Akranes - 01.10.1942, Blaðsíða 3

Akranes - 01.10.1942, Blaðsíða 3
akranes 3 á. Loks er síðasta ástæðan, hve dýrt er að girða landið fjárheldum girðingum, og hefir sá kostnaður aukizt eftir að styrjöldin brauzt út. GETUR SKOGUR ÞRIFIST Á AKRA- NhSl? í skýrslu sinni ræðir Gísli hvort skógur geti þriiist á Akranesi. Bendir hann á það, að trjágróður á Akranesi sé yfirleitt illa kominn, að fléstar trjá- tegundirnar séu lágvaxnar og kræklótt- ar, þótt þær sáu víða allvel t.il ára komnar. Hann telur að til þess liggi margar ástæðúr, svo sem rangt <teg- undával. Þannig sé t. d. víða plantað ribsrunnum án þess að þeim sé séð fyrir nægu skjóli, en trjátegund þessi þrífist illa nema í skjóli og góðum jarð- vegi. Sum trjánna telur hann af er- lendum uppruna, t. d. í garði Haraldar Böðvarssonar, og nái trén því ekki þeim árangri, sem innlendar trjátegundir geti náð. Þá telur hann sjórok hafa á- hrif á vöxtinn. Aðalástæðan fyrir van- þrifum trjánna telur Gísli átroðning unglinga á vetrum. Flest öll tré hér í bænum telur Gísli brotin af manna völdum og með þessu sé margra ára vexti trjánna spillt. Hinsvegar telur Gísli einkum tvennt sanna það, að skógargróður þrífist ekki ver hér en á öðrum stöðum í landinu. Tvö reynitré í garði Guðrúnar ljósmóð- ur hafa náð þeim þroska, sem beztur næst hér á landi, og sýnir það að reyni- tré a. m. k. geti ágætlega þrifist í moldu Akraness og veðráttu. Um sáðreitinn norðan við kaupstaðinn segir hann: „Norðan við kaupstaðinn var sáð birkifræi í dálítinn reit árið 1933 (Sjá Ársrit Skógræktarfélagsins 1936 bls. 59). Sáðreiturinn er ekki í skjóli fyrir neinni átt, og grasvöxtur, sem sumstað- ar vill eyðileggja trjágróður í fæðingu, var eytt fyrir sáningu með því að rista ofan af smáreitum torf, og var sáð í reitina. í flögunum hefir vaxið upp hinn fegursti trjágróður. Eftir 9 ára vöxt voru hæstu trén um 1 m. á hæð, en vaxtarsprotinn var 22 cm. þann 26. júlí í suraar. Þetta má teljast ágætur árang- ur, og sannar ásamt reynitrjánum henn- ar Guðrúnar, að trjágróður á Akranesi og þar í grennd, stendur ékki að baki trjávexti annarsstaðar á landinu. Niðurstaða Gísla er sú, að skilyrði til trjáræktar í umihverfii Akraness, séu ekki lakari, en í ýmsum öðrum löndum, sem skógi eru vaxin, að öðru leyti en því, að ekki er skógur til skjóls upp- vaxandi trjágróðri. SKIPULAG SKJÓLBELTA Skjólbeltið þarf að vera þannig skipu- lagt, að það taki eigi á sig þá vinda og stormhviður, er á þvi mæða, en bægi þeim frá sér. Yztu trén, sem standa á- veðra eiga að vera lágvaxin og þola gustinn, trjágerðið á að lyfta vindinum upp á við en eigi standa sem veggur, er stormurinn brotnar á. Þó þurfa trén í miðju skógarbeltinu, að vera það hávax- in, að skjólsins gæti, sem lengst inn á hið skýlda svæði. Sömuleiðis er nauð- synlegt, að yztu raðirnar séu lauírík- ar og fyrirbyggi gust, sem þurrka ir.yndi upp og kdéla jörðina. Að vísu vantar enn mikið á, að við höium svo mörgum trjátegundum úr að velja í skjólabelti, að öllum skilyrðum verði fullnægt, en eig að síður mun vera mögulegt að byggja úr okkar tegund- um trjágerði, sem veita myndi æski- legt skjól, og mun ég síðar gera uppá- stungu slíks trjáerðis. Meðfylgjandi myndir sýna nánar skipulag fyrirhugaðra skjólbelta. SKILYRÐI TIL RÆKTUNAR í GARÐALANDI Eins ogf ég gat um í upphafi heim- sótti ég Akranes dagana 25.