Ritmennt - 01.01.1996, Page 44

Ritmennt - 01.01.1996, Page 44
AÐALGEIR KRISTJÁNSSON RITMENNT Tómas Sæmundsson kvað hér upp úr um það að Islendingur hefði tendrað eldinn með ritdóminum. Til þessa dags hefir enginn vit- að með vissu hver höfundurinn var. Björn M. Ólsen leitaði svars hjá Konráði Gíslasyni löngu síðar. í svarbréfinu 11. janúar 1888 komst Konráð svo að orði: Eg lcom til Kaupmannahafnar í ágúst 1831. Eng- inn, sem eg hef spurt, hefur vitað - eða þóst (sagst) vita -, hver höfundur hafi verið að þeirri grein, „sem ritdeilan reis af milli Rasks og Baldvins".42 Umsvif Fomfræðafélagsins fiam yfii 1830 En hverfum nú aftur að útgáfustarfsemi Fornfræðafélagsins. Af framansögðu er ljóst aö útgáfa Fornmanna sagnanna mæddi mest á íslendingum. Enda þótt Raskdeilan hamlaði á móti um skeið lauk útgáfunni með því að íslendingar unnu nær eingöngu við að koma síðasta bindinu út. Þar með var ekki öll sagan sögð, því að Sveinbjörn Egils- son þýddi ellefu bindi á latínu á árunum 1828-42. Sú ritröð bar heitið Scripta histo- rica Islandorum. Ekki er vitað hvort íslend- ingar önnuðust prófarkalestur latneska textans að öðru leyti en því að Jón Sigurðs- son og Konráð Gíslason lögðu hönd að verki við VIII.-X. bindi.43 Tólfta bindi latneska textans kom út árið 1846; þar annaðist Grímur Thomsen þýðinguna. Danska þýðingin á Fornmanna sögum var unnin af Rafni og N.M. Petersen. Rit- röðin nefndist Oldnordiske Sagaer og kom út á árabilinu 1825-37. Sá fyrrnefndi þýddi þrjú fyrstu bindin, þá tók N.M. Petersen við og þýddi IV.-X., nerna kveðskapinn sem Finnur Magnússon og Rafn tóku að sér að þýða. Rafn þýddi XI. bindið sem kom út 1829 og frægt varð vegna Raskdeilunnar. Síðasta bindið var þýtt af N.M. Petersen og kom út 1837. Þess er áður getið að í fyrsta bindi Forn- manna sagna var svo ráð fyrir gert að á eft- ir konungasögum kæmi „sá inn mikli sagnaflokkur er íslandi viðkemur". Þetta voru ekki innantóm orð því að Þorgeir Guð- mundsson og Þorsteinn Helgason hófu út- gáfu Islendingasagna og lcorn fyrsta bindið út árið 1829 og bar heitið íslendinga sögur I. I því voru íslendingabók Ara prests, ís- lands Landnámabók, Heiðarvígasögu brot og Agrip af Vígastyrs sögu, ritað af Jóni Ólafssyni. Hér birtist Heiðarvíga saga fyrst á prenti, en íslendingabók og Landnáma höfðu áður verið gefnar út. Árið eftir lcomu íslendinga sögur II út. í því bindi voru ein- göngu sögur frá Norðurlandi, fimm að tölu. Af þeirn höfðu Svarfdæla saga, Vallal]óts saga, L]ósvetninga saga og Vémundar saga og Víga-Skútu ekki verið gefnar út áður. Hins vegar bafði Víga-Glúms saga tvívegis verið prentuð. Fullvíst má telja að brottrekstur Þorgeirs og Þorsteins úr Fornfræðafélaginu hafi oróið til þess að ekki varð framhald á útgáfum íslendinga sagna um sinn. Fornritanefndin, sem bæði Rafn og Finnur Magnússon áttu 42 Bréf Konráðs Glslasonar, bls. 264. 43 Páll Eggert Ólason. Jón Sigurðsson I, bls. 228. Á bls. 41-42: Ódagsett og ártalslaus áætlun um útgáfur Fornfræðafélagsins á íslendingasögum í 16 bindum. Landsbókasafn (JS 82 fol). 40
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170

x

Ritmennt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.