Birtingur - 01.01.1967, Blaðsíða 3

Birtingur - 01.01.1967, Blaðsíða 3
KAI LAITINEN: FINNSKAR NÚTÍMABÓKMENNTIR HugtakiS finnskar bókmenntir vekur upp í huga flestra erlendra lesenda í mesta lagi fáein lykilorð. Þekktust þeirra eru nöfn eins og Kalevala; næst mundu skjóta upp kollinum Mika Valtari, Sally Salminen, F. E. Sillanpaa, Martti Larni og ef til vill Váinö Linna. Þeir sem hafa blaðað í bókmenntalegum handbók- um mundu jafnvel geta nefnt nokkra sígilda höfunda fr:í síðustu öld, J. L. Runeberg og Aleksis Kivi. En joetta væri allt og sumt. Ein- ungis hinir sérfróðu mundu geta nefnt fleiri. Því færi líklega bezt á því að hefja þessa kynn- ingu íinnskra nútímabókmennta með því að gera grein fyrir ytri skilyrðum þeirra. Sem stendur er jrað aðallega tvennt, sem hefur úr- slitaáhrif á þróun finnskra bókmennta; sér- staða hins finnska tungumáls og frjálsleg sam- skipti Finna við önnur lönd, bæði í austri og vestri. Erlendur lesandi, sem blaðar í finnskri bók, ber yiirleitt ekki kennsl á nokkurt orð. Jafn- vel alþjóðleg orð eins og „teIephon“ og „rad- ar“ eiga sér framandi hliðstæður í finnskunni, „puhelin" og „tutka“. Málfræðileg bygging, Setningaskipan og fjölskrúðug beygingafræði finnskrar tungu valda því, að lítið sem ekkert stoðar að kunna önnur tungumál. Eistar eru eina })jóð veraldar, sem getur lesið finnskan texta án þess að leggja á sig erfitt nám. Það er því ekki að furða þótt það hvarfli stundum að finnskum höfundum, að líkt sé fyrir þeim komið og manni á fjarlægri eyju úr tengslum við umheiminn. Annað og gerólíkt ber við, þegar útlendingur kemur inn í bókaverzlun í Helsinki. í höfuð- borg Finnlands eru tvær stærstu bókaverzlanir veraldar, sem fyrir utan finnskar og sænskar bókmenntir hafa upp á að bjóða (8% íbúanna tala sænsku sem sitt móðurmál, og sænska er annað opinbera tungumálið í Finnlandi) mik- ið úrval brezkra, bandarískra, franskra, þýzkra, rússneskra, ítalskra og spænskra bókmennta á frummálinu. Úrval ódýrra bandarískra bóka er meira og betra en í mörgum bandarískum borgum. Skáldsaga, sem vinnur Prix Concourt eða Prix Femina, birtist samstundis í finnsk- um búðargluggum. Finnskur lesandi með þekkingu á erlendum tungumálum hefur ná- in tengsl við umheiminn. Hann þarf aðeins að velja. En hver er aðstaða hinna, sem aðeins skilja finnsku? Finnskir útgefendur sjá fyrir þörfum þeirra, en tveir þeirra eru meðal hinna öflug- ustu í Skandinavíu. Nú orðið fylgjast finnskir útgefendur nokkuð vel með þróun erlendra bókmennta og keppa um þýðingarrétt bóka. Þessi stefna í útgáfumálum var tekin upp skömmu eftir stríðið, þegar mikil gróska var í útgáfu bóka. Af augljósum ástæðum geta út- gefendur, sem byggja starfsemi sína á gróða- birtingur 1

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.