Íslenzk tunga - 01.01.1965, Side 101

Íslenzk tunga - 01.01.1965, Side 101
ÚR FÓRUM ORÐABÓKARINNAR V 99 veöurlag, þ. e. a. s. ‘bleytu- eða hráslagaveður’. Þá kannast menn einnig við epja í merkingunni ‘bobbi, vandræði, ógöngur’ og helzt vestanlands og norðan; ég er í epju með þetta, þ. e. ‘í vandræðum’; að lenda eða verða í epjum með e-ð ‘komast í bobba eða ógöngur’. Þá er og no. epja haft um blautan og aflagaðan skó; skórnir eru mestu epjur, þ. e. ‘teygðir og fláir’. Einna algengust er þó merkingin ‘glypjuleg flík eða efni, losaralegt prjón eða lausofin voð, misteygja í skinni’, og eru dæmi um hana víðsvegar að af landinu; þetla er bannsett epja, um losaralegan vefnað; peysan er mesta epja, þ. e. ‘glypjuleg og víð’. So. epjast eða epjast út sýnist einnig kunn í öll- um landsfjórðungum og merkir oftast ‘aflagast, misteygjast’ (um skó, skæði eða skinn, en líka um losaralegar flíkur eða lint og glypjulegt efni). Þá kemur það og fyrir, að hún merki ‘flækjast, þvælast um’ (urn fólk), á líkan hátt og vepjast, sem til er í báðum þessum merkingum. Lo. epjulegur virðist og algengt. Því bregður fyrir í merkingunni ‘bleytu- eða forarkenndur, kulda- eða hráslaga- legur’, en venjulegast táknar það ‘glypjulegur (um flíkur eða efni), misteygður eða aflagaður (um skó eða skæði), ónýtur og þunnur (um skinn), grisjóttur (um prjónles)’ o. s. frv. Svo sem hér hefur verið rakið finnast enn í mæltu máli allar merk- ingar no. epja, sem til færðar eru í orðabók Blöndals, en auk þess merkingin ‘glypja einhverskonar’, og er hún raunar langalgengust. En hversu er þá háttað tengslum þessara merkingartilbrigða, og hvert þeirra er elzt eða upphaflegast ? Naumast leikur efi á, að elzta merking orðsins er ‘for, bleyta’, og kemur hún raunar fram í fyrstu heimildum okkar um það og í örnefninu Epjuteigur, en svo nefnist raklend engjaspilda í landi Sandlækjar í Gnúpverj ahreppi í Arnes- sýslu, og á sú nafngift sér efalítið fornar rætur. í orðabók Björns Halldórssonar segir, að epja merki ‘rotið hræ’ og ‘vandræði, ógöng- ur’, og hefur orðabók Blöndals vísast báðar þessar merkingar það- an, þótt þess sé einungis getið um aðra þeirra. Merkingarskilgrein- ingin ‘rotið hræ’ í orðabók Björns er varla nákvæm, en sýnilega hefur Björn hana úr orðasafni einu handrituðu frá 18. öld, sem liann hafði undir höndum, en þar er no. epja tilfært og þessi setn-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Íslenzk tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenzk tunga
https://timarit.is/publication/852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.