og verið svikinn, getur skyndilega, þegar hann fer yfir götu, fundið til dularfullrar hamingju sem ekki er sprottin úr umdæmi vonarinnar heldur fornu sakleysi, af hans eigin rótum eða guðshugmynd sem enn er í molum. Hann hefur vit á að gaumgæfa hana ekki því áð til eru ástæður óskaplegri en tígrisdýr sem sýna munu fram á að það er skylda að vera óhamingjusamur, en auðmjúkur þekkist hann þessa hamingju, þetta leiftur. Kannski verðum við um eilífð í dauðanum, þar sem mold er mold, þessi óljósa rót og af henni sprettur um eilífð í unaði eða ógn okkar einmana himinn eða víti. Sigrún Á. Eiríksdóttir þýddi 11

x

Teningur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.