Akranes - 01.10.1942, Blaðsíða 5

Akranes - 01.10.1942, Blaðsíða 5
akranes 5 Virkjun Andakílsár Eins og getið var um í 4. tbl. blaðsins gerði Arni Pálsson verkfræðingur áætl- anir um virkjun Andakílsár árið 1939. Var þá rannsökuð orkuþörf héraðsins og íjarhagsleg afkoma virkjunarinnar. I ágústmánuði s. 1. endurskoðaði hann á- ætiun þessa vegna mikilla breytinga, sem orðið höiðu á eini og vinnulaunum. Til þess að fá sem áreiðanlegastar áætl- amr var leitað tilboða í vélar og annan ratútbúnað. Hér á eitir íer stuitur út- dráttur úr áætlun veritfræðingsins. Stærð orkuversins. Áætlunin byggist á rannsókn á orkuþörf Akraneskaup- staðar, Borgarness og Hvanneyrar. A þessu svæði eru 2800 íbúar. í áætlun- mni er gert ráð iyrir 2400 hestafla orku- Veri, sem svarar til 590 watt á mann. Til samanburðar má geta þess, að Sogs- virkjunin og rafstöðin við Elliðaár framleiðir 270 watt á mann, en orku- verið við Laxá 380 watt á mann. Báðar þessar stöðvar hafa reynst of litlar og er stækkun þeirra í aðsigi. Þá má og geta þess, að orkuþörf Reykjavíkur mun ekki verða tiltölulega eins mikil og orkuþörf Akraness og Bargarness, sök- um þess að hitaveitan mun á sínum tíma hita upp Reykjavík, en ólíklegt er að ráðið verði fram úr hitaþörf Akur- nesinga og Borgnesinga með sama hætti. — Gert er ráð fyrir að hin fyrirhugaða virkjun sjái fyrir allri ljósaþörf, 80% af suðuþörf og 50% af hitunarþörf Akur- nesinga og Borgnesinga. Stofnkostnaður. Allur kostnaður við virkjunina er áætlaður kr. 5.000.000,00, og er þá talið með orkuverið sjálft, þrýstivatnspípa, háspennulínur, spenni- stöðvar og bæjarkerfi Akraness og Borg arness. Stofnkostnaður virkjunarinnar hlýtur þó að verða meiri en að framan greinir sökum þess að verkamannakaup og farmgjöld eru nú mun hærri en gert er ráð fyrir í áætluninni. Reksturskostnaður. Gert er ráð fyrir því, að árlegur rekstur stöðvarinnar kosti kr. 533.000.00 og að selja verði raf- magnið á því verði sem hér greinir: Til ljósa kr. 1.00 kwst., til suðu kr. 0.18 kwst., til hitunar kr. 0.05 kwst., og svar- ar það til rúmlega kr. 100.00 kolaverðs á tonn, hreyfiafl til smáiðnaðar kr. 0.35 kwst. og til annars iðnaðar kr. 0.12 kwst. Eins og að framan greinir verður stofnkostnaður virkjunarinnar mun hærri en áætlunin gerði ráð fyrir. Af þeim ástæðum hækkar einnig reksturs- kostnaðurinn (vextir og afborganir af lánum). Laun starfsmanna virkjunar- innar hljóta einnig að hækka til muna, og hækkar það einnig reksturskostnað- inn. Af þessu leiðir, að selja verður raf- magnið, — að óbreyttum ástæðum, — hærra en verkfræðingurinn gerir ráð íyrir. Her á eftir fer niðurlag álits Árna Pálssonar. Að íraman var þess getið, að pen- ingaveltan væri meiri en ætla mætti af visitölunni, og er það óyggjandi. Meðan svo er ástatt, hetir almenningur betri ástæður en nokkru sinni fyrr til að kaupa sér hin nauðsynlegustu tæki tii að notfæra sér raforkuna í stórum stíl a heimilúnum; rafveiturnar fá þannig tækiíæri til að afla sér viðskiptavina a venju fremur skömmum tíma, — tá einnig nokkra kaupendur að orkunni, sem peir hetðu ekxi fengið annars — og með raíorkuna er það nú svo, að þeir sem af eigin reyncl kynnast gæbum hennar og yfirburðum, geta naumast án hennar verið. Það er einmitt ekKi hvað sízt með tilliti til þessa atriðis, að 2,3-löld hækkun og jafnvel enn meiri hækkun, er réttmæt, miðuð við núver- andi ástand. Það er þó algert atriði fyrir tryggri fjárhagsatkomu, að fyrirtækið geti staríað nokkur fyrstu árin með gjald- skrá, sem er í fullu samræmi við virkj- unarkostnað. Ef það