Teningur - 01.06.1989, Qupperneq 38

Teningur - 01.06.1989, Qupperneq 38
FRIÐRIK ÞÓR FRIÐRIKSSON ÖRSÖGUR BÚKONAN Ekki fóru allir legsteinar sem viö smíðuðum upp í kirkjugarð. Dag einn vorum við Sigurður Pétursson bíl- stjóri sendir með legstein sem var fullbúinn að öðru leyti en því að á hann vantaði dánardægur. Við áttum að afhenda hann á þriðju hæð í blokk einni. Við hringdum dyrabjöllunni og gömul góðleg kona kom til dyra. Flún bauð okkur innfyrir og gaf okkur kaffi og með því. í íbúðinni var allt með lát- lausum blæ, innan um fjölskyldu- myndir héngu krossar og helgimynd- ir. Þegar við höfðum drukkið kaffið bað konan okkur að fylgja sér með steininn niður í geymslu. Þar komum við honum fyrir innan um kartöflu- og hveitisekki, sláturtunnu, hangikets- læri og súrsaðan hval. ÓVÆNTUR VIÐGERNINGUR Einhverju sinni var ég að vinna við að pakka niður myndlistarsýningu einni á Kjarvalsstöðum. Auk mín unnu að verkinu smiður og vörubílstjóri sem keyrði sýninguna niður á hafnar- bakka. Eftir að við vorum búnir að fara eina ferðina niður eftir bauð smiður- inn okkur í kaffi heim til sín sem við og þáðum. Þegar við komum inn í íbúðina var þar slangur af gamal- mennum sem voru að bjástra við að koma löpp undir borð. Er þau urðu okkar vör greip um sig mikil gleði í hópnum og var strax hafist handa um að útbúa kaffiborðið. Boðnar voru fram dýrindis tertur og smurt brauð með lostætu áleggi. Þegar allir eru sestir að borðum hófst skyndilega ákaft bænahald og sálmasöngur mikill, mér og vörubílstjóranum til mikillar undrunar. Flelgistund þessi varði nokkrar mínútur, en hætti þá jafn skyndilega og hún hafði hafist og var þá tekið að ræða dægurmál að nýju eins og ekkert hefði í skorist. ABSTRAKTLISTAKONAN Milli Skúlagötu og Laugavegs fyrir ofan Fllemm er bakgarður allstór. í vetrarharðindum leituðu stórir hópar af smáfuglum og dúfum þar skjóls. Ástæðan var sú að gömul kona gaf þeim þegar snjór lá yfir jörðu. Hafði hún þann háttinn á að strá fóðrinu þannig að það myndaði útlínur frum- formanna, hrings þrí- eða ferhyrn- ings. Síðan gæddu fuglarnir formin lífi með því að raða sér upp á útlínurnar. Árni Óskarsson skrádi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Teningur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.