Teningur - 01.06.1989, Page 31

Teningur - 01.06.1989, Page 31
leyndardómum hafsins og stór- merkjum náttúrunnar sem gert hafa þá skyggnari á innstu rök lífsins en Hebreann Jónas. Hinir „heiönu" sjó- menn eru honum fremri. Trú þeirra er andstæöa uppgjafar (vantrúar) Jónas- ar. Og þeir eru líka skynugir. Þeir vilja „ vita (yadac). Og þeir komast aö hinu sanna, hvers vegna óveörið skall á og ógnaöi lífi þeirra, meö því að varpa hlutkesti. Og þá kemur þaö upp úr Jónasi, að hann veit líka (yadac). Þaö er vegna hans sjálfs sem óveðrið geisar. Trú skipstjórans kemur sömu- leiðis fram og er í sterkri andstööu viö vantrú Jónasar, sem varpað hefur frá sér allri ábyrgö og steinsefur í lest- inni. Stormurinn æöir og skipið skoppar eins og leikfang á hvítfyssandi stór- sjóum, sem ýmist þeyta því hátt á loft eða ganga yfir þaö í hrönnum, og skipverjarnir verða að komast aö því hvaö gera skal til bjargar. Jónasi er Ijóst oröiö aö flótti hans hefur mistek- ist, lífsörlög hans hafa náö honum á flóttanum. En lausn hans er uppgjöfin. *• Hann hefur glatað trúnni. Og dauða- ósk hans fyllir hugann. - Hér hefur öll glettni vikið fyrir harmleiknum í algerri auön sálar hans: „Kastið mér fyrir borð," segir hann. En skipverjar ansa því ekki. Þeir hafa ekki glatað trúnni á að björgun sé möguleg. Þeir taka til sinna ráða og reyna að snúa skipinu upp í veörið til þess að hafa stjórn á því og róa því í áttina til lands. En allt kemur fyrir ekki í hafrótinu, og þá eiga þeir eftir aöeins eina leiö, sem Jónasi hafði ekki hugkvæmst, þar sem hann var búinn að glata trúnni: Þeir ákalla Guðs nafn. Þegar hér er komið sög- unni verður lesandanum Ijóst að ekki er sagt frá hversdagslegum viöburö- um, heldur er sem hafið sé persóna sem ávörpuö sé og lætur aö vilja þess sem til þess talar. Sjórinn er reiður, hann æöir í bræði gegn skipinu, en jafnskjótt og Jónasi hefur orðiö aö ósk sinni og skipverjar hafa varpaö honum fyrir borö, lætur hafiö af bræöi sinni og kyrrist. ' ÞAKKARSÁLMUR jónasar Eins og Yahweh sendi ofurveður, e.k. gjörningaveður, sem stöðvaöi Jónas á flóttanum, sendir Hann nú sæskrímsl eins konar, stórhveli eöa stórfisk til þess að forða Jónasi frá drukknun og til þess einnig aö kenna honum nýja tóna trúar og þakkargjörðar. - Við sjáum aftur að við erum á mörkum dæmisögunnar, ævintýrsins, þar sem kynngi og ódæmi gegna veigamiklu hlutverki í frásöguþræöinum til þess aö birta dýpri merkingu en ella væri kleift. Upp úr sjónum brýst sjóskepna ein mikil (sjóskrímsl, Matteus 12.40, þýtt þar stórhveli), í ætt viö hafdrek- ann í Jobsbók (26.12), og gleypir Jónas með húð og hári, og dvaldi hann (væntanlega skraufþurr) í kviði þesa nýja farkosts síns og hóf aö syngja sálm. Ófarir Jónasar, synd hans og ill örlög veröa honum bænar- efni, og raunar tilefni þakkargjöröar, því sálmurinn sem hann syngur í maganum á skepnunni er þakkar- sálmur. Táknkerfi sálmsins, sem Jónas tónar, byggist á andstæðunni niöur- stigning-uppstigning. Niðurstigning Jónasar til dauöraheima