Birtingur - 01.01.1967, Blaðsíða 21

Birtingur - 01.01.1967, Blaðsíða 21
að undanskildum teikningum Halldórs Pét- urssonar, um þær er ekki einu sinni liægt að tala. Verk Kristjáns J. Gunnarssonar er á marga lund hið þarfasta, svo langt sem það nær. Gallar bókarinnar eru fyrst og fremst fólgnir í því, hve mikið í hana vantar. Sú vöntun er ákaflega skaðleg, vegna þess að tæp- lega er treystandi, að skólaljóð verði gefin út á ný fyrr en að einum 15 árum liðnum, ef að vanda lætur. Þá verður Snorri Hjartarson 75 ára, Jón úr Vör hálfsjötugur og „ungu skáld- in“ farin að nálgast sextugsaldurinn! Svo tryggilega er fyrir því séð, að unga ísland stingi sig ekki til blóðs á vaxtarbroddi bók- menntanna. Lítum næst í Lestrarbók Nordals. Hún endar á sögu eftir Kristmann Guðmundsson, höfund sem er hálfsjötugur að aldri og gaf út fyrstu bók sína fyrir 44 árum. Þó er nýjasta útgáfa (6. prentun) Lestrarbókar aðeins þriggja ára gömul. En hún er óbreytt að efni frá 3. út- gáfu, sem kom úr prentun fyrir 24 árum. Hér er ekki verið að láta samtímann trufla sig. Ég veit þið virðið mér til vorkunnar, þótt ég ræði alls ekki um þessa bók sem nútímabókmennt- ir. En rétt er að geta þess, að Lestrarbók Nor- dals er unglegasta lestrarefni íslenzku mennta- skólanna! Af námsskrá í íslenzku til B.A.-prófs við Há- skóla Islands sé ég, að til 1. stigs eru lesnar bókmenntir til miðaldar (um 1350). Til 2. stigs eru lesnar bókmenntir „frá og með róm- antík til nútímabókmennta (um 1930)“ — „Jafnframt skal nemandinn fá rækilegt yfirlit yfir bókmenntasögu þessarar aldar.“ — Lestr- arefni: „í samráði við kennara." Nánara er ekki að orði kveðið, svo að erfitt er að átta sig á kröfunum af námsskránni einni, en ekki sýnist þó skylt að lesa til prófs bókmenntir eftir 1930. Til þriðja stigs eru lesnar bókmenntir „frá miðöldum, lærdómsöld og upplýsingaröld" og „Nútímabókmenntir“ (1930—). Hverjar eru þá þessar nútímabókmenntir? Stefán frá Hvítadal 4 kvæði, Davíð Stefánsson 10 kvæði, Jóliannes úr Kötlum 4 kvæði, Jón Helgason 4 kvæði, Tómas Guðmundsson 6 kvæði, Steinn Steinarr 5 kvæði. Hefur nokkur heyrt þessara unglinga getið áður? Þá er valin skáldsaga eft- ir Laxness (mikið var); loks: nemandinn kynni sér vandlega nokkur ljóð eftir eitt (undirstrikað í námsskránni) eftirgreindra skálda: Guðmund Böðvarsson, Magnús Ás- geirsson, Snorra Hjartarson, Kristján frá Djúpalæk, Jón úr Vör, Hannes Sigfússon, Ein- ar Braga, Sigfús Daðason, Jón Óskar, Þorstein Vaidimarsson, Hannes Pétursson eða annað nútímaskáld í samráði við kennara — og birtincur 1?

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.