Akranes - 01.10.1942, Blaðsíða 1

Akranes - 01.10.1942, Blaðsíða 1
I. árgangur. Akranesi, október 1942 8. tölublað. Skjölgarðar í Garðalandi BlaðiB flytur heim Þegar útgefendur blaðsins réðust í útgáfu þess í apríl s. 1. gerðu þeir það með hálfum hug. Á Akranesi hafði aldrei verið gefið út prentað blað og bæjarbúar voru óvanir ritstörfum. Við því mátti búast, að þeir gætu ekki hald- ið úti blaði að staðaldri svo í lagi væri, og það yrði því ekki langlíít. Kins og getið var um í fyrsta tölublaði, vakti það fyrir útgefendum að ræða þar hin margvíslegu verkefni bæjarfélagsins, sem bíða úrlausnar; safna saman og halda til haga gömlum fróðleik, sem hlýtur, er tímar líða að vera snar þátt- ur í menningar- og atvinnusögu bæjar- ins, þegar sú saga verður skráð. Jafn- framt vonuðust þeir til, að blaðið gæti með tíð og tíma vakið og sameinað bæj- arbúa til nytsamra framkvæmda á hin- um ýmsu sviðum. Ekki skal um það dæmt, hverpig þetta hefur tekizt, og er ef til vill ekki að marka á hinum mjög svo stutta tíma. Útgefendur blaðsins hafa eftir mætti reynt að gera það svo vel úr garði sem þeir höfðu tök á. Ól. B. Björnsson tók að sér að semja þætti úr sögu Akra- ness, og hafa útgefendur á þann hátt hugsað sér aS prenta drög að sögu hins unga kaupstaðar. í þeim blöðum, sem út hafa komið, hefur hann þegar skrif- að: Um upphaf bindindishreyfingarinn- ar á Akranesi, Hallgrím Jónsson hrepp- stjóra. Um sjávarútveginn: — Meðan útgerðin var rekin að aldagömlum hætti.— Þá hefur hann þegar skrifað um verzlunarsögu staðarins. Garða og Garðapresta, Kristrúnu á Bjargi, sögu barnaskólans og um kennara hans, sönglíf á Akranesi o. fl. Af greinum um bæjarmál, sem prentaðar hafa verið, má nefna grein um fjárhagsáætlunina 1942, Framfarasjóð Akraness, Rafmagnsmál Akraness, Kvenfélag Akraness, Um skrúðgarða, Garðalandið, Gagnfræða- skóla og Þurrkun Garðaflóans. Þá hef- ur blaðið og birt greinar um almenn efni, t. d. um garðyrkjumál, um heil- brigðismál, sem héraðslæknir hefur skrifað. Það er von þeirra, að blaðinu takist svo vel ætlunarverk sitt, að Ak- urnesingar og aðrir, sem áhuga hafa fyrir Akranesi telji það svo góða eign, þ.ö þeir haldi því saman og bindi þaó mn. Peir vona, að Akurnesingar tmni þar sitt eigið málgagn, sem þeir styðji af alhug í sameiginlegu ætlunarverki að vinna Akranesi sem mest og varanleg- ast gagn. Það kom brátt í ljós, að erfitt var að gefa út blað á Akranesi, sem prentað var annarsstaðar. Þeir, sem að útgáf- unni stóðu höfðu því ekki gefið út mörg blöð, þegar áhugi þeirra beindist ákveð- ið að því, að gera hægari heimatökin um útgáfuna, með því að fá hingað prentsmiðju. Til útgáfu blaðsins var stofnað fyrir- varalítið, þótt til hennar hafi verið vandað eitir föngum. Þrátt fyrir marg- víslega erfiðleika hefur tekizt að geía það reglulega út, og var það meira en vænta mátti. Hingað til hefur blaðið verið heppið á marga lund, og þá ekki sízt að fá hingað prentsmiðju íljúgandi upp í iangið, þótt slík fyrirtæki liggi nú eKKi laus á hverju strái. Útgefendur hugsuðu sér upphaflega að fá hingað litla og ófullkomna prentsmiðju, en þegar þetta var athugað betur, þótti það ekki vænlegt. Prentiðnin er nú orð- m ein þroskaðasta iðngrein hér á landi. Það þótti því sjálfsagt að setja markið hærra og koma hér upp fullkominni prentsmiðju, er gæti staðist samkeppni i þessari grein og uppfyllt þarfir bæjar- búa til jafns við hliðstæð fyrirtæki. Er því hér um merkilega nýung á sviði iðnaðarmála bæjarins að ræða, og mun hin nýja prentsmiðja þannig gera at- vinnu- og iðnaðarlíf hans fjölbreyttara en verið hefur. Með hliðsjón af að hér hafi verið stigið spor í rétta átt, er því treyst að hæjarbúar láti ekki sitt eftir liggja, heldur styðji þessa veiku viðleitni, sem vonandi er aðsígandi, og um síðir vinni mikið gagn. Á öðrum stað hér í blaðinu birtist útdráttur úr tiilögum Gísla Þorkelsson- ar verkíræðings, um ræktun skjólgarða 1 Garöaianai. tíkjólgarðarækt hetir lengi verið áhugamái Gísla, þótt hann hafi ekki rætt það á opinberum vett- vangi, og sjálíur heíir hann í hyggju að gera uiraun með ræktun skjóigarða og það á eigin kostnað. S. 1. sumar fór fcg pess a ieit við Gisla að hann athug- aöi moguieiKa til skjólgarðaræktunar hér hjá bænum, og var það auðsótt mái. Að aiiti sinu og tillögum hefir hann unnið í sumar og haust. Það er engum vafa undirorpið að til- raun sú, sem Akraneskaupstaður hefir nú ákveðið að framkvæma, er á margan hátt hin merkilegasta. Til skamms tíma hafa íslendingar verið líkt settir með garðrækt og trjárækt og þeir menn, sem byggðu Jótlandsheiðar áður fyrr. C. E. Flensborg, forstjóri Heiðafélags ins danska skrifaði í ársrit Skógræktar- íélagsins árið 1939: „Um 1858 kom raun- ar engum heiðabónda til hugar, að skóg- ur gæti vaxið á heiðunum. Timburnotk- un var þar svo að segja óþekkt, Heiða- býlin voru alloftast gerð úr þéttum leir og lyngtorfi. Allstaðar, sem þess var kostur var reynt að spara timbur, því að þar var sömu sögu að segja og í sveitum Islands, er lengst liggur frá kaupstöðum og sjó: að timbur var dýrt og tlutningar erfiðir, eins og samgöng- um var þá háttað. Ennþá lifir sú sögn um gamlan heiðabónda, að hann hafði í íyrsta sinn séð timburgólf árið 1837, þá 16 ára að aldri. Jafnvel fram um 1880 var það algengt að menn létu sér nægja rafta í stofuloftin. Umhverfis húsin lá hin ófrjóa akurjörð, og sumstaðar náði heiðin sjálf að húsum heim; trjágarður var hvergi. í kálarðsholu gaf stundum líta einstæQan rifsrunna en tré sáust þar yfirleitt ekki“. Nú er búið að gjörbreyta Jótlands- heiðum. Skógræktarstarfið var þar tvennskonar. 1. að rækta skóg til efni- viðar og eldiviðar. Með atbeina Heiða- félagsins og ríkisins hafa nú 150.000 ha. verið ræktaðir skógi. 2. að trygja ökrum og görðum skjól og vernd með því að rækta skjólgarða. Sé nú á dögum horft yfir Vcstur-Jótland sést að skjólbeltin

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.