Akranes - 01.10.1942, Blaðsíða 7

Akranes - 01.10.1942, Blaðsíða 7
AKRANES 7 ÓL. B. BJÖRNSSCN: Þœttir úr sögu Akraness. II., 4. Sjávarútvegurinn I. KAFLI. Hleðan útgerðin var rekin að aldao&mlum hsettl Frh. í síðasta blaði voru taldir þeir for- menn, er fóru í viðlegu suður í Garð á vertíðum eftir aldamótin. Auk þeirra, sem þar eru nefndir fór þangað Guð- jón Tómásson frá Vinaminni á sex- mannafari, er hann var formaður á. Frá 1890 og þar til opnu skipin leggj- ast niður, má m. a. nefna þessa formenn á því tímabili: Ólafur Gunnlaugsson Bræðraparti, Benedikt Elíasson Hákoti, Sigurður og Bjarni Jóhannessynir Sýruparti, Björn Hannesson Litlateig, Haligrímur Tómásson Grímsstöðum, Finnbogi Lárusson Kringlu, Jón Hail- dórsson Lambhúsum, Guðbjarni Bjarna- son, Halldór Guðbjarnason, Jón Guðna- son Breið, Bjarni Jónsson Sýruparti, Sveinbjörn Þorvarðarson, Sveinbjörn í Lambhúsum, • Einar Asgeirsson, Jón Benediktsson Aðalbóli, Guðmundur Guðmundsson Sigurðsstöðum, Sveinn Ásbjörnsson Bakka, Narfi á Mel, Sig- urður Halldórsson Akbraut, Guðmund- ur Gunnarsson Steinsstöðum, Sigurður Sigurðsson Sigurðsstöðum og Ásbjörn bróðir hans, Kristján Guðmundsson Höíðanum og Árni bróðir hans, Sigurð- ur í Akrakoti, Jörundur í Birnhöfða, Sigvaldi í Háuhjáleigu, Lárus, Guð- mundur og Oddgeir Ottesen, Sigurður Sigurðsson Elínarhöfða, Gunnar Gunn- arsson Bakkabæ, Björn Jóhannsson Innstavogi, Þórður Þórðarson Vegamót- um, Guðjón Þórðarson Ökrum, Sveinn Guðmundsson Mörk, Árni Magnússon Sjóbúð, Guðmundur Helgason frá Kringlu, Gísli Einarsson Hliði, Níels Magnússon Lambhúsum, Einar Gísla- son Akurprýði, Jón Pálsson Hákoti, Há- kon Halldórsson Hofteig, Bjarni Guð- bjarnason, Oddur Kristjánsson Akri, Er- lendur Tómásson Geirmundarbæ, Guð- jón Tómásson Vinaminni, Tómás Tóm- ásson Bjargi, Pétur Sigurðsson Króki, Magnús Jörgenson Söndum, Einar Ingj- aldsson Bakka, Guðmundur Guðmunds- Nú er það of oft svo um æskuna: Bókalestur lítill, og þá fyrst og fremst ómerkilegar bækur, lokuð eyru fyrir ræðum og fyrirlestrum. Sama má segja um söng, augun vart opnuð fyrir list, af hverju tagi sem er. Allt þetta er bein afleiðing af menntunarskorti. Vin- sæll og fullkominn gagnfræðaskóli mundi fljótt umskapa hugarfarið að þessu leyti. Hann mun koma þeirri hug- sjón Ungmennafélags Akraness fram, sem það leitaðist við að ná með stofnun kvöldskólans, íþróttanámskeiða, vinnu- námskeiða og fyrirlestrahalds, að skapa heilbrigða sál í hraustum líkama. Svbj. Oddsson. son Deild, Teitur Guðmundsson Lamb- húsum, Asbjörn og Sigurður Jónssynir Melshúsum, Jóhann Björnsson Georgs- húsi, Guðmundur Ólafsson Mýrarhús- um, Guðmundúr Einarsson Traðar- bakka, Magnús Helgason Marbakka,Ás- mundur Jónsson Bjargi, Ingimagn í Lykkju, Halldór Oddsson Götuhúsum, Guðjon Þórðarson Kirkjubæ, Teitur Brynjólfsson, Benedikt Teitsson Sanda- bæ, Bergþór Árnason Bergþórshvoli, Vigíús Josefsson, Jón Gunnlaugsson Bræðraparti, Jón Árnason Heimaskaga. Þessi skip, sem knúin voru áfram með árum og seglum, höfðu nú verið notuð hér til íiskveiða og flutninga um 700 ár. Sennilega hafa þau nú verið tekin „úr umíerð" íyrir fullt og allt. Vonandi eig- um við ekki eftir að lifa þær „hörm- ungatíðir“, að taka þau upp aftur. Sitt hentar hverjum tíma. En ekki er efa- mál, að þau reyndu „þolrifin“ í mönn- um, „kenndu þeim sjó“, svo sem bezt mátti verða, og þá ekki síður „að sjá út veður“. Þar var og seiglan, sem „oft og dýpst var tekið í árinni“. Þar fengu og „amlóðar“ orð í eyra, að „árinni kennir aumur ræðari“ og því um líkt. Og enginn „töggur“ var í þeim „strák“, sem í „þessum skóla“ gat ekki „orðið að manni“. En í sambandi við alla þá vosbúð og erfiði, sem þessari atvinnu fylgdi, er mér eitt óskiljanlegast af öllu. Að allt fram undir