Birtingur - 01.01.1967, Blaðsíða 26

Birtingur - 01.01.1967, Blaðsíða 26
Paavo Kintala fráskilinn maður og á son, mæðginin voru í , Stokkhólmi en sonurinn kemur til föðurins í Finnlandi og býr hjá honum, feðgunum mis- tekst að ná sambandi, og sonurinn verður til þess að brjóta gegn þeim lögum sem faðir hans hafði alla tíð varið, harmleikurinn undir lokin verður ógnarþung byrði á ritstjóranum og sprengir hinar síðustu borgaralegu blekk- ingar. Kihlman er talinn stílsnillingur á sænsku, hann er miskunnarlaus uppreisnar- maður en rannsókn hans er ekki grimmdar- leg heldur heiðarleg, manni finnst þessi mað- ur ekki komast hjá því að skrifa; og þegar hann þykist ætla að hætta að skrifa af því hann hafi ekki ráð á því, þá trúir maður því ( svona rétt mátulega að hann meini nokkurn skapaðan hlut með því annað en pína pen- inga út úr því opinbera. Hin sagan, Made- leine segir frá þrem manneskjum og er sögð í fyrstu persónu: drykkjumaður gengur upp í sjálfum sér og alkóhólvöktum ofskynjunum, taugaveikluðu ofnæmi sínu og tekur ekki eftir því hvernig hann hrekur eiginkonuna sem hann elskar frá sér og hrindir henni í faðm vinar síns með því að gera hana að vitni nið- urlægingar og vesaldóms hans undir hrammi Bakkusar, eyðileggur allt; Kihlman lýsir hug- arheimi þessa manns snilldarlega; ég efast um að öllu raunsærra sé sagt frá alkóhólista ann- 1 ars staðar í Norðurlandabókmenntum; mér 24 BIRTINGUR

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.