Birtingur - 01.01.1967, Blaðsíða 13

Birtingur - 01.01.1967, Blaðsíða 13
.itum er stillt saman. Við sjáum öll, að ekki fara allir litir jafnvel saman, sumir mjög óþægilega, en aðrir efla hver annan og fegra. Svonefndar lita-„harmoníur“, samræmi margra lita, geta, ef vel er með farið, orðið sem fullkominn tónandi heimur. Þannig munum við málarar oft og einatt eftir mynd- um, þó að efni myndarinnar sé annars því nær gleymt. Þessi samleikur litanna vakir mjög fyrir okkur málurum, er við horfum á náttúruna, en óþroskað fólk á þessu sviði er gjarnt á að horfa á hina einstöku liti, þó að það annars oft sýni í daglegu lífi sínu næm- leik fyrir litasamræmi, t. d. er fólk velur sam- an lit í föt sín eða í stofu sína. Menn hafa fest það í sér, að t. d. grasið sé grænt. En grasið er mjög breytilegt, eftir því hverjir litir fara með því. Standi rautt hús á grænum bala, verður græni balinn enn grænni. „Orange“ litað hús mundi gera balann nærri bláleitan, en sterk- blágrænt hús gerir grasið gulleitt. Þetta sjáum við öll, ef við aðgætum þetta og tökum af okkur vanans gleraugu. Orsökin er samstarf „komplement“-litanna, sem kalla hver á ann- an og efla hver annan, t. d. purpuri-grænt, orange-blátt og gult-violet. Nú þykir kannski einhverjum undarlegt, að ég sagði, að blá- grænt hús gerði grasið gulleitt, en það er af því, -að hárauði liturinn, sem er „komple ment“-litur þess blágræna, er svo langt frá græna litnum á túninu, að hann getur ekki togað hann lengra til sín en til að gera hann gulleitan. Til skýringar drep ég aðeins á, hve margvís- legar mótsetningar í litum við málarar verð- um að athuga, ég nefni hér 7. 1. „Komplement“-litir. 2. Litir við litleysu (hvítt eða svart). 3. Litur við annan lit. 4. Lítið við mikið. 5. Ljós litur við dökkan lit. 6. Heitur litur við kaldan lit. 7. Lýsandi litur við ljósdaufan lit. Þetta eru allt ólíkar mótsetningar, og allra verður að gæta, ef vel á að fara í myndinni. Margir mundu vilja telja hvítt og svart liti. En hvítt og svart hafa engin gagnkvæm áhrif á aðra liti. Þeir taka lit af öðrum litum er þeir standa með, en gefa ekki sjálfir hinum litunum annan litblæ. Þeir aðeins miðla mál- um eða ýmist dekkja eða lýsa þá liti, sem með þeim fara. Upp af þessu öllu rís svo hinn mikli heimur af ótölulegum og ótæmanlegum lita-„harmonium“, sem allar hvíla á „kom- plement“-litunum, að meira eða minna leyti. En út í þetta yrði of langt að fara hér. Þá eru línurnar. Á þeim sjáum við öll mik- inn mismun, og margvíslegar tilfinningar vekja línurnar hjá okkur. Línan getur verið djarfleg og hressandi, spennt, þannig, að okk- BIRTINGUR 11

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.