Akranes - 01.10.1942, Blaðsíða 4

Akranes - 01.10.1942, Blaðsíða 4
4 AKRANES kringum kr. 17.000, — en líklegt er að fá megi plöntur ókeypis eða með vægu verði og lækkar það kostnaðinn veru- lega. Árleg umhirða skjólgarðanna er í því íólgin, að lú og bera á. Nauðsynlegt verður að lú tvisvar á sumri, en á haust- in yrði svo borið á, þó miklu minna en í fyrsta sinn. Verður reynslan að skera úr því, hver áburðarþörfin verður, en áburðargjöfina má fljótlega minnka og síðan afnema. Auk þess verður að klippa ýmsar trjáraðir, stífa tré og ef til vill að sprauta gegn sjúkdómum og skordýrum. Einnig má búast við, að nokkur vanhöld verði og tré drepist. Er þá nauðsynlegt að fylla í skörðin jafnharðan. Kostnaður við hirðingu og Myndin sýnir skipulag aðalskjólgarð- anna. Yzta röðin mætti vera úr gulvíði, sem er harðgerr, en nokkuð seinn að vaxa og verður aldrei verulega hávaxinn, en þrífst hinsvegar vel í jörð eins og þarna er. Gulvíðirinn má standa þétt, t. d. með 60 cm. millibili, en þegar hann fer að vaxa verður nauðsynlegt að klippa hann til, svo að hann verði þéttur að neðan. Á myndinni (mynd 1.) er hann merktur v. Næsta röð ætti að vera 2 metra frá gulvíðiröðinni, og er sú fjarlægð hæfi- leg milli annarra raða í skjólbeltinu. Önnur röð er byggð upp eins og mynd- in sýnir, af birki B og þingvíði P og p, þannig að ávallt sé 1,25 m. á milli plantna í röðinni. P og p tákna bæði þingvíði, en munurinn er sá, að P er látinn vaxa eins og honum er eðlilegt og mynda tré, p er hinsvegar stýfður eftir nokkur ár, er hann fer að þvinga næstu tré, og verður hann þá á eftir þeim, en myndar á þann hátt ágætt undirskjól. Er hin trén vaxa upp, verð- ur skuggi þeirra að lokum svo mikill, vanhöld áætlast 2000.00 kr. árlega, fyrstu 5—10 árin, en að þeim tíma liðn- um minnkar þessi kostnaður ört og að síðustu hverfur hann úr sögunni. HVE LANGAN TÍMA TEKUR RÆKTUNIN? Að óreyndu er erfitt að segja íyrir um vaxtarhraða trjágerðanna, en lík- legt þykir mér, að á 10 árum nái þau 3—4 m. hæð. Trén í sáðreitunum innan við Akranes, sem nú eru 9 ára, eru að vísu ekki hærri en 1 m., en þess ber að gæta, að í trjágerðin eru notaðar fjögra ára plöntur, sem fá áburð og lún- ingu, svo að vaxtarhraði þeirra verður örari. að öll p-in deyja vegna ljósleysis, en þá er þeirra heldur ckki þörf lengur. Þriðja röð er mynduð af birki ein- göngu. B-in fá að standa og verða að trjám, en b-in þarf að stýfa eða höggva upp, er þau verða til baga. Yfirleitt tákna litlu bókstafirnir á myndinni tré, sem hafa það hlutverk, að fylla upp í eyður, sem annars yrðu á meðan hin trén eru ung og lágvaxin. Veita þau þá í byrjun einnig skjól og eftir stýfingu undirskjól, en síðar er þeirra ekki leng- ur þörf og þau eiga að hverfa. Þess þarf að gæta vandlega, að uppfyllingartrén verði aldrei svo stór, að þau bagi hin trén, sem eiga a.