er hægt, er rekst- ursafkomu vel borgið. I því umróti, sem er á verðlagi og þeim erfiðleikum, sem á því eru að út- vega vélar og þá ekki hvað sízt á flutn- ingum til landsins, er við því búið, að venju fremur langan tíma, — jafnvel 2—3 ár — kunni að þurfa til að fram- kvæma virkjun. Margt getur breytzt á þeim tíma, sem og á hinum fyrstu rekst- ursárum. Að þessu leyti hvílir rekstur ekki á jafntryggum grundvelli sem áður. Á hinn bóginn er auðveldara að út- vega fé og lánskjörin betri en verið hef- ir marga síðustu áratugi; er það mjög þýðingarmikið, því vextir og afborganir eru venjulega hæsti og þyngsti út- gjaldaliðurinn. Flestum framkvæmdum fylgir áhætta, að vísu ekki ávallt jafn mikil, og oft erfitt að sjá fyrir, í hverju hún er fólg- in, og verður þá þrautin þyngst, að tryggja sig gegn öllum áhættum. Sú hin sama mun og reyndin hér verða, að ekkert er það, er veitt geti algjörða tryggingu. Draga má þó úr á- hættunni, ef hægt er að framkvæma nokkurn hluta virkjunarinnar án lán- töku, t. d. að '/5 hluta eða jafnvel eitt- hvað þar fram yfir. Liggur beint við að hugsa sér þá upphæð greidda á 2—3 ár- um. Meðan slík veltiár eru sem nú, virðist ekki fjarri, að hægt sé að leggja fram í'járupphæð nokkra með niðurjöfnun; ef unnt er að láta hana ná til 2—3 ára, eða jafnvel lengur, er hugs- anlegt að afla megi fjár til að byggja skuldlaust álíka mikinn hluta virkjun- | AKRANES OTGEiEíiDUR: Nokkrir Akurnesingar. Ril NEEND: Arnljótur Guðmundsson. Ól. B. Björnsson. Ragnar Ásgeirsson. GJALDKERI: Óðinn Geirdal. AEGREIÐSLUMAÐUR: Jón Árnason. Blaðið kemur út 10 sinnum á ári. Átk/iftargjald: 8 kr. árgangurinn. Prentverk Akraness h.f. ar, sem að framan var getið. Dregur það óneitanlega mjög úr aíleiðingum verð- falls. Hér hefur nú verið bent á kost þess og löst að hefja virkjun á þeim óvissu timum, sem tramundan eru. Eitt er þó enn ótalið, sem er hættan á því að vél- ar íáist ekki fluttar til landsins á rétt- um tíma og virkjun stöðvist þá í miðju kafi um lengri tíma, jafnvel heil ár. Ein- mitt þetta atriði getur falið í sér hvað mesta áhættu, því engin trygging fæst gegn þessu. Að öllu þessu athuguðu, er það hin aukna viðskiptavelta, hin bættu vaxta- kjör og hinir auknu möguleikar á út- vegun lánsfjár, sem hvetja til virkj- unar, en hið breytilega verðlag og ó- vissan um útvegun véla og efnis á rétt- um tíma, sem mestri áhættu valda. Virðist því nú meiri ástæða en nokkru sinni áður, að leggja megin áherslu á, að geta lagt fram sem álitlegastan hluta af virkjunarkostnaði án lántöku, ef í virkjun er ráðist. BÆRINN KAUPIR HÚS H.F. ANDVABA OG GEYMSLUHÚS H.F. ÞRÓTTAR Á aukafundi bæjarstjórnarinnar 16. október var samþykkt með samhljóða atkvæðum að kaupa hús það, sem h.f. Andvari á í smíðum við Óðinsgötu. Neðsta hæð hússins verður fyrst um sinn notuð fyrir gagnfræðaskóla, og verður viðbótarbygging reist við norð- urhlið hússins. Á miðhæð verða bæjar- skrifstofur og sparisjóðurinn. Á efstu hæð verður komið fyrir samkomusal fyrir bæjarbúa. Á sama fundi voru samþykkt kaup á geymsluhúsi h.f. Þróttar á Sólmundar- höfða. Hús þetta verður flutt tii bæj- arins og notað sumpart sem verka- mannaskýli og sumpart sem áhaldahús bæjarins. SUNDLAUGARBYGGINGIN verður nú hafin þá þegar, er búið að samþykkja teikningu, sem Íþróttanefnd ríkisins hefur látið gera. Þess er vænzt, að ungir menn leggi hér myndarlega hönd að verki, með því að vinna sjálfir eða gefa dagsverk og koma þannig þessu þarfaverki í fram- kvæmd að öllu leyti nú þegar.

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.