Akranes - 01.10.1942, Blaðsíða 6

Akranes - 01.10.1942, Blaðsíða 6
6 Sjðmenn þarfoast staö- gððrar menntnnar Ungmennafélag Akraness var stoin- að 23. janúar 1910. Undir stoinun þess var sterkasta stoðin SjáljstœÖismáLio og í sambandi við það f'ánamátið. Aðrar máttarstoðir voru: Ræktunarhugsjónin, og þá íyrst og fremst að klæða iandiö sKogi miiii ijaiis og ijöru, svo sem sagn- ir segja, og margt.bendir til, að það naíi verið á landnámstíð. Móöurmáishreins- un, þannig að gera útlægar allar slett- ur ur eriendum málum og að venja hvern og einn á fagra og villulausa íramsetnmgu máls, bæði i mæltu máli og rituðu. Bindindi, á þann hátt að íá æskuna til þess að afneita áfengisnautn og stuðla aö því að gera áfengi útlægt úr landinu. Unnfremur að stuðia að to- baksbindindi. lþróttir, með því að halda iþróttanámskeið og iðka iþróttir eitir því sem föng væru á og á sem ijölþætt- astan hátt, þar á meðal, og ekki sízt í íslenzkri glimu, með það iyrir augum að viðhalda henni og eíla hana sem sér- stæða þjóðaríþrótt. Bókleg menntun. Það mun hafa verið veturinn 1911, sem því var fyrst hreyft í félaginu að stofna til kvöldskóla, þar sem kenndar væru fjórar námsgreinar: íslenzka, reikning- ur, danska, enska. Þátttaka var nokkur, en ekki mikil, en árangur var sæmi- legur. Það kom fljótt í ljós, að þessi starfsemi var erfiðleikum bundin án styrks einhversstaðar frá. Um styrk frá hreppnum var ekki að ræða annan en þann, að leigu eftir skólahúsið þurfti ekki að borga. Hinsvegar varð að leggja til olíu og kol til upphitunar. Alþingi hafði veitt fræðslumálastjórninni nokk- ur fjárráð til styrktar unglingaskólum. Sá styrkur var bundinn við lágmark 12 nemenda og að jafnmikið framlag kæmi annarsstaðar frá. Nú þótti sjálfsagt að stofna unglingaskóla og reka hann sem styrkhæfan skóla. Að óreyndu þótti sennilegt, að tólf nemendur fengjust til að sækja skólann í jafnstóru þorpi og Akranes var þá. Þó var það vitað, að náttúrufræði, eðlisfræði og landafræði voru ekki uppáhaldsnámsgreinar hjá unglingunum. Kennari var ráðinn og skólinn auglýstur. Of fáir sóttu um skólavist. Ég átti nokkurn þátt í því að ganga milli unglinga, halda yfir þeim hvatningarræður og biðja þá að koma í skólann. Skólagjaldið var 25 krónur og dregið var úr námsbókakostnaði á þann hátt, að ég keypti kennslubækur í þeim greinum, sem óvinsælastar voru og lán- aði þær endurgjaldslaust til nemend- anna. Þannig gekk þessi barátta. Alltaf tókst að halda tölunni 12, þó man ég að í eitt skipti var mikið fyrir því haft að fá töluna fulla á einu prófinu, enda upplitið ekki djarfmannlegt, þegar skólaskýrslan var undirrituð. Skólinn lagðist niður í nokkur ár, og stafaði það af tveim ástæðum, þeim, hve erfiðlega gekk að fá nemendur, og því að afleið- mgar stríðsáranna 1914—18 gerðu skóla- hald á þeim árum lítt framkvæman- legt. A þessum árum var ég sjómaður og haiði töiuverðan áhuga iyrir menning- armálum sjómannastéttarmnar. Eg var sjálfur heimskur og algjörlega oupp- lýstur, haíði notið kennslu í kverlær- domi, skrift og reikningi í 3 /2 mánuð iyrir iermingu, það var og er öll mín menntunarbraut. Eg fann sárt til þess, hvað ég var illa á vegi staddur í þess- um emum, og ég fann til með öilum þeim mörgu, sem ég hafði verið með á sjónum viðsvegar og flestir voru álíka staddir sem ég í þessum efnum. Eg skrifaði einu sinni grein í sjómanna- biaðið Ægi, og sendi hana einungis af því að ég treysti ritstjóranum Svein- birni Egiissyni til þess að lagfæra rit- villurnar, sem vitanlega voru í hverri setningu. Eg þekki marga menn, sem ióru á sjómannaskólann. Því miður heíi ég ekki orðið þess var, að sjómanna- skólinn veitti aimenna menntun, hann er vitanlega fullkominn til þess að kenna sjómannafræði, en því aðeins nýtur sjófræðinámið sín sér til fulls, að nemandinn hafi staðgóða undirstöðu- menntun í almennum námsgreinum og tungumálum. Eg varð vélamaður, án þess að hafa svo mikla þekkingu í eðlis-mg vélfræði, að ég vissi að aflgjafi vélarinnar væri rétt blöndun á lofti og olíu við ná- kvæman þrýsting og snertingu af elds- íkveikju. Ég