Birtingur - 01.01.1967, Blaðsíða 8

Birtingur - 01.01.1967, Blaðsíða 8
persónanna eru þær sjálfar látnar lýsa sér með viðbrögðum sínum og hegðun. Þessa tilhneigingu til „hegðunarlistar" mi sjá jafnvel enn betur hjá öðrum höfundi, Antti Hyry, sem hefur gert aðferðina að fastri reglll. Hyry er verkfræðingur, en hefur aldrei stund- að þá atvinnugrein), þó að Hyry hafi að vísu verið búinn að skapa sér sinn eigin stíl löngu áður en hann heyrði getið um hinn franska nýróman. Á vissan hátt eru höfundar eins og Marja-Liisa Vartio og Paavo Haavikko mjög lík Meri og Hyry. Undanfarið hefur orðið vart ýmissa einkenna í prósa Haavikkos, sem minna á ljóðagerð hans. Það er eftirtektar- vert, að margt í Ijóðagerð allra þessara höf- unda minnir á japanska skáldsagnagerð. Til- töiulega mikill fjöldi japanskra skáldverka hefur verið þýddur á finnsku og vakið mikla athygli. einkum meðal rithöfunda. Á sama hátt og öll fastmótuð flokkun er skipt- ing finnskrar nútíma skáldsagnagerðar í „hefðbundinn" og „nýjan“ skóla ónákvæm og í ósamræmi við raunveruleikann. Milli þess- ara tveggja öfga er stór hópur rithöfunda, sem sameinar báða skólana í verkum SÍnum. Til dæmis eru kvenrithöfundar eins og Eila Pen- anen og Eeva Joenpeito ekki mjög frábrugðn- ar modernistum í látlausum Stíl Og VÍðhorfum til manniegs eðlis, en bygging verka þeirra er næstum hefðbundin. Juha Mannerkorpi, sem hefur áhuga á sálgreiningu og veltir fyrir sér mannlegum hvötum, og Pentti Holappa (bú- settur í Frakklandi) sem vefengir í verkum SÍnum hið realiska sannleikshugtak á eftir- tektarverðan máta, fara algerlega eigin leiðir. Á sama tíma hefur Paavo Rintala rannsakað hlutskipti mannsins á okkar öld og gert til- raun til þess í Mannerheim-þríleik sínum að kollvarpa trú fólks á þjóðlegar goðsagnir. Einn frumlegasti sænskumælandi rithöfund- urinn er Christer Kihlman, sem fæst nú við að skrifa yfirgripsmikinn bókaflokk í stíl, sem minnir á Lawrence Durrel. Og enn bætast nýir í hópinn og gera heildarmynd nútíma- prósa fjölskrúðugri; enn koma fram nýjar stefnur og stílhneigð. í hópi hinna ungu höf- unda er Hannu Salama þekktastur, aðallega vegna guðlastsmálafcrlanna gegn skáldsögu Jtans Juhannustanssit (Jónsmessunætur- dans), en í þeirri bók lýsir hann æsku vorra tíma af miskunnarlausu raunsæi. Bryndís Schram þýddi 6 BIRTINGUR

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.