Teningur - 01.10.1989, Side 51

Teningur - 01.10.1989, Side 51
Richard, Betsy, Tamsin, Mud hand circles 1988 - Hvaö viltu segja mér um Ijós- fTiyndirnar sem þú tekur? - Ljósmyndirnar varðveita þaö sem ég er aö gera úti í náttúrunni, með Þeim kem ég á framfæri hugmynd- unum á bak viö verkin. En ég vil taka fram aö ég byrjaði sem myndlistar- maöur, ekki sem Ijósmyndari. Ég varö einfaldlega aö taka Ijósmyndina í þjónustu mína til aö sýna fólki hvaö ég var aö gera. En þar meö varö ég einnig aö ná valdi á Ijósmyndatækn- inni, læra aö nota hana sómasamlega. Eg reyni aö vanda mig viö mynda- tökurnar, hafa allt í fókus, taka Ijós- myndir sem eru fyrir augað. Ég get ekki að því gert, mér finnst aö Ijós- myndirnar þurfi að vera aðlaðandi. Þó vil ég alls ekki aö fegurð þeirra dragi athyglina frá viðfangsefninu. - Geriröu takmarkað upplag af hverri Ijósmynd, eöa er bara um eitt eintak aö ræða? - Ég geri bara eitt eintak af hverri Ijósmynd og skrifa nafn hennar á jaö- arinn meö eigin hendi. Því er bara ein Ijósmynd í umferö af hverju verki og hefur sama gildi og málverk eöa skúlptúr. En ég geri ekki einni gerö verka hærra undir höföi en annarri. Ljósmynd, ritaö mál, plakat, teikning eöa þrívíður skúlptúr, þetta hefur allt sömu þýöingu hvað mig snertir. Við erum kannski aö tala um orö í beinni línu, steina í beinni röö, Ijós- mynd af steinum í beinni röð, allt hangir þetta á sömu spýtunni. - Ég hjó eftir því í eðjuverkinu aö þú hefur ekkert á móti því að eöjan slettist út fyrir hringinn, myndi eins konar afstrakt- expressjónískt mynstur allt í kring um hann. - Ég geri þetta af ásettu ráöi, mér finnst gaman að sletta leðjunni. Slett- urnar gefa til kynna vinnuhraðann, hrynjandina í sköpuninni. En þaö er ekki aðalatriðið. Ég verð nefnilega aö vinna þessi leðjuverk mjög hratt, komast hringinn áöur en leðjan þornar. Ég verð að Ijúka verkinu meðan leöjan er blaut, ég get ekki 49

x

Teningur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.