Teningur - 01.06.1989, Page 64

Teningur - 01.06.1989, Page 64
HÖFUNDAR EFNIS Árni Ibsen er rithöfundur og leiklistar- ráöunautur Þjóöleikhússins. Gott ef hann býr ekki í Hafnarfirði. Birgitta Jónsdóttir hefur birt Ijóö í blöðum. Eggert Pétursson er listamaður úr Austurbænum með aðsetur á Akureyri. Einar Már Guðmundsson er rithöf- undur úr Vogahverfi með aðsetur í Miðbænum. Nýjasta bók hans heitir Leitin ad dýragarðinum. Friðrik Þór Friðriksson er kvikmynd- agerðarmaður úr Vogahverfi með aðsetur í Miðbænum. Nýjasta mynd hans heitir Flugþrá. Friðrika Benónýs er blaðamaður í Reykjavík með aðsetur á Lækjartorgi. Guðbergur Bergsson er rithöfundur af Suðurnesjum með aðsetur á Spáni. Nýjasta grein hans heitir „Fyrstu kynni mín af verkum Borges". Halldór Björn Runólfsson er ný- skipaður forstöðumaður norrænu lista- miðstöðvarinnar í Sveaborg með aðsetur á Fjölnisvegi. Hallgrímur Helgason er listamaður úr Vogahverfi með aðsetur í New York. Helgi Þorgils Friðjónsson er lista- maður úr Dölunum með aðsetur á Rekagranda. Jean-Louis Depierris er franskt Ijóð- skáld og menningarfulltrúi. Jorge Luis Borges var argentínskt skáld. Þeir sem ekki hafa áttað sig á því eftir lestur þessa heftis þurfa að lesa það aftur. Jón Stefánsson er Ijóðskáld af Suður- nesjum og hefur gefið út bókina Með byssuleyfi á eilífðina. Jón Óskar er Ijóðskáld af Akranesi með aðsetur í Vesturbænum. Síðasta Ijóðabók hans er Næturferð. Matthías Johannessen er skáld og Reykvíkingur í húð og hár. Nýjasta bók hans heitir / kompaníi við Þórberg. Matthías Viðar Sæmundsson er lektor við Háskóla íslands og hefur skrifað bókina Mynd nútímamannsins. Um tilvistarleg viðhorf í sögum Gunnars Gunnarssonar. Sigfús Bjartmarsson er Ijóðskáld úr Aðaldal með aðsetur í Vesturbænum. Síðasta bók hans heitir Hlýja skugg- anna. Sigrún Á. Eiríksdóttir er lektor ( spænsku við Háskóla íslands. Steinunn Ásmundsdóttir hefur birt Ijóð í blöðum. Þórir Kr. Þórðarson er prófessor í hebreskum fræðum við Háskóla ís- lands. Nýjasta bók hans heitir Sköp- unarsagan í fyrstu Mósebók. Ný vlðhorf. 62

x

Teningur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.