táknar neyð hans, uppstigning til nærveru Guðs í musterinu frelsun hans. Jónasi tekst að lokum, eftir þrautir sínar allar, aö sjá Guö, finna návist hans. Jónas steig niðurtil Heljar, til dauöraríkisins. Hann vistaðist í gröf sinni og var dauður. En Guö lífgaöi hann við, kall- aöi hann aftur upp til lands lifenda og flutti hann fram fyrir sig í sínu heilaga musteri. Með þessum þakkarsálmi er frá- sögninni lyft í einu svifkasti á hærra svið. Raunir Jónasar, sem er fyrst lýst á kímilegan hátt, eins og hæfir sannri alvöru, eru með sálminum settar á sviö í stærra hverfi. Meö því að rata í þennan lífsháska í raunverulegasta skilningi þess orðs sér lesandinn hvar skilur milli feigs og ófeigs, milli Guös vilja og ófreskrar uppreisnargirni mannsins gegn guðlegum vilja til góðs. í sálminum verður Ijóst um hvað Jónasarbókin fjallar. Það er ekk- ert minna en ferð sálarinnar frá glötun til frelsunar og baráttan sem háð er á þeirri vegferð. En eins og fram kemur í niðurlagi bókarinnar er sú trú sem bókin flytur mjög andstæð réttlætis- hyggju manneðlisins og þar með hugmyndum Jónasar sjálfs, sem getur ekki kyngt þeirri þverstæðu sem miskunn guðs er. En eins og til þess að viðhalda hinum fislétta blæ frásagnarinnar er grunnt á gamanseminni: Skepnan er látin æla Jónasi á land. Og enn er hann ráðlaus, nærri ráövilltur. Les- andinn mætti ætla að nú væri Jónas nýr maður, nýsloppinn úr prísund, en spennunni linnir ekki í frásögninni, og margt á enn eftir aö koma á óvart. JÓNAS FER TIL NÍNÍVE Nú er öllu viö snúið um hagi og hugsun Jónasar, og frásögnin endur- speglar þessa turnun. Sem endranær er frásögnin byggð á andstæðum. í upphafi bókarinnar var andstæöan milli boðs Guös og óhlýöni Jónasar. Nú kemur það lesandanum skemmti- lega á óvart að boð Guös hljómar, en Jónas flýr ekki heldur fer af stað sam- kvæmt oröi Drottins. Sömu sagnirnar koma nú fyrir og í bókarbyrjun, en með öfugri merkingu. Jónasi er boöið að rísa á fætur, eins og lika kom fyrir er skipstjórinn ávarpaði hann niðri í lest, og honum er boðið að fara, eins og í upphafinu, en nú flýr hann ekki heldur fer til Níníve. Samt er eins og lesandinn finni á sér aö eitthvað sé bogið viö hve Jónas er fljótur á sér að halda til Níníve. Og sá grunur á eftir að fá sína kímilegu staöfestingu. Þá er Níníve lýst. Útmálun hennar á ekkert skylt við hina sögulegu Níníve, höfuöborg hins máttuga Assýríuríkis, heldur er henni lýst sem ævintýra- borg, guölegri aö stærð, „svo að þrjár dagleiðir voru gegnum hana“ og þar situr kóngur á tróni sínum íklæddur pelli og purpura. Jónas hlýðir boði Drottins, gengur heila dagleiö inn í borgina, og flytur þar sína prédikun. Hún er með styttra móti, aðeins sjö orð: „Eftir 40 daga er Níníve í rúst!" Hér er kominn hebreskur Savonarola sem sveiflar logandi sverði dómsins yfir syndum spillta þjóð, eins og engill með sveipanda sverði loki dyrum Para- dísar. En strax að prédikun lokinni fer allt 29

x

Teningur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.