ð standa. Fjórða röð er úr birki og gráreyni á víxl, en uppfyllingartrén eru birki eins og áður. Gráreynir verður allhávaxið tré, er þolir vindinn vel. Fimmta röð er eins, að öðru leyti en því, að í stað gráreynis kemur venjulegur reynir. Reynir þolir illa vindinn, og þarf því að hafa gott skjól. Á hinn bóginn er hann fallegt tré og sómir sér vel innan um birkið í innstu röð skjólbeltisins. Sjötta röðin þarf ekki og á ekki að Mynd 2. Net af Itmgeróum d 25 ha Myndin sýnir ferhyrnda spildu úr Garðalandi, 500 m. á hvern veg. Verstu hindranir á þessu svæði eru norðlægir vindar og eru því aðalskjólbeltin fyrir nórðaustur- og norðvesturhlið. Skjól- garðar þessir eru úr 6-földum trjáröð- um. Reynslan hefur sýnt, að skjólgarð- ur skýlir í fjarlægð, sem er allt að 10 sinnum hæð hans. Gert er ráð fyrir því, að þessi skjólgarður geti með tímanum orðið 6 metrar á hæð, og skýli þannig 60 metra svæði. Til þess að skjólið verði fullkomið á þessum 25 hekturum, verð- ur því að byggja upp einskonar net af skjólgerðum, með 60 m. millibili, líkt og sýnt er á 2. mynd. Ástæðulaúst er þó að hafa möskvana í þessu neti úr meira en einfaldri trjáröð, og þar til mætti velja, hvort sem vill pílvið, (t. d. þingvíði) birki, eða jafnvel gráreyni. Pílviðinn mætti einnig klippa sem lim- gerði, en þá yrði að vera styttra bil á milli plantna í röðinni, vart meira en 80 cm. Yztu gerðin að suðvestan og suð- austan, væri rétt að hafa tvöfaldar rað- ir. vera hávaxin. Hlutverk hennar er að varna súgi að neðan og má því velja í hana lágvaxna runna, Ástæðulaust er að planta þessa röð í byrjun. Nægilegt er, að hún komi, er hin trén fara að veita skjól. Vafalaust yrði heppilegast, að velja í sjöttu roðina meira en eina tegund runna, þó þannig, að ávallt sé röðin gerð af einni tegund á nokkuð löngum kafla í senn, og færi það nokk- uð eftir því, hvað ræktað yrði innan skjólbeltisins á hverjum stað. Þar sem matjurtir væru ræktaðar yrði heppileg- ast að hafa ribs- eða sólberjarunna, er hvorttveggja gæti orðið til nytsemdar fyrir kaupstaðinn og byrgja hann upp af hollum og bragðgóðum berjum. Ef leggja ætti skrúðgarð innan skýlda svæðisins, væri ástæða til að Velja þar fallegan runna, svo sem rósarunna, sem margir hverjir þrífast ágætlega í görð- um. Einnig mætti velja hegg, er verður snoturt lítið tré, og ber hvít blóm á vorin. Mynd 1. Skjólbeltir), norburhorrt. ~0*— VVVVVVVVVVVV V V V v vv VVV V V V v V v vvvvvvvv~- v '~2m — 2t» ** v p p B p p p B p P p B p P p B p P -- V P ö Ö b b v 3 b B b B b B b B b 3 b B b 3 b 3 -- v p D b b ö v -y-p b B b 6 b B b G b 3 b o b 3 b G--- \ 4 /■ 6 b b ö b B b ö b R b B b R b B b R b B-- * í í ö b Ö V -i—p 4 B b G b B 0 O 0 O O 0 o o o - V -v * V y ö 6 B ó O ó O R O 'N V Guívíðir V b 6 b o P þingviöir v 5 & Birki B B D O G Qráret/nir ö ö b o R Reynir l 0 B ö R o p p/ngviÖir til upp- fyllingar í * ó b b O b öir/d —» v p B G 3 o tajá textannl v „ 6 ó h O o Runnar 5 * B 3 R o 5 * Ó ú b o v B B <? fl 0 l I I '

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.