—26. júlí í sumar. í umhverfi kaupstaðarins fann ég ekkert það landsvæði, sem betur væri fallið til ræktunar trjágerðis en Garðalandið. Jarðvegur er þar ágætur til slíkra hluta. Efsta lag hans er torf- jarðvegur, víða allt að einum metra á þykkt; undir því er þykkt mólag. í sýnishornum á jarðvegi, er ég tók þar, reyndist sýran vera fullmikil, sérstak- lega norðan til, en hvergi var hún svo mikil, að líklegt væri að hún eyðilegði trjágróður. (Sýrugráðan var 5.5—6). Um það leyti, sem ég var á ferð, v'ar Garðalandið óvenjuþurrt og því erfitt að dæma um raka landsins. Svo var að sjá, um þetta leyti, að þar væri ei væta í jörð, en er rigningar ganga, má ætla, að hinir nýju stóru skurðir minnki svo vatnsganginn, að flóinn, sem áðúr var ófær, verði þurr og fær gróðri sem gangandi. Annarsvegar þarf ekki að draga í efa, að kaupstaðurinn lætur gera þá skurði, sem nauðsynlegir reyn- ast, en trjágróður þarfnast ei víðtækari framræsingar, en hver annar gróður, sem arð á að gefa. TRJÁGRÓÐUR ÞARFNAST ÁBURÐ- AR OG HIRÐINGAR Það er mitt álit og reynsla, að trjá- gróður, sem á að dafna vel, þarfnist áburðar. Skógarbotn er frjósamur jarð- vegur, jafnvel eins frjór og bezta garða- mold. Til þess ,að gefa trjánum hin beztu vaxtarskilyrði er nauðsynlegt, að sjá þeim fyrir nægum áburði og vinna jörðina vel. Illgresi, hvort sem er arfi, gras eða annar framandi gróður, stelur næringu og vatni frá rótum trjánna og svelta þau. Trjágerði, sem ræktuð eru til skjóls, þurfa að vaxa fljótt. Því er nauðsynlegt að bera á þau og lú hin fyrstu árin, svo að vöxtur trjánna verði hraður. Innan fárra ára munu trén þá veita hvort öðru það skjól, sem þeim er nauðsynlegt. Síðar valda krónur trjánna þeim skugga, að lúning verðUr óþörf, en lauffallið verður einnig það mikið að á- burðargjöf mun einnig falla úr sög- unni, er frá líður. Það er tekið íram hér að frar.'an, að val trjáa til plöntun- ar, er þýðingarmikið atriði, en það vandamál er nú leyst og mun eigi valda örðugleikum, þótt enn megi vænta framfara, sem geri meiri fjölbreytni í vali mögulega. Til þess að trjágerði vaxi örugglega upp og nái fljótum þroska, er nauðsyn- legt, að jarðvegsundirbúningur sé í bezta lagi, og auðvitað þurfa nauðsyn- legir framræsluskurðir að vera fyrir hendi. Heppilegast er, að plægja djúpt og vel haustið fyrir plöntun, og ef þörf er á, að bera kalk og sand í jörðina, ætti einnig að gera það að haustinu. Frostið fær þá tækifæri til að losa mold- ina. Torfhnausar molna, og jörðin myldast. Sama vor og plantað er, þarf að bera á og herfa vandlega. Áburðinn má annað hvort herfa niður líkt og á sáðakri, eða öllu betra væri, að bera í hverja plöntuholú og blanda áburði í moldina í holunni. Plöntuholurnar ætti að taka svo djúpar og víðar, að greiða megi úr rótunum, að þær leggist eðli- lega í jörðina. Gísli leggur til að ræktaðir verði skjólgarðar til skjóls 25 ha. lands úr Garðalandi. Á myndunum sézt hvernig - hann hugsar sér fyrirkomulag skjól- garðanna. Jarðvegsundirbúningur verður, djúp plæging með sterkum plóg, haustið áð- ur en plantað er. Undir skjólbeltin þarf að plægja upp 9 metra breitt belti, eða sem ódýrara yrði, að taka tvo og tvo plógstrengi til hvorrar handar út frá þeirri línu, sem hver röð á að standa á, og sömuleiðis þar, sem einföldu rað- irnar innan skjólblettsins eiga að standa. Sama haust þarf svo að keyra skeljasand á jörðina og dreifa yfir rás- irnar. Hæfilegt yrði að nota 35—40 tonn af skeljasandi, sem salt hefur rignt úr. Næsta vor þarf svo að bera á búfjárá- burð. Má bera hann í miðrásina og herfa svo yfir, en öruggara yrði að bera í hverja holu fyrir sig, um leið og plant- að er. Áburðarmagnið ætti ekki að vera minna en 60—70 tonn af mykju eða hrossataði. Þang mætti einnig nota, en þá nokkru meira, en það verður að vera rignt og saltlaust og þarf að plægja nið- ur að haustinu. Herfun verður lík og í görðum, með diska- og fjaðraherfi. Að herfun lokinni er plantað á venjulegan hátt í rúmgóðar holur. Plönturnar þurfa að vera Ivraustar og þroskamiklar. Af gulvíði má nota græðlinga, sém stungið er niður í unna moldina. Þingvíði er bezt að planta, sem ársgömlum plöntum, en af birki og reyni ætti að nota fjögra ára plöntur, er hafa verið umplantað í gróðrastöðinni. Fjöldi plantnanna yrði nálægt 12000 en græðlinga um 1700. KOSTNAÐUR í skýrslu Gísla Þorkelssonar er gert ráð fyrir því, að stofnkostnaður verði

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.