síðustu aldamót, án nokk- urra undantekninga, hafði enginn með sér mat á sjóinn. Ekkert nema vatn eða blöndu á kút. Hitt kom engum til hug- ar. Þegar menn svo byrjuðu að brjóta þennan vana, voru á því hafðir margir fordómar, og ekki talið hættulaust að að brjóta í bág við þá venju, sem hald- ist hafði í þessu efni framan úr forn- eskju. En mæður, sem áttu unga syni við sjó, munu hafa átt nokkurn þátt í þessari breytingu, því ekki fannst þeim það auka þeim ásmegin, að vera lengi matarlausir við kaldsama og erfiða vinnu. Þessi gömlu skip, sem allir þekkja nú ef til vill ekki lagið á, hafa „fleytt“ Ak- urnesingum „yfir hafið“ frá fornöld til vorra daga. Væri það ekki rétt og skyn- samlegt, að eignast lítið sexmannafar (byrðing) með öllum búnaði? Með því væri tvennt unnið. Það gæfi rétta hug- mynd um þau „fley“, sem voru bjarg- vættir feðra vorra úm margar aldir, og hinsvegar mundu þau minna „arftaka“ vora á forfeður þeirra, sem sóttu sjó- inn með sæmd á slíkum „skeljum“ sem þessi skip voru, við svs gerólíka aðbúð og allar aðstæður, móts við það, sem landsmenn eiga nú við að búa. Seinasti áttæringurinn, sem hér var til, var frá Heimaskaga og hét Hafrenningur. Á honum var Ólafur Bjarnason frá Litlateig og félagar hans í hinu mikla mannskaðaveðri 7. jan. 1884. Var það eina skipið af þremur, sem þá komst af frá Akranesi, og lenti upp í Melasveit. Ég hefi ekki nýlega oiðið eins sár af litlu tilefni, eins og þá er ég frétti nú nýlega, að ekki væru nema þrjú ár síðan þessi merkilega happafleyta var rifinn í eldinn. Eftir 1896 gekk þetta skip undir nafninu „biskupinn", en svo stendur á því: Þeg- ar Akraneskirkja var byggð og vígja skyldi hana í ágúst 1896, var þetta skip málað og tilhaft sem bezt mátti verða, því að á því átti að sækja biskupinn til Reykjavíkur, en hann átti að fram- kvæma vígsluna. En þann dag var feikna landsynningur, svo að ekki einu sinni „Hafrenningnum“ var ýtt frá landi, sem þó var búinn að fá „eldskírn- ina“, sbr. það, sem að framan segir. Séra Jón Sveinsson framkvæmdi svo kirkjuvígsluna sjálfur þennan tiltekna dag í fjærveru biskups. En þrátt fyrir, þó biskup stigi aldrei fæti sínum út í „Hafrenninginn“, fékk hann „biskups- nafnbót“ eigi að síður, og hélzt það við æ síðan. Skip þetta var þannig í marg- faldri merkingu „sögulegt“ skip, og því mikill skaði að geta ekki bjargað því frá niðurrifi og eldsvoða. Það þykir hlýða, áður en þessum kafla lýkur, að skýra frá því, hvernig þessar hetjur hafsins hófu för sína úr höfn, allt fram yfir síðustu aldamót. Það var venjulegt, að greypa einhverjar setningar eða vísur á svokallaðar fiski- fjalir, sem voru festar í skipum og fylgdu þeim. Þannig var allt fram að þessu, ein slík fjöl úr skipi Magnúsar heitins á Söndum (föður Magnúsar er þar býr nú). Á hana var þetta letrað: „Raffel ertu af rekkum réttkallaður, herrann Jesús hjálparhraður, hann sé æ þinn stýrimaður". Það var siðvenja, sem vart mun hafa verið vikið frá, að biðja fyrir sér, þegar lagt var frá landi. Sjálfsagt hefur þetta hjá sumum verið „siðvenja". En þessi siður hélzt svo lengi, að ég varð þessar- ar venju oft og mörgum sinnum var, og ég fullyrði, að hér var þetta fjölda manns meira én orðin tóm og „vani“. Það var þeim nauðsyn og heilagt al- vörumál. Heyrt hefi ég að þessi siður hafi smátt og smátt lagst niður þegar menn komu á „stærri skipin“, þó hefur sjálfsagt margur beðið fyrir sér alveg eins þó hann væri kominn á mótorbát, og það er vitað, að þess voru dæmi lengi m. a. á sumum stærstu bátunum, að a. m. k. alla „föstuna" var lesinn húslest- ur og passíusálmar, hve mikið eða lítið sem fiskaðist. Þ. e. var aldrei svo mikið að gera, að slík athöfn væri ekki fram-

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.