vissi að til þess að vélin gæti gengið varð glóðarhausinn að vera heitur og olían að geta gengið óhindruð sína leið, þetta var öll mín þekking. Ég tók skipstjórapróf fyrir skipstjóra á 30 smálesta skipi, sem síðar var hækkað upp í 75 smál. Tilsögn hafði ég í 11 klst. hjá Birni SveinsSyni á Bakka. Sigldi til Reykjavíkur, og fór til Þorsteins heit- ins í Garðhúsum, lét hann rannsaka hvort ég mundi standast prófið. Hann spurði mig um þriggja strika miðun, er ég kunni ekki. Hann sagði mér, hvað þriggja strika miðun væri. Síðan fór ég til prófs og kom meðal annars upp í þriggja strika miðun, stóðst prófið ein- ungis af því að ég hafði verið svo hepp- inn að Þorsteini datt í hug að spyrja mig um miðunina. Ég fékk sæmilegt próf, sem var vitanlega því að þakka, að Björn hafði sagt mér ágætlega til þessa 11 tíma, og kröfurnar vægar við prófið. Bílstjóri varð ég án þess að kennarinn kenndi mér nokkuð í gangi vélarinnar og prófdómarinn lét sér nægja, að ég hafði verið vélamaður á fiskiskipum. Hvað hefur mikið verðmæti farið í súginn hjá íslenzkri útgerð og öðrum fyrirtækjum' vegna vanþekkingar þeirra manna, sem án þekkingar hafa tekið að sér hin og önnur störf? Hvert óhappið hefur rekið annað, afli hefur ekki náðst, viðgerðir kostað peninga, vélar og verk- færi eyðilagst fyrr en eðlilegt míetti AKRANES teljast, skip strandað eða jafnvel íarizt fyrir vanþekkingu í siglingafræði og skipsreiðar, segl og annar útbúnaður eyðilagst fyrr en ástæða væri til o. s. frv. Ég rek ekki þessa raunasögu lengur. En staðhæfi, að sjómannastéttin, sá hluti hennar, sem ég starfaði með, var langt frá því að vera nægilega menntað- ir menn, til þess að hagnýta sér vélar og önnur tæki, sem þá voru að flytjast til landsins. Hitt er rétt, að manndóm- ur íslendinga er fyllilega sambærileg- ur við aðrar þjóðir, að öörum kosti mundu þeir ekki hafa komizt áfram, eins og raun ber vitni um, þrátt fyrir þekkingar- og menntunarskortinn. Héraðsskólarnir eru nú búnir að starfa í sveitunum í nokkur ár, þeir hafa valdið straumhvörfum í menntun ungmenna í sveitum, því örfáar undan- tekningar eru frá því að hver ungling- ur fari ekki tvo vetur í skóla. Og þó að hver og einn komi ekki þaðan með mik- inn og staðgóðan lærdóm, þá hafa nem- endur öðlast þrá til að vita og skilja það, sem síðar ber fyrir auga og eyru, enda er það stærsti sigur hvers eins, ef hann finnur til þess sjálfur, að hann viti lítið og kunni lítið, sé nokkur mann- dómur til í þeim manni, fer hann að afla sér þeirrar þekkingar, sem hann vantar í hvert sinn. Sá, sem það gerir, er á menntunarbraut. Það er ákveðið að stofna gagnfræða- skóla á Akranesi. Vonandi tekst það þannig að skólinn verði góð og vinsæl menntastoínun, og að hann verði hlið- stæð stofnun fyrir Akranes eins og hér- aðsskólarnir fyrir sveitr.nar, þannig, að a. m. k. tveir þriðju allra unglinga á Akranesi sæki hann. Æska Akraness hefur yfirleitt lífsskoðanir sjómanna, drengirnir beinlínis og stúlkurnar ó- beinlínis. Sjómennirnir þurfa að verða fyrir sterkum áhrifum til menntunar. Þeir þurfa að fá löngun og tækifæri til þess að læra alla sjóvinnu, gera við veiðarfæri, kunna alla hnúta, setja saman tóg og vír, gera við segl og reiða, skilja gang vélar og kunna að setja vél í gang og stöðva hana, og þekkja eðli kraftsins að sem mestu leyti, skilja gang og verkun rafmagnsins, kunna sjó- ferðareglur, þekkja á áttavita og yfir- leitt að þekkja lífsstarf sitt jafnóðum og og starfstíminn hefst. Þannig á gagn- fræðaskóli Akraness að skila þeim nem- endum sínum, sem á vinnudeildina ganga. Auk þess sem þeir koma af skól- anum gagnfræðingar að menntun. Þetta á gagnfræðaskólinn að verða fyrir sjómennina. Þannig sendum við einungis gagnfræðinga á stýrimanna- og vélstjóraskólann. í skipstjóra- og vél- stjórastöéur komast einungis vel mennt- aðir menn, og á svo að vera um hverja stöðu og starf. Konan, móðirin, er þá einnig annað og meira fyrir sitt heimili, auk þess, sem hún fær vonandi einnig tækifæri til náms á sérstökum húsmóðurskóla.

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.