Birtingur - 01.01.1967, Blaðsíða 6

Birtingur - 01.01.1967, Blaðsíða 6
Meðal þessara ljóðskálda er jafnvel þýðandi og sérfræðingur í klassiskum bókmenntum Kínverja, Pertti Nieminen. Nú horfir allt öðruvísi við í finnskum ljóða- bókmenntum. Mörg ljóðskáld frá síðasta ára- tug, t. d. Paavo Haavikko og Pentti Holappa, hafa lagt ljóðagerð á hilluna og snúið sér að prósa. Aðrir hafa fengið vaxandi áhuga á leik- húsinu, t. d. Eeva-Lisa Manner. Helvi Juvon- en lézt árið 1959. Ný skáldakynslóð hefur komið fram á þessum árum. Hún er sundur- leitari og fágaðri en fyrirrennararnir og á sér alþjóðlegri rætur. Pentti Saarikoski, hið gáf- aða enfant terrible finnskrar Ijóðagerðar, hefur skapað sér upprunalegt og óbrotið mál- far í skrifum sínum, sem minnir lítið eitt á bandarísku beat-skáldin. Jafnvel í ljóðum hans er stríðið fjarlæg sviðsmynd, eins og Ijóst verður í upphafsljóði ljóðasaíns hans Mitá tapantu todella? (Hvað gerist raunveru- lega?) 1962: þetta hófst tveimur árum fyrir stríðin í þorpi sem seinna mun tilheyra Sovétríkjunum úr stríðinu man ég aðeins eftir eldunum þeir voru stórkostlegir engir slíkir eldar nú til dags ég hleyp að glugganum í hvert sinn sem brunabíllinn ýlfrar en eldar eru mistök engar dáðir eru drýgðar ég ferðaðist um alla bernsku mína. Ásamt Saarikoski virðist önnur lykilpersóna 7. tugsins vera Váinö Kirstiná, sem með komu sinni endurvakti þjóðsöguna um dadaismann. Kirstináá hefur bæði ort „konkret“ og „pop- lyrisk“ ljóð, stundum líklega allt eins mikið í hálfkæringi eins og í fullri alvöru. Hvað sem því líður, þá er hann fulltrúi þess allra ný- tízkulcgasta í finnskri ljóðagerð, sem hagnýtir sér hinn hversdagslega efnivið og reynir að afmá mörkin milli listgreina. Finnsk ljóðagerð er í nánum tengslum við tónlist og leikhús; athyglisverðar tilraunir á landamærum þess- ara þriggja listforma hafa verið gerðar, og hefur Helsinki stúdentaleikhúsið haft þar for- göngu. Endurvakning hins óbundna máls eftir stríð gekk miklu hægar. Fyrstu athyglisverðu eftir- stríðsskáldsögurnar sýndu vonbrigði og svart- sýni þess tímabils. Til dæmis endurspeglaði alþjóðlega metsölubókin Egyptinn eftir Mika Waltari mjög sterklega hið almenna hugarástand ársins 1945, þegar hún kom út. (Minnumst þess, að Finnland dró sig út úr styrjöldinni haustið 1944 og greiddi þungar stríðsbætur til Sovjetríkjanna undir ströngu 4 HIRTINGUR

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.